Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
auk annara ójafnra myndana (aab,
aaab) sem oft koma fyrir í sekvent-
síunum. En í viðbót við þenna
kirkjulega og alþjóðlega efnivið áttu
íslendingar sitt forngermanska
Ijóðaform, ljóðstafa-setninguna,
höfuðstafi og stuðla er enn voru
látnir tengja saman tvö vísuorð á
þann hátt að stuðlar tveir voru í
ójöfnu vísuorðunum en höfuðstafir
á fyrsta áherzluatkvæði í jöfnu vísu-
orðunum. Stök vísuorð voru oft sér
um stuðla setningu.
Stuðlasetning var í helgikvæðun-
um ekki alltaf alveg lýtalaus og
rímið var ekki alltaf hreint fremur
en í hinum latnesku fyrirmyndum.
En á fimmtándu öld voru reglurnar
um höfuðstafi, stuðla og rím aldrei
jafn-þverbrotnar eins og þær voru
í sagnadönsunum (íslenzkum forn-
kvæðum) frá sama (?) tíma og eink-
um í sálmaþýðingum siðaskipta-
manna. Slík afneitun á formi hefur
ekki sézt hvorki fyrr né síðar í ís-
lenzkum skáldskap fyrr en nú í ljóð-
um atómskálda tuttugustu aldar-
innar.
Annars voru lútersku sálmarnir,
bæði á Þýzkalandi og íslandi af
sömu gerð, tví- eða þrískiptir, eins
og kaþólsku helgikvæðin frá 15. öld
á íslandi. Og þessir nýju hættir áttu
fyrir sér að lifa áfram á íslandi ekki
einungis í sálmum heldur og í flest-
um veraldlegum kveðskap fram á
þenna dag. Það er því ekki undar-
legt þótt nokkrir af 15. aldar hátt-
unum skjóti upp kolli eftir siða-
skipti, þótt siðabótarmennirnir
sjálfir hafi ef til vill sneitt hjá þeim.
Þeir hættir, sem ég hef fundið í
lúterskum sálmum eru: — Pange
lingua gloriosi = Tunga mín af
hjarta hljóði, Jesú móðirin jungfrú
skær = Heimili vort og húsin með,
Hœstur heilagur andi (að frádregnu
viðlagi) = Einn herra eg hezt ætti
og Heyr þú Jesú hjálpin mín = Játi
það allur heimur hér.
Aðrir hættir hafa snúizt til ver-
aldlegra nota: Máría meyjan skæra
= Ó mín flaskan fríða (E. Ól.),
Bjóða vil eg þér bragsins smíð =
Út á djúpið hann Oddur dró, Sannur
Guð með sœtri grein = Keisari
nokkur mætur mann og Dýrðarleg-
ast dyggða hlóm = Mihi est propo-
situm. Enn aðrir hættir hafa risið
frá dauðum á 20. öld í kvæðum
þeirra fornfræðinganna og skáld-
snillinganna Jóns Þorkelssonar og
Jóns Helgasonar.
Bókmenntafræðingar hafa oft
gefið fimmtándu öldinni lága eink-
unn í frumleik og framleiðslu var-
anlegra bókmenntaverðmæta. En
því má ekki gleyma, að hún er móð-
ir íslenzkrar ljóðagerðar í því formi
sem síðan hefur tíðkazt og enn er
tíðkanlegt. Þetta form var rímuðu
kaþólsku hymnahættirnir njörvaðir
höfuðstöfum og stuðlum. Það lifði af
lútersku sálma formleysuna og á
líklega eftir að lifa af sér formleysu
atómskáldanna.
Auk helgikvæðanna, sem nú hef-
ur verið lýst, hafa nokkur önnur
kristleg kvæði geymzt frá kaþólsk-
um tíma, svo sem sálmar um dag og
nótt, guðspjalla vers, bænir, o. s.
frv. Merkilegri, og á takmörkum
helgra og veraldlegra kvæða voru
heimsósómar, ádeilukvæði, oft bitur
og skelegg, en þó tæplega nokkuð
beizkari eða harðvítugri en Heims-