Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 101
eitt andartak
83
við verkum þannig, að þrír okkar
færu með hestana og lyftu þeim
netum, sem lágu nokkrar mílur frá
kofanum, en ég ætlaði að lyfta 1
kringum kofann og nota handsleða.
Þeir með hestana lögðu af stað
nokkru fyrir birtingu, svo þeir yrðu
komnir til netanna um það bil sem
Ijóst væri orðið; og ég, til að flýta
fyrir mér, ákvað að höggva upp
holurnar á næstu netunum, svo að
við lögðum allir af stað nálega á
sama tíma.
Eg mundi stefnuna á netin frá
kofanum og fann fyrstu netaholuna
eftir nokkra leit. Ennþá sá ég kofann
eins og dökkan díl eða skugga á
snjóbreiðunni svo sem kvart-mílu
1 burtu; en ég hvorki sá né heyrði
neitt til félaga minna eða hestanna,
ég bjóst við, að þeir yrðu komnir á
sín net með birtingu.
Umhverfis mig hvíldi algjör
þögn, ekki hinn minnsti andvari af
nokkurri átt; snjófölið, sem fallið
hafði daginn áður, lá hreyfingar-
laust á glærunum, svo að hvít
auðnin breiddi sig jöfn í allar áttir
°g rann saman við litlausan himin-
!nn við sjóndeildarhring, aðeins
kfið eitt dekkri, þar sem landið lá
1 öaksýn, en yfir breiddi sig hvelf-
ingin eftir því dökkblárri sem ofar
r° á himininn, og stjörnurnar
findruðu í öllum sínum litum, þar
Sern ekkert dró úr ljóma þeirra
annað en fjarlægðin.
Eg þreifaði fyrir mér með fótun-
Urn til að finna, hvar brúnir hol-
Unnar væru, svo mokaði ég snjón-
UUl af, og þá gat sag dökkan
j kolunnar afmarkaðan við snjó-
nn Umhverfis; síðan reiddi ég til
höggs 16 punda þungt ísjárnið og
byrjaði að höggva. ísinn á holunni
var orðinn yfir hálft annað fet á
þykkt, svo að ég varð að moka
tvisvar upp úr holunni áður en hún
var fullhreinsuð; þegar ég hafði
lokið við þá holuna, tók ég stefnuna
eftir því sem ég vissi að netin lágu,
og fann næstu holu hiklaust. Ég
vann af öllum kröftum, því ég ætlaði
mér að vera búinn að höggva allar
holurnar um það leyti sem birti, svo
að ég sæi til að lyfta og taka fisk
úr netunum; svitinn rann niður
andlitið á mér, og þó hafði ég
hneppt frá mér fötunum um hálsinn
og tyllt húfunni upp á kollinn.
Ég var búinn með sjö holur og
hafði mokað ofan af þeirri áttundu
og tilbúinn að höggva; þá varð mér
litið upp í suðausturátt til að sjá,
hvort nokkur dagskíma væri komin
á himininn. Já, það var dagrenning,
himinninn orðinn ljósblár í suð-
austrinu við sjóndeildarhring,
neðstu stjörnurnar í þeirri átt og í
suðrinu voru að tapa ljóma sínum
og yfirgnæfast af annarlegri birtu,
en ofar sindruðu þær ennþá, og nær
austrinu bak við fjarlægt landið var
sem sigðmynduð tjaldrönd væri
dregin upp á himininn, máluð með
öllum litum sólarljóssins, ekki með
sterkdregnum, ákveðnum línum,
heldur eins og litunum hefði verið
hellt saman eða samhliða og svo
dregið lauslega yfir, þannig að lit-
irnir rynnu hvor inn í annan, án
þess nokkur greinileg takmörk lita
sæjust.
Og þá var það, að þetta, mér
ógleymanlega og óútmálanlega, bar
fyrir eða kom yfir mig. Mér fannst