Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 104
KRISTINN STEFÁNSSON:
Utan af sléttunni
I.
Loksins höfðu þau fengið ósk sína
uppfyllta. Þau höfðu með mikilli
ástundun og sparnaði reytt svo
saman, að þau höfðu nú ferða-
kostnaðinn og það sem lögin ákveða
að innflytjendur hafi auk ferða-
kostnaðar, þegar á land er stigið.
Þau höfðu nú losað sig frá baslinu
og bágindunum á föðurlandinu. Og
nú höfðu þau grafið sig og börnin
sín tvö að hálfu leyti niður í jörðina
í Saskatchewan-fylki.
Kofinn þeirra var grafinn niður í
jörð og var vel helmingur hans
neðan jarðar, en hitt gekk upp eins
og trekt á hvolfi, mjótt í toppinn
en breikkaði eða víkkaði þegar
niður dró. Það var reft með skógar-
renglum, utan á þær var lagt lim,
sem hulið var þykku moldarlagi.
Kofinn stóð sunnan undir skógar-
belti, sem skýldi honum í norðan-
næðingunum. Að þar hefðust við lif-
andi verur sást á því, að reyk lagði
upp frá þessum kumbalda og að
viðar köstur var þar og exi reist upp
við kofavegginn; annað var ekki
sjáanlegt þar úti við, sem benti á
það að þarna byggju menn.
Það var skamt til jóla, annara
jólanna, sem þessi útlendu hjón
höfðu þarna verið, en lítið var um
jólatilhaldið. Inni var allhlýtt, en
andrúmsloftið dautt og staðnað
fyrir löngu, var þykt og þefjaði fúlt
af mold; óhreinum fataræflum og
fæðunni, er soðin var á stórum
aflöngum hitunarofni niðri í jarð-
húsinu. Niður í það lá sterkur en
klúr stigi, negldur saman úr rengl-
um. Þarna niðri týrði á lampa-
kríli, er húsfreyja fékkst við mat-
reiðslu og jók hann mjög við ó-
þægindi þessa ólofts þarna inni. Það
var líka ekki sjaldan að kvartað
var um að illa loguðu ljósin þar.
En það var með þau eins og svo
margar lifandi verur, að þau þurftu
lífsloft til þess að þau gætu lifað
fullu lífi sínu. En í því efni voru
íbúarnir ekki að brjóta heilann.
Uppi á yfirborði jarðar útundir
kofareftinu stóðu tvö rúm. í öðru
þeirra hvíldi fölur og magurleitur
maður, svartur á hár og skegg,
þungbrýnn, hvasseygur, alvarlegur
og áhyggjufullur á svip. Það var
húsbóndinn. Þetta var nú sjötta
vikan hans í rúminu. Gólfið hafði
verið lagt smálimi, sem nú var orðið
fært saman í smáhryggi og sums
staðar stigið niður í dældir. Byssa
og skotfæri hékk á snaga við fóta-
gaflinn á rúmi sjúklingsins. Það
hafði stundum verið eini bjargvætt-
urinn þeirra þarna á sléttunum —■
Það eina, sem hélt í þeim lífinu.
En nú var ekki um slíkt að tala.
Forði sá, sem fyrir var í kofanum
fyrir nokkru síðan, var nú langt
kominn, mikið til eyddur, og ekkert