Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 107

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 107
UTAN AF SLÉTTUNNI 89 þau. Skógarbeltið sýndist svo und- arlega svart, þar sem það bar við öskugrátt hríðarloftið yfir því, og þau heyrðu hvað það hvein í trján- um og sáu hve þau réru til og sjór- inn, sem hafði sest í þau í logninu, hrundi nú niður í stórum flyksum og gaus svo upp í hvítum mekki nailli trjáanna. — Ó, en svo voðalega kalt, og þau flýttu sér inn. „Hvar skyldu fuglarnir vera í svona veðri?“ spurði drengurinn systur sína. „Þeir eru í skóginum“, svarar hún og þóttist meiri en hann, af því hún vissi þetta. Og þau áttu skóg þarna við rúmgaflinn — en ekki fuglana. Ef þau hefðu fugla til þess að sitja í trénu þeirra, þá væri það líkt skóginum úti og fuglunum, sem kúrðu þar í vonda veðrinu. Þá mundu þau eftir gamla mynda- bókarræflinum, og þau kliptu úr henni alla fuglana og tréð þeirra varð þakið af þeim. Þarna sátu þeir næstum á hverri grein, gulir, grænir, rauðir og bláir, og altaf voru þeir að fljúga niður úr trénu, °g altaf þurfti að setja þá upp aftur, °g þeir, sem þaulsætnastir voru, urðu uppáhaldsfuglarnir. — Það fór að húma. Faðirinn horfði á leik barnanna og hlustaði á samtalið. Svona hafði hann í bernsku leikið sér. En aldrei hafði hann hrept það, sem hann þráði. Æskan varð honum köld og tilbreytingarlaus eins og sléttan þarna, og fullorðinsárin framhald af því. Hann hafði þó átt sterka lífs- löngun og þrá. Búið sér til heim, svo- htinn, inniluktan heim inn í huga sínum, svo hann gæti stöku sinnum hvarflað þangað og fundið sjálfan sig. Það var trygging fyrir því, að hann týndist ekki algerlega. Þessi heimur var nú reyndar nokkuð þokukendur, en sú þoka var fögur á að líta, sólgyllt þoka, dúnmjúk huliðsheimaþoka, þoka ímyndunar- eiginleikans. Þessi heimur hans og hugmyndin um virkilegan heim — Vesturheiminn, hafði runnið saman á dularfullan og rósaman hátt. Og löngunin að komast þangað varð að settu marki. Og nú var því náð. Þau voru nú komin til Ameríku. En það var ekki sú Ameríka, sem hann hafði hugsað um, lesið um. Hér var ljótt og leiðinlegt. Óend- anleg flatneskjan, alls staðar eins, engin tilbreyting nema smábýli með löngu millibili og skógbelti hér og þar. En svo hafði hann nú í raun- inni ekki farið til Ameríku til þess að horfa á fagurt landslag og dást að því, heldur til þess að bæta kjör sín og sinna. Nú var hugmyndin um fegurðar- landið góða dauð og grafin og vonin um framtíðina sýkt, og hann sá greinilega á henni feigðarmörkin. Hann vissi að vísu, að þarna var mögulegt að hafa sig áfram með heilsu og nógum kjarki, en þó svo, að eitthvað væri til þess að byrja með. Og nú kom hann að sjálfum sér. Þarna var hann nú ófær til alls, liggjandi veikur í rúminu. Alls- leysið alt í kring, veturinn, skamm- degið og kuldinn. En ábyrgðin! Hún tók út yfir hitt — ábyrgðin, sem á honum lá. Að hafa stofnað konu og börnum í þetta volæðislíf. Vera búinn að flytja þau út í þessa eyði-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.