Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Qupperneq 65
ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR
47
Hve stór frændgarðurinn var met-
inn að fornu má lesa í Baugatali.
Þar skal greiða fjóra lögaura frænd-
um ins vegna af frændum vegand-
ans eftir vissum reglum: föður, syni
°g bróður, (en ekki móður!); föður-
föður, sonarsyni, móðurföður og
dóttursyni; föðurbróður, bróður-
syni, móðurbróður og systursyni; og
f°ks sonum föðurbræðra og föður-
systra, móðurbræðra og móður-
systra. Fleiri fá ekki lögbauga. En
þ&r með er frændgarðurinn ekki all-
Ur talinn, því enn eru minni bætur
§reiddar fjarskyldari mönnum (ekki
konum) allt í fimmta lið. Fyrsti lög-
baugur var þriggja marka stór,
annar tuttugu aurar, þriðji tvær
nierkur, fjórði tólf aurar. Maður
fyrir utan frændgarð sinn er ekki
margra fiska virði:
Hrörnar þöll
sú er stendr þorpi á
hlýrat henni börkr ne barr.
Sá er maðr
sá er manngi ann
hvat skal hann lengi lifa.
Gull og konur eru margfreistarar
^anna að rjúfa lög ættarinnar,
í3endgarðsins, bæði gull og konur
geta gert menn að svikurum en svik
®ru glæpa verst. Svo segir í Sigr-
^at ræð ek þér annat
at þú eið né sverir
nema hann sannr sé;
grimmar limar
gnnga at tryggðrofi
armr er vára vargr.
Enn ættvíg gerast og griðrof í
heimi goða eigi síður en með mönn-
um þeim sem hetjur teljast í hetju-
kvæðum. Eiðrof verða vegna gulls
og kvenna eigi síður í Völuspá en í
Sigurðar-kviðu Fáfnisbana. Þegar
dregur að heimsslitum segir svo í
Völuspá:
Bræðr munu berjask
ok at bönum verðask
munu systrungar
sifjum spilla;
hart er í heimi
hórdómr mikill
vindöld vargöld
áðr veröld steypisk.
En þegar jörð rís á ný úr ægi þá
er hún byggð nýrri ætt goða: bræð-
urnir sem óviljandi höfðu orðisk at
bönum, Baldr og Hörðr, fá nú að
byggja saman Hropts (Óðins) sig-
toptir á hinni nýju jörð. Andreas
Heusler tók eftir því að íslenzkar
bókmenntir að fornu voru allra bók-
mennta lausastar við klám, kannske
enn siðavandari en Viktoríutíma-
bilið brezka. En hvers vegna? Tæp-
lega fyrir kristin áhrif, þess mundi
ekki gæta í Völuspá, heldur hefur
siðavendnin orðið til í hinum
stranga skóla ættgarðsins. Auk þess
voru störf manna svo hörð — eins
og munkanna — að lítil freisting var
að leika sér.
F 1 e s t i r landnámsmenn voru
heiðnir og héldu heiðnum sið í rúma
öld (874—1000) á íslandi. Þeir heiðr-
uðu og blótuðu allmörg goð og
gyðjur, þar á meðal Frey, goð frjó-
semi og akuryrkju, Þórr vin bænda,
sæfara og fiskimanna, og Óðinn,
guð víkinga, skálda og galdra-