Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 100
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skjóta skýrum athugasemdum inn í
samtalið.
Ég hélt því ekki einungis fram,
að fegurðartilbreytni fjallanna tæki
fram blíðri fegurð sléttunnar, held-
ur og því, að íbúar fjalllendisins,
hvar sem við tækjum söguna og
hvar sem við litum í heiminum,
væri harðgerðara og athafnameira
en fólk sléttunnar; þegar sléttu-
þjóðirnar hefðu sofnað yfir ket-
kötlunum, hefðu fjalllendisþjóð-
irnar svo oft steypt sér eins og
svalandi og vekjandi hafsbylgja
niður á sléttuna og hrundið af stað
byltingum, sem orsakað hefðu meiri
breytingar og framþróun á stuttum
tíma en hefði getað átt sér stað á
mörgum öldum, ef kyrrlæti slétt-
unnar hefði ekki verið vakið af
dvala. Einar hélt, að hægt væri að
setja dæmið upp á annan hátt en
ég hafði gert: Þessi barátta og
margbrotna athafnalíf, sem sumir
kölluðu framþróun, væri stundum
aðeins villigata, sem leiddi þjóð-
irnar af vegi hinnar sönnu fram-
þróunar, og sönn framþróun væri
það eitt, sem gæfi meiri möguleika
til að komast nær Guði og öðlast
meiri skilning á hans verkum og
vilja.
Ég svaraði því á þann veg, að við
þyrftum ekki annað en líta á Gamla
Testamentið til að skilja, að Guð
kæmist nær manninum á fjalllend-
inu, tvisvar hefði hann kallað
Móses upp á fjallið og þar gefið
honum lögmálstöflurnar. Þá brosti
Einar. Hann kvaðst ekki hafa gengið
í skóla og ekki hafa neina áætlun
um að verða prestur, samt kvaðst
hann mundu geta gefið góða ástæðu
fyrir því, hvers vegna það var
nauðsynlegt Móses að láta Guð rétta
sér lögmálstöflurnar á fjallstindin-
um, og hann áleit, að ég mundi vel
geta gizkað á ástæðurnar fyrir því
atriði sögunnar. „En hefirðu veitt
því eftirtekt“, spurði hann, „að
Móses og allir aðrir höfundar helztu
trúarbragða heimsins hafa gengið
út á flatneskju eyðimerkurinnar og
dvalið þar lengur eða skemur, áður
en þeir byrjuðu að kenna, hvort það
mundi ekki vera vegna þess, að þar
verður hvelfingin víðáttumeiri,
ekkert sem skyggir á sólaruppkomu
eða sólarlag, ekkert sem truflaði
eða skyggði á mikilleik verka Guðs,
í því umhverfi væri auðvelt að skilja
vesaldóm líkamans og þá á sama
tíma finna til alls, sem ekkert virð-
ist skylt líkamanum, en til þess að
reyna að gera þessa athugun mína
dálítið greinilegri, sagði hann, lang-
ar mig til að segja frá atburði, sem
kom fyrir mig sjálían; það tekur mig
ekki lengi að segja frá þessu, og ég
vona að þið verðið ekki óþolinmóðir
að hlusta.
Það var á þeim árum, sem ég vann
við fiskiveiðar á vötnunum í Mani-
toba. Við unnum fjórir saman og
sóttum frá kofa, sem við höfðum a
ísnum einar 9 eða 10 mílur fra
landi, og fluttum venjulega fiskinn
til lands ekki nema einu sinni i
viku. Vikuna fyrir jólin höfðum við
tapað dögum, sem við gátum ekki
lyft vegna óveðurs; samt höfðum
við ákveðið að komast í land dag-
inn fyrir aðfangadag. Þegar sá dag-
ur rann upp, áttum við eftir að lyfta
allmörgum netum, og til þess að
koma sem mestu í verk skiptum