Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 76
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ars vegar en Danmerkur, Englands,
Frakklands, Noregs og Þýzkalands
hins vegar. En eftir því sem jeg
frekast veit, láta þau ekkert til sín
taka um öflun íslenzkra bóka til
þess að senda mentastofnunum í
þessum löndum; og ekki veit jeg
með hverju móti þau yrkja akur-
inn þar, en helzt alls engu, að því
er jeg ætla.
En næst því, að efla íslenzkunám
erlendis, er hitt, að kynna bók-
mentir okkar á erlendum tungum,
og þá vitanlega fyrst þá grein
þeirra, er fremst hefir staðið og í
eðli sínu er líka æðst, þ. e. a. s.
ljóðin. Og þetta er það, sem jeg vildi
minna á með greinarkorni þessu.
Að sjálfsögðu ber þá að leggja
megináherzlu á að gera þetta á
ensku, því að á henni er unt að ná
til svo miklu fleiri lesenda en á
nokkurri annari tungu. Auk þess
getum við þetta fremur á ensku en
nokkru máli öðru. Þar um veldur
einkum það mikla og merkilega
starf, sem fólk af íslenzku bergi
brotið hefir unnið með þýðingum
íslenzkra ljóða á enska tungu.
Þrjú ljóðasöfn, sýnisbækur, al-
gerlega helguð þessu hlutverki, er
mjer kunnugt um að út hafi komið,
og hið fjórða sem er að miklu leyti
þýðingar íslenzkra kvæða.
Tvær þessara sýnisbóka komu út
árið 1930. Önnur þeirra er safn það,
Icelandic Lyrics, er Dr. Richard
Beck tók saman. Þar var prentað
bæði frumtextar og þýðingar, en
fyrir það varð bókin vitaskuld
miklu dýrari, og var þó lítið unnið
við að prenta íslenzku textana.
Mátti vel nægja að tilgreina upphaf
hvers kvæðis á frummálinu, en að
gera svo, er mjög æskilegt. Á bók-
inni er það ennfremur ókostur að
sumar eru þýðingarnar fjarska lje-
legar, þó að aðrar sjeu góðar. Hún
var prentuð hjer heima og til henn-
ar var óvenjulega vel vandað af
hálfu forleggjarans. Og það er sann-
arlega ekki lítils virði um bók sem
á að vera fulltrúi íslenzkra bók-
menta úti um heiminn. En marg-
falt betri sýnisbók en þessa mundi
Dr. Beck gera núna.
Hina bókina, Icelandic Verse,
sendi prófessor Watson Kirkconnell
frá sjer sama árið. Einar H. Kvaran
sagði að hún væri ósambærilega
miklu betri, og það var sannmæli>
enda var hún, eftir atvikum, fra'
bært afreksverk, og Kirkconnell
efalítið eini maðurinn í veröldinni>
er við sömu aðstöðu og á aðeins ör-
fáum mánuðum gat gert hana. Hann
gaf hana út á eigin kostnað og fjekk
vitanlega aldrei nema örlítið brot
af útlögðum kostnaði endurgoldinn
— að ekki sje minst á þá vinnu
sem hann lagði í hana. Ef Háskóli
íslands hefði þá verið lifandi og
vakandi, mundi hann tafarlaust
hafa sæmt Watson Kirkconnell
doktorsnafnbót, og ef ríkisstjórn ís'
lands hefði verið skipuð mentuðuin
mönnum, mundi hún hafa heiðrao
hann með Fálkaorðunni, og líka
boðið honum heim. En vitaskul
gerðist þá ekkert af þessu þrennu ■
og hefir enn ekki gerzt.
Síðan 1930 veit Watson Kirk'
connell hvað það er að vinna fyr*r
sæmd íslands. Hann hefir unni
svipuð afrek, og þó smærri, fyr/r
aðrar þjóðir, t. d. Ungverjar og P°
verja. En þær þjóðir hafa haft ann
an hátt en við á laununum.