Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 114
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
smíðisgripir en innblásinn skáld-
skapur, að vísu ekki óhaglega gerð-
ir, en láta lesandann að mestu
ósnortinn.
Síðari helmingur bókarinnar eru
þýdd kvæði úr ensku máli. Stærst
er Agnesarmessukvöld eftir John
Keats, 42 níu stefja erindi, þá eru
og tvö kvæði eftir Robert Browning,
fjögur eftir írska skáldið Thomas
Moore, sem menn nú á dögum muna
helst eftir fyrir írsku söngvana
(Irish Melodies), sem hann safnaði
lögunum að og orti við kvæðin.
Flestar þýðingarnar (6 kvæði) eru
eftir William Butler Yeats, sem tal-
inn er af mörgum merkasta ljóð-
skáld íra, a. m. k. á seinni tíð. Hann
hlaut Nobels verðlaunin 1923, en er
nú dáinn fyrir nokkrum árum. Hann
er oft lítt skiljanlegur öðrum en
þeim sem þekkja þjóðsagnir og
hugsunarhátt írsku þjóðarinnar,
enda gjörir þýðandi ráð fyrir því og
skrifar aftast í bókina skýringar við
kvæðin. Heilmikil vakningar alda
hefir risið á seinni tíð heima um
írska þjóð og írska menningu, sem
gengur næst írafári, en ekki á það
við um þessi ljóð eða þýðingar.
ÍSLENSKT PRENTARATAL
1530—1950
Þessi bók er gefin út af Hinu ís-
lenska prentarafélagi og er bæði
falleg bók og eiguleg — pappír,
myndir, prentun og band hið snyrti-
legasta og besta. Skrásetninguna
hefir gert Ari Gíslason, kennari og
ættfræðingur. Hann skrifaði og for-
málann, og inngang allítarlegan um
prentsmiðjur landsins frá upphafi
vegar. Þá er bókinni skift í nokkra
kafla, og er það líklega heppilegast,
ef vel hefði tekist.
Ég, sem þetta rita, átti hlut að
söfnun vestur-íslensku prentaranna,
og var það að vonum smáskörðótt,
þar sem ég ekki átti aðgang að
kirkjubókum eða öðrum íslenskum
fræðiritum. Þakka ég því skrásetj-
ara fyrir auknar ættfærslur og fáein
ártöl, sem ófáanleg voru hér vestra.
En eitt get ég ekki látið óátalið.
Fyrir einhverjar ástæður, mér lítt
skiljanlegar, hafa allmargir vestur-
íslensku prentararnir verið fluttir
inn í heimalands skrána. Á ég þar
þó ekki við neina þá, sem hér
störfuðu eða lærðu og fluttu svo
alfari til föðurlandsins, því af
ásettu ráði sleppti ég þeim öllum úr
minni skrá. Ég á við þá, sem unnið
hafa hér og búið langvistum, og
grafnir eru í vestrænni mold. Nefni
ég þar til Jóhannes Vigfússon, Jón
Hannesson, Magnús Pétursson,
Stefán Pétursson, Jón Tómasson og
Svein Oddsson. Allir lifðu þeir um,
eða langt yfir, helming ævinnar í
þessu landi, voru Kanada-borgarar
og dóu hér, að frátöldum hinum
síðastnefnda, Sveini Oddssyni. Hann
er nú yfir sjötugt og hefir starfað og
átt hér heima um fimmtíu ár, og
mun að líkindum bera beinin hér
vestra. Þó að þeim máttarvöldum,
sem hér áttu hlut að máli, hafi fund-
ist þessi ráðstöfun viturleg eða óhjá-
kvæmileg, mátti ekki til minna
ætlast, en að nöfn þessara manna
væru skrásett í réttri stafrófsröð í
Vesturheims listanum með tilvísun
til blaðsíðutals á hinum, t. d.
Magnús Pétursson, sjá bls. 86,
Sveinn Oddsson, sjá bls. 107,
o. s. frv.
Einhverjar villur hafa víst slæðst
inn, eins og gengur og gerist, og