Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 109
UTAN AF SLÉTTUNNI
91
fyrir henni. Hún sá þau þar heima,
hve óþreyjufull þau biðu eftir henni.
Mikið óskaði hún að vera komin
heim, — heim með þetta, sem hún
haíði meðferðis. Hún hélt áfram.
Hún var ekkert smeyk meðan hún
gat haldið við veginn.
Pokinn fanst henni vera farinn
að þyngjast að mun. Henni voru líka
svo sárar axlirnar; hún varð að
hafa axlaskipti með pokann og snúa
sér undan í mestu byljunum til þess
að ná andanum og strjúka snjóinn
frá augunum, sem sezt hafði í
augnahárin. Hún giskaði á, að nú
væri vel hálfnað heim. Þannig hélt
hún áfram um stund. Hún athugaði
vandlega hvort ekki sæi hún tréð,
þar sem hún varð að yfirgefa veginn
°g ná götuslóðanum út á sléttuna,
því að henni fanst að hún færi nú
að nálgast þann stað. Þarna sá hún
það. Þarna stóð það vindblásið og
grátt með fúaskellur á bolnum og
feygði bera greinastúfana út í hríð-
ina. Það stóð þarna eitt eftir. Það
hafði orðið lífseigast af öllum trján-
um, sem þar höfðu verið. Það stóð
þarna til að vísa veginn. Það var
eins og hafnsögumaður á þessum
fannasjó. Þarna í hlé við það mótaði
fyrir götuslóðanum, en þegar frá
dró var hann gjörsamlega fenntur
í kaf.
Hvað var nú til bragðs að taka.
Henni datt í hug að grafa pokann í
fönn hjá trénu og vitja hans síðar.
Henni gengi betur að hafa sig áfram
iausri og hún var orðin svo þreytt.
En henni fanst hún ekki geta komið
heim allslaus, af því það væru nú
jólin. Og hún hélt áfram.
Nú hafði hún storminn á hlið og
stóð hann í pokann, svo hann var
henni erfiðari en áður, og þarna
var færðin hálfu verri en á veginum.
Hún fann það, að hún var ekki á
slóðinni, en hún hélt að hún væri
nálægt henni. Og í rétta átt gekk
hún, það vissi hún af veðurstöðunni.
Reyndar fanst henni að hún færi
meira undan veðrinu, en þegar hún
tók stefnuna frá trénu. Hún var að
verða verulega lúin. Hún varð að
stanza og kasta mæðinni, bara ofur-
lítið, og henni fanst sig sárlanga
til þess að setja sig niður, og hún
settist á pokann og horfði út á ill-
viðris auðnina, þetta ægilega haf
frosts og fanna. Og þarna einhvers
staðar, hún gat ekki bent á neinn
algerlega vissan stað, var alt það,
sem henni hafði nokkurn tíma verið
kært, einu manneskjurnar, sem nú
myndu í alvöru hugsa til sín, vænta
sín og vonast eftir sér, þrá að sjá
sig. Og henni fanst hún hafa átt
mikið og hún átti það enn. Hún
fann nautn í þeirri hugsun þarna í
gaddinum og svo því, að hún var að
gera það bezta, sem hún, eftir sínu
viti og kröftum, megnaði.
Hún bað fyrir sér og þeim, sem
heima biðu. Stóð svo upp og lagði
á stað.
Það hafði sett að henni við þessa
dvöl. Það flaug um hana hrollur og
hún var ákaflega stirð. Nú fanst
henni að stormurinn standa af
öfugri átt við það sem áður var, og
hún stansaði til þess að átta sig.
En hún gat ekki með nokkru móti
gert sér grein fyrir því, úr hvaða
átt hún hafði komið. Hún var orðin
áttavilt. Henni fanst það vera eins
og hún hefði dottið ofan úr loftinu.