Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFJÉLAGS ÍSLENDINGA sinti pósthússtörfum, var út séð um, að hún kæmist til Winnipeg, til að manna sig. Hún hugsaði til Símoníu á Ánastöðum, sem aldrei hafði farið að heiman, og enginn piltur leit við, og hrylti við, að hún, dóttir Frí- manns friðdómara, kaupmanns og póstmeistara ætti kannske eftir að verða piparmey. — Þennan aðfangadag kunni Magga því vel að vera verzlunarstýra. Ekkert var að gera ,nema hlusta á hóp piltanna, sem biðu eftir póst- sleðanum. Hans var von á hverri stundu, hlöðnum herskara ung- meyja, sem sóttu heim foreldra og vini í jólafríinu. Allir beztu öku- kostir Strandarinnar voru til taks, að þeysa þeim heim til sín. Gæðing- arnir stóðu bundnir í röð framan við búðina, því veðrið var milt, og tók ekki að hýsa þá. Aðeins hann Sigvaldi í Sefi hafði haft fyrir því. Honum munaði ekki um að svala sérvizkunni á því, að borga Frí- manni nokkur sent fyrir að hýsa klárana tvo—þrjá tíma. Ekki span- deraði hann peningum í annan óþarfa. Svo kannske þoldu þessi hlaupadýr hans ekki kulið. Þetta voru sérstakar kynbótaskepnur, ó- líkar öðrum hrossum, og aðeins til léttikeyrslu. Aldrei höfðu þeir sézt ganga fyrir öðru ökutæki en Eaton- sleðanum, svartgljáandi og rósum skrýddur, sem nú stóð þarna í allri sinni dýrð, fullur af loðfeldum, og undir þeim fóta-ofn. Það höfðu menn séð með eigin augum. Það var nú sér á parti, að Sigvaldi skyldi kaupa annan eins óþarfa, og þeysa um Ströndina, svo bjöllukliðurinn bergmálaði um skóginn, eins og hann væri enskur ríkisbokki; en að koma þannig útbúinn og spari- klæddur til að sækja póstinn ofan á Eyrina, var enn furðulegra. Þá ferð fór hann vanalega gangandi, í hvers- dagsfötunum. Öllum þeim stúlkum, sem von var á, hafði verið áætluð keyrsla heim til sín. Og aldrei hafði sézt kvenmaður keyra með honum- Vænti hann karlkyns farþega, mátti sá vera meiri bölvuð veimiltítan, þyrfti hann felds og fótaofns með, í frostlausu veðri . . . Sigvaldi sat á naglakjagga aftast í búðinni og las í tímariti, sem hann hafði dregið upp úr loðkápuvasa sínum. Hann einn átti svar upp á allar þær spurn- ingar, sem þetta tiltæki hans vakti. Ekki var hægt að ræða málið 1 viðurvist hans, og því síður spyrj3 hann beint út, hvers hann vsenti með póstsleðanum. Það var einka- mál hans; og maður fór ekki að rekja garnirnar úr sveitaroddvitan- um, manni, sem líklegur þótti til, að verða einhvern tíma kosinn a þing. Allir vissu líka, að frá barn- dómi hafði Sigvaldi verið svo dulur og þagmælskur um sína hagi °£ annara, að þegar hann var í barna- skólanum varð hann hvorki ertur né píndur til sagna um það, sem hann vildi dylja. Fyrir það og aðra cmannblendni varð hann útundan meðal skólasystkina sinna. Þau upp' nefndu hann Sigvalda þögla, drumb- inn, fýlupokann, og hann varð þeim aidrei svo náinn, að vera kallaðu1" Valdi. Jafnvel uppeldissystir hans, Dísa á Skarði, nefndi hann Sigva^a’ nema þegar þau voru tvö ein • • Nú var fullt nafn hans virðingar merki . . . Svo var guði fyrir a þakka, og Siggu á Súlum, að maðar gat gert skynsamlegar ágizkanir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.