Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 64
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um skraut írsku háttanna, en írar ortu skrautlega hvort sem þeir ortu á móðurmáli sínu eða Latínu, og farið að reyna að nota eitthvað af reglum þeirra. En jafnvel slíkt and- legt fóstur mundi álíka erfitt í burði og fimmburar nú, þar sem beina fyrirmynd vantar. En nóg um þetta. Aðeins má ekki gleyma því að drótt- kvæði hátturinn varð háttur hirð- skáldanna og svo mikils metinn fyrir skraut sitt, að nöfn þeirra sem ortu hann voru eins tryggilega geymd um aldur og æfi eins og nöfn konunganna sem þeir sungu lofið. Eddukvæði voru nafnlaus, en drótt- kvæði ávallt nafngreind. Þegar rím- urnar leystu dróttkvæðin af hólmi, þá voru að vísu nokkrar þeirra nafnlausar en langflestar nafn- greindar. Landnámsmenn Islands höfðu út með sér til landsins eigi aðeins nýjan hugsunarhátt víkinga sem þeir ólust upp í sjálfir heldur líka fornfálegan ættarhugsunarhátt eða ættarsamheldni og loks hugsunar- hátt snauðra manna í Noregi. Speki fátæklingsins er felld í stuðla Háva- mála, eins og Akkilles í Ódysseifs- kviðu vill hann heldur vera á lífi en dauður og má af því ráða að ekki hafi hann búizt við miklu í öðru lífi: Betra er lifðum en sé ólifðum ey getr kvikr kú. Eld sá ek brenna auðgum manni fyr en úti var dauðr fyr durum. Haltr ríðr hrossi hjörð rekr handarvanr daufr vegr ok dugir. Blindr er betri enn brendr sé nýtr manngi nás. Betlarar voru lítils virðir en bjargálnamenn mikils: Ganga skal skala gestr vera ey í einum stað; ljúfr verðr leiðr ef lengi sitr annars fletjum á. Bú er betra þótt lítit sé halr er heima hverr; þótt tvær geitr eigi ok taugreptan sal þat er þó betra en bæn. Ghandi gat lifað á einni geh a Indlandi. Það hefði verið munur fyrir ameríska menn einstaklings framtaksins að lifa eftir þessum fræðum, heldur enn eftir Þe^ kristnum fræðum sem þeir lengs af hafa verið að burðast við að ja^a sig undir. Fátækum landnámsmönn um hvar í heimi sem væri mun engin kenning hollari en þessi kenn ing Grógaldrs: Sjálfr leið þú sjálfan þik. Fyrsta boðorð samheldinnar sett ar má lesa í Sigrdrífumálum*. Þat ræð ek þér et fyrsta at þú við frændr þína vammalaus verir; síðr þú hefnir þótt þeir sakar göri þat kveða dauðum duga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.