Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 78
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA auk annara ójafnra myndana (aab, aaab) sem oft koma fyrir í sekvent- síunum. En í viðbót við þenna kirkjulega og alþjóðlega efnivið áttu íslendingar sitt forngermanska Ijóðaform, ljóðstafa-setninguna, höfuðstafi og stuðla er enn voru látnir tengja saman tvö vísuorð á þann hátt að stuðlar tveir voru í ójöfnu vísuorðunum en höfuðstafir á fyrsta áherzluatkvæði í jöfnu vísu- orðunum. Stök vísuorð voru oft sér um stuðla setningu. Stuðlasetning var í helgikvæðun- um ekki alltaf alveg lýtalaus og rímið var ekki alltaf hreint fremur en í hinum latnesku fyrirmyndum. En á fimmtándu öld voru reglurnar um höfuðstafi, stuðla og rím aldrei jafn-þverbrotnar eins og þær voru í sagnadönsunum (íslenzkum forn- kvæðum) frá sama (?) tíma og eink- um í sálmaþýðingum siðaskipta- manna. Slík afneitun á formi hefur ekki sézt hvorki fyrr né síðar í ís- lenzkum skáldskap fyrr en nú í ljóð- um atómskálda tuttugustu aldar- innar. Annars voru lútersku sálmarnir, bæði á Þýzkalandi og íslandi af sömu gerð, tví- eða þrískiptir, eins og kaþólsku helgikvæðin frá 15. öld á íslandi. Og þessir nýju hættir áttu fyrir sér að lifa áfram á íslandi ekki einungis í sálmum heldur og í flest- um veraldlegum kveðskap fram á þenna dag. Það er því ekki undar- legt þótt nokkrir af 15. aldar hátt- unum skjóti upp kolli eftir siða- skipti, þótt siðabótarmennirnir sjálfir hafi ef til vill sneitt hjá þeim. Þeir hættir, sem ég hef fundið í lúterskum sálmum eru: — Pange lingua gloriosi = Tunga mín af hjarta hljóði, Jesú móðirin jungfrú skær = Heimili vort og húsin með, Hœstur heilagur andi (að frádregnu viðlagi) = Einn herra eg hezt ætti og Heyr þú Jesú hjálpin mín = Játi það allur heimur hér. Aðrir hættir hafa snúizt til ver- aldlegra nota: Máría meyjan skæra = Ó mín flaskan fríða (E. Ól.), Bjóða vil eg þér bragsins smíð = Út á djúpið hann Oddur dró, Sannur Guð með sœtri grein = Keisari nokkur mætur mann og Dýrðarleg- ast dyggða hlóm = Mihi est propo- situm. Enn aðrir hættir hafa risið frá dauðum á 20. öld í kvæðum þeirra fornfræðinganna og skáld- snillinganna Jóns Þorkelssonar og Jóns Helgasonar. Bókmenntafræðingar hafa oft gefið fimmtándu öldinni lága eink- unn í frumleik og framleiðslu var- anlegra bókmenntaverðmæta. En því má ekki gleyma, að hún er móð- ir íslenzkrar ljóðagerðar í því formi sem síðan hefur tíðkazt og enn er tíðkanlegt. Þetta form var rímuðu kaþólsku hymnahættirnir njörvaðir höfuðstöfum og stuðlum. Það lifði af lútersku sálma formleysuna og á líklega eftir að lifa af sér formleysu atómskáldanna. Auk helgikvæðanna, sem nú hef- ur verið lýst, hafa nokkur önnur kristleg kvæði geymzt frá kaþólsk- um tíma, svo sem sálmar um dag og nótt, guðspjalla vers, bænir, o. s. frv. Merkilegri, og á takmörkum helgra og veraldlegra kvæða voru heimsósómar, ádeilukvæði, oft bitur og skelegg, en þó tæplega nokkuð beizkari eða harðvítugri en Heims-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.