Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Bréf, og í stærra lagi og registerað,“
og rétti Sigvalda úttroðið umslag.
Hann kvittaði fyrir það með undir-
skrift sinni, bauð póstmeistaranum
gleðileg jól og fór út í hesthús. Á
leiðinni mætti hann Birni á Valla-
völlum. „Mætti ég sitja í sleðanum
með þér heim til mín?“ — „Já, vel-
komið, Björn minn.“ — „Ég þarf að
tala nokkur orð við hann Frímann;
en það tekur mig ekki lengi.“ —
„Hafðu alla þína hentisemi. Ekkert
liggur á. Ég skal bíða þín í hest-
húsinu.“ — í klefa á hlið við dyrnar
var rúm fyrir aktygi og kornfóður.
Þar var lukt, og á henni kveikti Sig-
valdi, settist í baklausan stólræfil
og las bréfið . . .
II
Þegar Sigvaldi slæddist inn á
Ströndina með Skarðshjónunum,
var hann á sjöunda árinu. Faðir
hans, bláfátækur sjómaður, hafði
druknað í fiskiróðri, og lá ekki ann-
að fyrir ekkjunni en fara á sveit-
ina. En fyrir hagsýni eða hjarta-
gæzku hreppsnefndarinnar var hún
og drengurinn styrkt til vesturfarar.
Á hafinu veiktist hún svo hastar-
lega, að hálærður skipslæknir fékk
ekkert að gert, og því síður Hansi
hómópati, einn af vesturförunum.
Hafði hann þó orð á sér fyrir að
vera heppinn læknir. En, eins og
hann sagði, var nógu bölvað að fást
við illkynja sjúkdóma á landi, hvað
þá út á regin hafi, þar sem sjóveikin
bættist ofan á alt annað. Og þegar
sjúklingurinn dó, sættu allir sig við
það, allir nema Sigvaldi litli. Hann
skildi hvorki rök guðs né lækna og
grét óaflátanlega, í hljóði og á laun,
fyndi hann felustað. Aðeins þegar
hann sá móður sinni varpað í sjó-
inn, grét hann upphátt, en stalst
brátt út úr mannþrönginni. Var of
mikið barn til að láta huggast við
hátíðleik og guðrækni, sem kristi-
legar útfarir hafa í för með sér. At-
höfninni stýrði séra Símon, korn-
ungur og nývígður tilvonandi sálu-
sorgari íslenzkra emigranta í Amer-
íku. Dáðust allir að, hversu vel
honum fórst svo sjaldgæft prests-
verk úr hendi, annar eins viðvan-
ingur og hann var, og undir kring-
umstæðunum. Og var síðar meir
haft eftir Hansa hómópata, að j avð'
arfarir út á regin hafi mundu lftt
handhægari en lækningar; hefði
hann þó ekki orðið þarna fyrir
minni andans lyfting, en þá hann
sat undir ræðu biskups, í dom-
kirkjunni í Reykjavík. Enda var
hærra undir loft í himinblámanum,
en dómkirkjunni. Sólin helti gelSh
um sínum yfir lygnan sjóinn svo
manni lá við ofbirtu eftir lestaT'
vistina, og á skáldlegu guðsorðama 1
útlistaði séra Símon hvíldina eilífu
og sælu himnaríkis á þann hátt, a
veðrið og umhverfið misti allan
veruleik og varð andlegs eðhs-
Konur grétu, ekki af söknuði yíir
hinni látnu, heldur fyrir návist hei
ags anda, sem smaug gegnum u1® f
og bein, eins og andarnefjulýs1,
Ekki að furða, þó Sigvaldi gley111
ist, þar til kvöld var komið og hugs
anir fólksins snerust aftur að Ia ^
neskum efnum. Einhver braut upP
því, að drengnum þyrfti að ráðsta a^
að minsta kosti þar til að til ^irLl^g
peg kæmi. Þá var hans fyrst sakn
og hafin leit að honum. Drengui-11111
hafði aldrei gefið sig að neinum,^
enginn veitt honum eftirtekt.