Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 114

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 114
96 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA smíðisgripir en innblásinn skáld- skapur, að vísu ekki óhaglega gerð- ir, en láta lesandann að mestu ósnortinn. Síðari helmingur bókarinnar eru þýdd kvæði úr ensku máli. Stærst er Agnesarmessukvöld eftir John Keats, 42 níu stefja erindi, þá eru og tvö kvæði eftir Robert Browning, fjögur eftir írska skáldið Thomas Moore, sem menn nú á dögum muna helst eftir fyrir írsku söngvana (Irish Melodies), sem hann safnaði lögunum að og orti við kvæðin. Flestar þýðingarnar (6 kvæði) eru eftir William Butler Yeats, sem tal- inn er af mörgum merkasta ljóð- skáld íra, a. m. k. á seinni tíð. Hann hlaut Nobels verðlaunin 1923, en er nú dáinn fyrir nokkrum árum. Hann er oft lítt skiljanlegur öðrum en þeim sem þekkja þjóðsagnir og hugsunarhátt írsku þjóðarinnar, enda gjörir þýðandi ráð fyrir því og skrifar aftast í bókina skýringar við kvæðin. Heilmikil vakningar alda hefir risið á seinni tíð heima um írska þjóð og írska menningu, sem gengur næst írafári, en ekki á það við um þessi ljóð eða þýðingar. ÍSLENSKT PRENTARATAL 1530—1950 Þessi bók er gefin út af Hinu ís- lenska prentarafélagi og er bæði falleg bók og eiguleg — pappír, myndir, prentun og band hið snyrti- legasta og besta. Skrásetninguna hefir gert Ari Gíslason, kennari og ættfræðingur. Hann skrifaði og for- málann, og inngang allítarlegan um prentsmiðjur landsins frá upphafi vegar. Þá er bókinni skift í nokkra kafla, og er það líklega heppilegast, ef vel hefði tekist. Ég, sem þetta rita, átti hlut að söfnun vestur-íslensku prentaranna, og var það að vonum smáskörðótt, þar sem ég ekki átti aðgang að kirkjubókum eða öðrum íslenskum fræðiritum. Þakka ég því skrásetj- ara fyrir auknar ættfærslur og fáein ártöl, sem ófáanleg voru hér vestra. En eitt get ég ekki látið óátalið. Fyrir einhverjar ástæður, mér lítt skiljanlegar, hafa allmargir vestur- íslensku prentararnir verið fluttir inn í heimalands skrána. Á ég þar þó ekki við neina þá, sem hér störfuðu eða lærðu og fluttu svo alfari til föðurlandsins, því af ásettu ráði sleppti ég þeim öllum úr minni skrá. Ég á við þá, sem unnið hafa hér og búið langvistum, og grafnir eru í vestrænni mold. Nefni ég þar til Jóhannes Vigfússon, Jón Hannesson, Magnús Pétursson, Stefán Pétursson, Jón Tómasson og Svein Oddsson. Allir lifðu þeir um, eða langt yfir, helming ævinnar í þessu landi, voru Kanada-borgarar og dóu hér, að frátöldum hinum síðastnefnda, Sveini Oddssyni. Hann er nú yfir sjötugt og hefir starfað og átt hér heima um fimmtíu ár, og mun að líkindum bera beinin hér vestra. Þó að þeim máttarvöldum, sem hér áttu hlut að máli, hafi fund- ist þessi ráðstöfun viturleg eða óhjá- kvæmileg, mátti ekki til minna ætlast, en að nöfn þessara manna væru skrásett í réttri stafrófsröð í Vesturheims listanum með tilvísun til blaðsíðutals á hinum, t. d. Magnús Pétursson, sjá bls. 86, Sveinn Oddsson, sjá bls. 107, o. s. frv. Einhverjar villur hafa víst slæðst inn, eins og gengur og gerist, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.