Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 107
UTAN AF SLÉTTUNNI
89
þau. Skógarbeltið sýndist svo und-
arlega svart, þar sem það bar við
öskugrátt hríðarloftið yfir því, og
þau heyrðu hvað það hvein í trján-
um og sáu hve þau réru til og sjór-
inn, sem hafði sest í þau í logninu,
hrundi nú niður í stórum flyksum
og gaus svo upp í hvítum mekki
nailli trjáanna. — Ó, en svo voðalega
kalt, og þau flýttu sér inn.
„Hvar skyldu fuglarnir vera í
svona veðri?“ spurði drengurinn
systur sína.
„Þeir eru í skóginum“, svarar hún
og þóttist meiri en hann, af því hún
vissi þetta. Og þau áttu skóg þarna
við rúmgaflinn — en ekki fuglana.
Ef þau hefðu fugla til þess að sitja
í trénu þeirra, þá væri það líkt
skóginum úti og fuglunum, sem
kúrðu þar í vonda veðrinu. Þá
mundu þau eftir gamla mynda-
bókarræflinum, og þau kliptu úr
henni alla fuglana og tréð þeirra
varð þakið af þeim. Þarna sátu
þeir næstum á hverri grein, gulir,
grænir, rauðir og bláir, og altaf
voru þeir að fljúga niður úr trénu,
°g altaf þurfti að setja þá upp aftur,
°g þeir, sem þaulsætnastir voru,
urðu uppáhaldsfuglarnir. — Það fór
að húma.
Faðirinn horfði á leik barnanna og
hlustaði á samtalið.
Svona hafði hann í bernsku leikið
sér. En aldrei hafði hann hrept það,
sem hann þráði. Æskan varð honum
köld og tilbreytingarlaus eins og
sléttan þarna, og fullorðinsárin
framhald af því.
Hann hafði þó átt sterka lífs-
löngun og þrá. Búið sér til heim, svo-
htinn, inniluktan heim inn í huga
sínum, svo hann gæti stöku sinnum
hvarflað þangað og fundið sjálfan
sig. Það var trygging fyrir því, að
hann týndist ekki algerlega. Þessi
heimur var nú reyndar nokkuð
þokukendur, en sú þoka var fögur
á að líta, sólgyllt þoka, dúnmjúk
huliðsheimaþoka, þoka ímyndunar-
eiginleikans. Þessi heimur hans og
hugmyndin um virkilegan heim —
Vesturheiminn, hafði runnið saman
á dularfullan og rósaman hátt. Og
löngunin að komast þangað varð að
settu marki. Og nú var því náð.
Þau voru nú komin til Ameríku. En
það var ekki sú Ameríka, sem hann
hafði hugsað um, lesið um.
Hér var ljótt og leiðinlegt. Óend-
anleg flatneskjan, alls staðar eins,
engin tilbreyting nema smábýli með
löngu millibili og skógbelti hér og
þar. En svo hafði hann nú í raun-
inni ekki farið til Ameríku til þess
að horfa á fagurt landslag og dást
að því, heldur til þess að bæta kjör
sín og sinna.
Nú var hugmyndin um fegurðar-
landið góða dauð og grafin og vonin
um framtíðina sýkt, og hann sá
greinilega á henni feigðarmörkin.
Hann vissi að vísu, að þarna var
mögulegt að hafa sig áfram með
heilsu og nógum kjarki, en þó svo,
að eitthvað væri til þess að byrja
með. Og nú kom hann að sjálfum
sér. Þarna var hann nú ófær til alls,
liggjandi veikur í rúminu. Alls-
leysið alt í kring, veturinn, skamm-
degið og kuldinn. En ábyrgðin! Hún
tók út yfir hitt — ábyrgðin, sem á
honum lá. Að hafa stofnað konu og
börnum í þetta volæðislíf. Vera
búinn að flytja þau út í þessa eyði-