Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 110

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 110
92 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Hún var sjálfsagt orðin vilt, ramm- vilt. Bezt myndi þó vera að ganga í lengstu lög til þess að halda í sér lífinu. Framundan sér sýndist henni eins og grylla í svartan vegg, þá var ofurlítið hlé milli bylja. Hana var farið að syfja. Það lagðist á hana svo dæmalaust sætur svefn- höfgi, en hún hratt honum frá sér, setti hönd fyrir augu, stansaði og litaðist um. Þarna var eitthvað svart, það bar svo greinilega annan lit en sléttan og hríðarloftið, en það var ómögulegt að sjá hvað þetta var. Hún áleit eftir tímanum að dæma, að hún hefði átt að vera komin heim fyrir all-löngu, ef hún hefði verið á réttri leið. Einmana stóð hún nú þarna og horfði í kringum sig. Þar var ekk- ert, sem hún gæti glöggvað sig á. Hríðin og nóttin umhverfis hvert sem litið var og nú skall aftur saman og þetta dökka, sem hún sá hvarf algerlega. Snjórokurnar dundu á henni, fleygðust fram hjá henni út í nóttina og auðnina. Sinustráin beygðust niður að snjónum undan vindinum, réttu sig við og tóku mikil bakföll. Hún stefndi nú í áttina þangað, sem hún hafði séð sortan. Alt í einu birti og reif til í loftinu, svo hún sá greinilega að þetta, sem hún hafði séð, var skógur. Hjartað sló hraðar og augun fylltust tárum. Hún lofaði guð. Þarna var þó skjól. IV. Heima var búið að kveikja og var Ijós sett í gluggann ,ef ske kynni, þó ólíklegt væri, að hún hefði lagt út í þetta veður. En ekki náði birtan af því langt út fyrir vegginn. En þetta var alt, sem þeim var mögu- legt að gera. Óvissan um það, hvar hún væri þessa vetrarnótt, ásótti sjúklinginn. Var hún að berjast alein um hánótt í stórhríð úti á eyðisléttunni við dauðann þessa jólanótt, eða hafði hún ekki lagt af stað, þegar hún sá, hvernig veðrið var, og væri nú hlý og notaleg kyr á gistihúsinu. Honum fanst einhver undarlegur beigur í sér og þegar hann heyrði í byljunum snjóinn slást að hurðinni, heyrðist honum eitthvert undarlegt hvísl í rokunum og köldum svita sló út um hann. Hann taldi börnun- um trú um það, að móðir þeirra kæmi heim, þegar veðrið yrði betra. Þeim heyrðist einhver dynkur við dyrnar. Þau heyrðu það öll. Börnin hrópuðu upp: „Nú kemur mamma!“ Þau hlupu til og opnuðu. Faðirinn reis upp við olnboga og horfði til dyra. Snjórykið þyrlaðist inn, hvítur, kaldur mökkur og súg- inn lagði inn að rúminu. Þetta var bara hurðin, hún hafði eitthvað gjökt til í grópinu í einni vind- hviðunni. Fögnuðurin dó, öllu sló aftur í þögn. Faðirinn hallaði sér aftur út af, ljósið blakti við trekk strokunnar í glugganum. Það heyrðist aftur dynkur, en það var bara hurðin eins og áður, og ekki var opnað aftur. Hún kom ekki. Döpur var þessi jólanótt. Varla gat hún ömurlegri verið. En nú kom hinn velkomni gestur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.