Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 104
KRISTINN STEFÁNSSON: Utan af sléttunni I. Loksins höfðu þau fengið ósk sína uppfyllta. Þau höfðu með mikilli ástundun og sparnaði reytt svo saman, að þau höfðu nú ferða- kostnaðinn og það sem lögin ákveða að innflytjendur hafi auk ferða- kostnaðar, þegar á land er stigið. Þau höfðu nú losað sig frá baslinu og bágindunum á föðurlandinu. Og nú höfðu þau grafið sig og börnin sín tvö að hálfu leyti niður í jörðina í Saskatchewan-fylki. Kofinn þeirra var grafinn niður í jörð og var vel helmingur hans neðan jarðar, en hitt gekk upp eins og trekt á hvolfi, mjótt í toppinn en breikkaði eða víkkaði þegar niður dró. Það var reft með skógar- renglum, utan á þær var lagt lim, sem hulið var þykku moldarlagi. Kofinn stóð sunnan undir skógar- belti, sem skýldi honum í norðan- næðingunum. Að þar hefðust við lif- andi verur sást á því, að reyk lagði upp frá þessum kumbalda og að viðar köstur var þar og exi reist upp við kofavegginn; annað var ekki sjáanlegt þar úti við, sem benti á það að þarna byggju menn. Það var skamt til jóla, annara jólanna, sem þessi útlendu hjón höfðu þarna verið, en lítið var um jólatilhaldið. Inni var allhlýtt, en andrúmsloftið dautt og staðnað fyrir löngu, var þykt og þefjaði fúlt af mold; óhreinum fataræflum og fæðunni, er soðin var á stórum aflöngum hitunarofni niðri í jarð- húsinu. Niður í það lá sterkur en klúr stigi, negldur saman úr rengl- um. Þarna niðri týrði á lampa- kríli, er húsfreyja fékkst við mat- reiðslu og jók hann mjög við ó- þægindi þessa ólofts þarna inni. Það var líka ekki sjaldan að kvartað var um að illa loguðu ljósin þar. En það var með þau eins og svo margar lifandi verur, að þau þurftu lífsloft til þess að þau gætu lifað fullu lífi sínu. En í því efni voru íbúarnir ekki að brjóta heilann. Uppi á yfirborði jarðar útundir kofareftinu stóðu tvö rúm. í öðru þeirra hvíldi fölur og magurleitur maður, svartur á hár og skegg, þungbrýnn, hvasseygur, alvarlegur og áhyggjufullur á svip. Það var húsbóndinn. Þetta var nú sjötta vikan hans í rúminu. Gólfið hafði verið lagt smálimi, sem nú var orðið fært saman í smáhryggi og sums staðar stigið niður í dældir. Byssa og skotfæri hékk á snaga við fóta- gaflinn á rúmi sjúklingsins. Það hafði stundum verið eini bjargvætt- urinn þeirra þarna á sléttunum —■ Það eina, sem hélt í þeim lífinu. En nú var ekki um slíkt að tala. Forði sá, sem fyrir var í kofanum fyrir nokkru síðan, var nú langt kominn, mikið til eyddur, og ekkert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.