Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 120
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Glenboro skrifaöi 31. okt. s.l., í tilefni af
fráfalli hans: „Hann kom fullorBinn frá
Islandi, og hann baröist drengilega til
mennta og frama. Hann hefir unnitS stórt
dagsverk; hann var fjölhæfur drengskap-
armaður og þjóörækinn". Þjóöræknis-
félagiö saknar séra Egils úr hópi starfs-
manna sinna og vottar ekkju hans og
sonum innilega samúö.
Annar fyrrverandi meölimur stjórnar-
nefndar félagsins, hr. Ásmundur Pétur
Jóhannsson, lézt einnig síöla á árinu.
Hann var, sem kunnugt er, einn af stofn-
endum félagsins, embættismaöur þess um
fjöida ára og einn hinn ötulasti styrktar-
maöur þess á allan hátt. Forseti hefir
skrifað fáein minningarorö um þennan
ágæta starfsmann í Tímarit félagsins, sem
nú er nýprentað. Skal því ekki fjölyrt um
hann hér umfram það að segja, að Ás-
mundar mun minnst eins lengi og þetta
félag vort er við liði. Hann var bygginga-
meistari í meira en einu tilliti. Hann lagði
drjúgan skerf I byggingu þessa félags, og
var um allt hinn mesti sæmdarmaður.
Þjóðræknisfélagið þakkar störf hans og
mun jafnan halda minningu hans í heiðri.
Þá var að Þjóðræknisfélaginu harmur
kveðinn við hið óvænta fráfall Herra
Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups yfir Is-
landi og forseta Þjóðræknisfélags Islend-
inga I Reykjavik; var hann einnig heiðurs-
meðlimur félags vors. Þrátt fyrir fjarlægð-
ina var hann oss jafnan nálægur í anda
og hann hafði vakandi áhuga á störfum
vorum. Heimsólcn hans til vor I tilefni
af 25 ára afmæli þessa félags verður oss
flestum, sem kynntumst honum, ógleym-
anleg. Fjölmargir Vestur-íslendingar, sem
heimsóttu ættjörðina f biskupstið hans,
nutu margvíslegrar fyrirgreiðslu og gest-
risni á hinu glæsilega heimili hans og frú
Guðrúnar að Gimli í Reykjavík. Sem for-
seti Þjóðræknisfélags íslendinga, og sem
heiðursmeðlimur vor, stóð hann I nánu
sambandi við oss hér vestra og sendi oss
kveðjur og uppörfunarorð við ýmis tæki-
færi. Forseti sendi fjölskyldu hans sam-
úðarskeyti f tilefni af fráfalli hans; þingið
mun þakka honum störf hans og biður
ástvinum hans blessunar.
Aðrir meðlimir félagsins, sem látist hafa
á árinu, og forseta er kunnugt um, eru
þessir: Jóhannes Sveinsson, Inglewood,
Cal.; Sigurður Sigurðsson, Calgary; Finn-
bogi Hjálmarsson, Vancouver; Magnús
Brandson, Winnipeg; Trausti ísfeld, Sel-
kirk; Ágúst Magnússon, Lundar; Kristján
Kristjánsson, Eyford, N.D.; Mrs. Kristján
G. Kristjánsson, Eyford, N.D.; Jóhannes
Pétursson, Winnipeg; Þorlákur Nelson,
Lundar: Jón Sigurðsson, Gimli; Eggert
Devy, Ósum; Guðmundur Þorsteinsson,
Winnipeg; Þorsteinn Sveinsson, Winnipeg;
Valdimar Jóhannesson, Árborg; Guðjón
Friðriksson, Selkirk; Mrs. G. S. Paulson
og Mrs. B. Mýrdal, Argylebyggð; Jóhann
Kárason, Guðrfður Eiríksson, Hannes
Kristjánsson og María Frederick, Seattle.
Ungfrú Margrét Pétursson, vara-féhirðir
félagsins, sem tók sæti I stjórnarnefndinni
á síðasta þingi, veiktist s.l. sumar og hefir
verið frá störfum urn all-langt skeið. Hún
var ötul, ósérhlífin og mjög samvizkusöm
I nefndarstörfum sínum sem öðrurn verk-
um. Þingið óskar henni heilsubótar og
langra lífdaga.
Tveir meðlimir stjórnarnefndar voru
fjarverandi um skeið, þeir prófessor í'inn-
bogi Guðmundsson, vara-skrifari, og vara-
fjármálaritari, ólafur Hallsson, kaupmað-
ur. Fjarvera þeirra reyndist þó nefndinni
og félaginu ávinningur, fremur en áfall.
Þeir voru, sem kunnugt er, í íslandsferð
og rálcu þeir þar ýmisleg erindi fyrir fé-
lagið, svo sem síðar mun vikið að.
Vér erum ekki saman komin hér til
þess eins að telja harma vora, eða til
þess að núa höndum saman I örvæntingu
og uppgjöf. Vonbrigði steðja að félags-
samtökum sem einstökum mönnum, vinir
berast burt á straumi tímans, en lífið og
starfið kalla sem fyrr. Lítil eru þá geð
guma ef nú skal heykjast, og lítil virðing
er minningu horfinna starfsmanna sýnd
með uppgjafarnöldri og bölsýni.
Hvað hefir þá gerzt?
1 stuttu máli hefir það gerzt, að félag
þetta er enn til eftir 35 ára starf, og að
það heldur enn f horfinu. Ef til vill er
það furðuverkið mesta, eða svo mun þeim
sennilega þykja, sem í upphafi spáðu þessu
félagi bráðum dauða. Félagið hefir haldið í
horfinu, sagði ég. En hvert er þá við-
horfið ? Það er tvíþætt og þeir þættir svo
samantvinnaðir, að oft er erfitt að gera
greinarmun á þeim. Annars vegar horfum
vér til austurs, — til Islands; hins vegar
horfum vér á umhverfi sjálfra vor.
Sambandið við ísland er þessu félagi
lífsnauðsyn. Ef það rofnar, er oss hætta
búin. Þessu sambandi er haldið við með
ýmsu móti, með gagnkvæmum heim-
sóknum, með bókum og blöðum, og með
útvarpi og myndum. Allt þetta hefir komið
mjög til greina á umliðnu ári.
öllum er enn í fersku minni hópferðin
mikla, sem prófessor Finnbogi Guðmunds-
son efndi til og veitti forstöðu á s.l. sumri-
Með þeirri ferð má vonandi segja að haíi
orðið þáttaskipti í samfélagi heimaþjóðar-
innar og Vestur-íslendinga. Aldrei hefir
jafn stór hópur manna farið til íslands á
jafn skömmum tíma. Viðtökur voru hinar
ágætustu, og ferðin öll frábærlega hress-
andi og fróðleg, að sögn þeirra, sem tóku
þátt f henni, en það voru I allt 38 manns,
28 frá Canada og 10 víðsvegar að ár
Bandaríkjunum. Mjög er það æskílegt, að
framhald geti orðið á slfkum hópferðum,