Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 91
Á FORNUM FEÐRASLÓÐUM
73
Verðum við langminnug hins á-
nægjulega sumardags, sem við átt-
um með vinum okkar norður í
Reyróssbyggðum, og námubærinn
sjálfur, er á sér langa og einstæða
sögu, lifir okkur einnig lengi í
tninni.
í Þrándheimi og Þrœndalögum
Frá Reyrósi héldum við áfram
ferð okkar með j árnbrautarlestinni
norðvestur yfir fjöllin, um Gauldal,
til Þrándheims, og er landslagið
nijög fjölbreytilegt og fjallasýn fög-
ur á þeirri leið. En þegar norður úr
fjalllendinu kemur að vestanverðu
blasa við breiðar og fríðar byggðir
Þrændalaga, og eru þar kunnir sögu-
staðir á hverju strái; þeirra fræg-
astur er Stiklastaðir í Verdal, þar
sem orustan sögufræga og örlaga-
ríka stóð árið 1030, er Ólafur kon-
ungur Haraldsson féll, en hélt þó
velli í andlegum skilningi.
Margir merkir landnámsmenn á
fslandi komu einnig úr Þrændalög-
um, og má þar fremstan telja Hrafn
Valgarðsson, er land nam undir
^yjafjöllum og varð forfaðir Odda-
verja. Ýmsir helztu landnámsmenn
a Austfjörðum voru einnig úr
Þrændalögum, og getur því vel
verið, að ég hafi, á ferðum okkar
Þar á liðnu sumri, verið á fornum
feðraslóðum í persónulegum skiln-
ingi.
í Þrándheimi áttum við tveggja
daga dvöl, og fengum þó eigi séð
nema sumt af því allra merkasta,
sem sú söguríka borg hefir ferða-
manninum að bjóða. Er Þrándheim-
ur nú þriðja stærsta borg í Noregi
að mannfjölda, íbúatala alls um 80
Stytta ólafs Tryggvasonar í Þráncllieimi
þúsund, og á sér langa sögu og lit-
brigðaríka, því að það var árið 997,
að Ólafur konungur Tryggvason
lagði grundvöllinn að stofnun Niðar-
óss, en því nafni hét bærinn í fyrstu
og lengi fram eftir öldum. Eins og
vera ber, stendur mikil stytta Ólafs
konungs á höfuðtorgi borgarinnar,
og horfir hann til hafs.
Eftir fall Ólafs konungs Tryggva-
sonar létu Hlaðajarlar sig þó bæinn
litlu skipta, og féll það því í hlut
Ólafs konungs Haraldssonar að
byggja hann upp að nýju og gera
þar virðulegt konungssetur, eins og
Snorri Sturluson lýsir í sögu kon-
ungs; en þó varð vegur Niðaróss enn
meiri eftir að helgi Ólafs konungs
hófst, kirkja var reist í Niðarósi
honum til heiðurs, og pílagrímar
tóku að flykkjast þangað víðsvegar
að.