Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 89
A FORNUM FEÐRASLÓÐUM
71
gekk á með skúrum, og meðan við
vorum að skoða Byggðarsafnið,
skall snögglega á steypirigning;
stóðum við af okkur skúrina í 500
ara gömlu bæjarhúsi, frumstæðu að
vonum, en traustlega gerðu, enda
auðvelt að gera sér í hugarlund,
hve mörg veðrin og misjöfn húsið
það hefir af sér staðið um aldirnar.
Annað, sem hefir aukið hróður
Lillehammer bæjar, er það, að
Sigrid Undset, skáldkonan víðfræga,
var búsett þar. Stendur heimili
hennar Bjerkebekk (Bjarkalækur)
^ueð kyrrum kjörum; eru húsin með
guðbrandsdælsku bændabýlasniði,
ag eitt þeirra að minnsta kosti 450
ára gamalt, aðflutt ofan úr dölum.
Lyrir mikla vinsemd sonar skáld-
konunnar og tengdadóttur, fengum
hjónin tækifæri til að skoða hið
serstæða og virðulega heimili henn-
ar> og þótti mikið til þess koma.
GreiP það okkur sérstaklega sterk-
urn tökum að koma í vinnustofu
hennar og skoða bókasafn hennar;
v°ru þar íslenzkar bækur á hillum,
enda hafði hún snúið á norsku
nokkrum íslendingasögum. Eigi
gripu okkur síður viðkvæmar til-
finningar, er við staðnæmdumst við
skrifborð skáldkonunnar, en á því
®tóð ritvél hennar með hálfskrifaðri
laðsíðu síðasta handrits hennar. í
anda sá ég að verki hina svipmiklu
k°nu, eins og hún kom mér fyrir
sjónir, þegar fundum okklar bar
Saman í New York borg eitt sinn á
stríðsárunum síðari, og hugur minn
ylltist þakklæti fyrir stórbrotin
skáldverk hennar, sem orðið hefir
rnitt góða hlutskipti að túlka eftir
^rrætti fyrir nemendur mína í norsk-
um bókmenntum. (Sjá grein mína:
„Skáldkonan Sigrid Undset“,
Brautin, Winnipeg 1946).
Fjarri fer þó, að Sigrid Undset sé
eina öndvegisskáld Norðmanna, sem
tengt er Guðbrandsdal. Knut Ham-
sun var fæddur að Lom þar í daln-
um og sleit þar barnskónum, og að
Aulestad í Eystri Gausdal bjó
Björnstjerne Björnson seinni helm-
ing ævinnar, svo sem kunnugt er.
Frá Lillehammer héldum við
áfram ferð okkar norður Guð-
brandsdal allt upp til fjalla; er
landslagið fjölbreytt og tilkomu-
mikið á þeirri leið, og því meir, er
ofar dregur. Og þegar komið er upp
á hálendið, gnæfa svipmikil, snævi-
krýnd fjöll við sjóndeildarhring.
Fórum við af járnbrautarlestinni á
einni stöðinni þar uppi í fjalllend-
inu og tókum langferðabíl austur
yfir hálendið á leið til Reyróss
(Röros). Var það skemmtilegt að
fara þá leið þetta fagra sumarkvöld,
því að víðsýnt var; en skuggsýnt
var þó orðið, er við komum austur
í Álfadal (Alvdal) og stigum þar
stuttu síðar á lestina norður Austur-
dal til Reyróss. Mjög var liðið á
kvöldið, er þangað kom, og tókum
við okkur gistingu á hinu nýja og
ágæta ferðamannahóteli bæjarins.
Reyrós er gamall námubær og
ber þess mikinn svip, og enn er
unnið í sumum koparnámunum þar
í nágrenninu. Annars er bærinn ekki
sízt merkilegur fyrir samruna hins
gamla og nýja, sem þar getur að
líta. Fremur er að vísu eyðilegt þar
uppi á hálendinu, en sumarfagurt;
hins vegar er þar, að vonum, vetrar-
ríki mikið.