Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 109

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 109
UTAN AF SLÉTTUNNI 91 fyrir henni. Hún sá þau þar heima, hve óþreyjufull þau biðu eftir henni. Mikið óskaði hún að vera komin heim, — heim með þetta, sem hún haíði meðferðis. Hún hélt áfram. Hún var ekkert smeyk meðan hún gat haldið við veginn. Pokinn fanst henni vera farinn að þyngjast að mun. Henni voru líka svo sárar axlirnar; hún varð að hafa axlaskipti með pokann og snúa sér undan í mestu byljunum til þess að ná andanum og strjúka snjóinn frá augunum, sem sezt hafði í augnahárin. Hún giskaði á, að nú væri vel hálfnað heim. Þannig hélt hún áfram um stund. Hún athugaði vandlega hvort ekki sæi hún tréð, þar sem hún varð að yfirgefa veginn °g ná götuslóðanum út á sléttuna, því að henni fanst að hún færi nú að nálgast þann stað. Þarna sá hún það. Þarna stóð það vindblásið og grátt með fúaskellur á bolnum og feygði bera greinastúfana út í hríð- ina. Það stóð þarna eitt eftir. Það hafði orðið lífseigast af öllum trján- um, sem þar höfðu verið. Það stóð þarna til að vísa veginn. Það var eins og hafnsögumaður á þessum fannasjó. Þarna í hlé við það mótaði fyrir götuslóðanum, en þegar frá dró var hann gjörsamlega fenntur í kaf. Hvað var nú til bragðs að taka. Henni datt í hug að grafa pokann í fönn hjá trénu og vitja hans síðar. Henni gengi betur að hafa sig áfram iausri og hún var orðin svo þreytt. En henni fanst hún ekki geta komið heim allslaus, af því það væru nú jólin. Og hún hélt áfram. Nú hafði hún storminn á hlið og stóð hann í pokann, svo hann var henni erfiðari en áður, og þarna var færðin hálfu verri en á veginum. Hún fann það, að hún var ekki á slóðinni, en hún hélt að hún væri nálægt henni. Og í rétta átt gekk hún, það vissi hún af veðurstöðunni. Reyndar fanst henni að hún færi meira undan veðrinu, en þegar hún tók stefnuna frá trénu. Hún var að verða verulega lúin. Hún varð að stanza og kasta mæðinni, bara ofur- lítið, og henni fanst sig sárlanga til þess að setja sig niður, og hún settist á pokann og horfði út á ill- viðris auðnina, þetta ægilega haf frosts og fanna. Og þarna einhvers staðar, hún gat ekki bent á neinn algerlega vissan stað, var alt það, sem henni hafði nokkurn tíma verið kært, einu manneskjurnar, sem nú myndu í alvöru hugsa til sín, vænta sín og vonast eftir sér, þrá að sjá sig. Og henni fanst hún hafa átt mikið og hún átti það enn. Hún fann nautn í þeirri hugsun þarna í gaddinum og svo því, að hún var að gera það bezta, sem hún, eftir sínu viti og kröftum, megnaði. Hún bað fyrir sér og þeim, sem heima biðu. Stóð svo upp og lagði á stað. Það hafði sett að henni við þessa dvöl. Það flaug um hana hrollur og hún var ákaflega stirð. Nú fanst henni að stormurinn standa af öfugri átt við það sem áður var, og hún stansaði til þess að átta sig. En hún gat ekki með nokkru móti gert sér grein fyrir því, úr hvaða átt hún hafði komið. Hún var orðin áttavilt. Henni fanst það vera eins og hún hefði dottið ofan úr loftinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.