Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 96
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
einnig leið sína niður að legstað
þeirra hjóna, en jarðneskum leifum
þeirra var búinn staður í klettahlíð
á ströndinni fyrir neðan heimili
þeirra.
Því næst var ekið til „Gamle-
haugen“, heimilis Christian Michel-
sen forsætisráðherra, en það er mjög
ríkmannlegt höfðingjasetur, því að
hann var auðugur athafnamaður. En
sinn mikla virðingarsess í sögu
Noregs skipar hann fyrir það, hve
viturlega og farsællega honum fórst
úr hendi stjórnarforustan, er leiðir
skildu með Svíum og Norðmönnum
árið 1905. Er heimili hins mikilhæfa
stjórnmálaskörungs nú ríkiseign og
aðsetur norsku konungsfjölskyld-
unnar, er hún heimsækir Björgvin.
Síðast var í umræddri hópferð
skoðuð Fantoft stafakirkja, en hún er
ein af hinum sérstæðu norsku tré-
kirkjum af því tagi, og hefir verið
fenginn staður í umhverfi, sem sam-
ræmist ágætlega gerð hennar og
svip.
Björgvin er sú af stærri borgum
Noregs, þar sem hið gamla og hið
nýja mætist um margt á hvað eftir-
tektarverðastan hátt; þar eru enn
borgarhverfi með miðaldasvip um
húsa- og gatnagerð, samhliða bygg-
ingum með nýjasta sniði og breiðum
nútíðarstrætum.
í Haugasundi og Stafangri
Héldum við nú áfram ferð okkar
með skipi suður með Noregsströnd-
um og var Haugasund næsti áfanga-
staður okkar, og er þá komið í
Rygjafylki, en af Rogalandi og
Ögðum fluttist fjöldi ríkra manna
til íslands, er urðu þar héraðshöfð-
ingjar; meðal þeirra var Geirmund-
ur heljarskinn og frændlið hans, en
hann var slíkur höfðingi, að hann
bar konungsnafn.
í Haugasundi er Haraldur kon-
ungur hárfagri grafinn og reistu
Norðmenn á haugi hans minnisvarða
mikinn árið 1872, á þúsund ára af-
mæli Hafursfjarðarorustu, að því er
venja var að telja; en sú orusta
markaði lokasigur Haralds konungs
yfir andstæðingum hans og þá um
leið sameiningu Noregs í eina ríkis-
heild.
Grípa íslending einkennilegar til-
finningar, er hann stendur við minn-
isvarða hins gamla konungs, og hug-
leiðir, hvern grundvallar þátt hann
átti í landnámi íslands frá Noregi.
Úti fyrir Haugasundi er eyjan
Körmt, þar hafði Haraldur hárfagri
konungsbú mikið að Ögvaldsnesi,
sem nú nefnist Alvaldsnes á norsk-
unni, og dvaldi hann þar oft á seinni
stjórnarárum sínum. Nálægt hinum
forna konungsgarði reisti Hákon
Hákonarsson (Hakon IV) síðar
Ólafskirkju; hrörnaði hún, er aldir
liðu, en hefir nýlega verið endur-
bætt, og var 700 ára afmæli hennar
hátíðlegt haldið 1950.
Við hjónin gerðum okkur sérstaka
ferð út að Ögvaldsnesi. Skoðuðum
við kirkjuna, og þótti hún merkilegt
hús; einnig kom okkur saman um,
að vel hefði Haraldur hárfagri valið
þar stað konungsbúi sínu, því að
þaðan sér vítt yfir, og því auðvelt
að fylgjast með mannaferðum.
Frá Haugasundi fórum við með
samnefndu strandferðaskipi til Staf-
angurs, og er það aðeins nokkurra
klukkustunda ferð. Farið er þvert