Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 89

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 89
A FORNUM FEÐRASLÓÐUM 71 gekk á með skúrum, og meðan við vorum að skoða Byggðarsafnið, skall snögglega á steypirigning; stóðum við af okkur skúrina í 500 ara gömlu bæjarhúsi, frumstæðu að vonum, en traustlega gerðu, enda auðvelt að gera sér í hugarlund, hve mörg veðrin og misjöfn húsið það hefir af sér staðið um aldirnar. Annað, sem hefir aukið hróður Lillehammer bæjar, er það, að Sigrid Undset, skáldkonan víðfræga, var búsett þar. Stendur heimili hennar Bjerkebekk (Bjarkalækur) ^ueð kyrrum kjörum; eru húsin með guðbrandsdælsku bændabýlasniði, ag eitt þeirra að minnsta kosti 450 ára gamalt, aðflutt ofan úr dölum. Lyrir mikla vinsemd sonar skáld- konunnar og tengdadóttur, fengum hjónin tækifæri til að skoða hið serstæða og virðulega heimili henn- ar> og þótti mikið til þess koma. GreiP það okkur sérstaklega sterk- urn tökum að koma í vinnustofu hennar og skoða bókasafn hennar; v°ru þar íslenzkar bækur á hillum, enda hafði hún snúið á norsku nokkrum íslendingasögum. Eigi gripu okkur síður viðkvæmar til- finningar, er við staðnæmdumst við skrifborð skáldkonunnar, en á því ®tóð ritvél hennar með hálfskrifaðri laðsíðu síðasta handrits hennar. í anda sá ég að verki hina svipmiklu k°nu, eins og hún kom mér fyrir sjónir, þegar fundum okklar bar Saman í New York borg eitt sinn á stríðsárunum síðari, og hugur minn ylltist þakklæti fyrir stórbrotin skáldverk hennar, sem orðið hefir rnitt góða hlutskipti að túlka eftir ^rrætti fyrir nemendur mína í norsk- um bókmenntum. (Sjá grein mína: „Skáldkonan Sigrid Undset“, Brautin, Winnipeg 1946). Fjarri fer þó, að Sigrid Undset sé eina öndvegisskáld Norðmanna, sem tengt er Guðbrandsdal. Knut Ham- sun var fæddur að Lom þar í daln- um og sleit þar barnskónum, og að Aulestad í Eystri Gausdal bjó Björnstjerne Björnson seinni helm- ing ævinnar, svo sem kunnugt er. Frá Lillehammer héldum við áfram ferð okkar norður Guð- brandsdal allt upp til fjalla; er landslagið fjölbreytt og tilkomu- mikið á þeirri leið, og því meir, er ofar dregur. Og þegar komið er upp á hálendið, gnæfa svipmikil, snævi- krýnd fjöll við sjóndeildarhring. Fórum við af járnbrautarlestinni á einni stöðinni þar uppi í fjalllend- inu og tókum langferðabíl austur yfir hálendið á leið til Reyróss (Röros). Var það skemmtilegt að fara þá leið þetta fagra sumarkvöld, því að víðsýnt var; en skuggsýnt var þó orðið, er við komum austur í Álfadal (Alvdal) og stigum þar stuttu síðar á lestina norður Austur- dal til Reyróss. Mjög var liðið á kvöldið, er þangað kom, og tókum við okkur gistingu á hinu nýja og ágæta ferðamannahóteli bæjarins. Reyrós er gamall námubær og ber þess mikinn svip, og enn er unnið í sumum koparnámunum þar í nágrenninu. Annars er bærinn ekki sízt merkilegur fyrir samruna hins gamla og nýja, sem þar getur að líta. Fremur er að vísu eyðilegt þar uppi á hálendinu, en sumarfagurt; hins vegar er þar, að vonum, vetrar- ríki mikið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.