Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 51
SITTHVAÐ UM ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR 33 þó að hann vitni oft til „enskra“, þ.e. enskra sjómanna og kaupmanna. Gísli Hákonarson (1582—1631) Páll Eggert Ólason getur eigin- iega aðeins eins manns, sem þýtt hafi sálma úr ensku máli, „og var það óvenjulegt á þeim dögum, að íslendingar þýddu úr ensku“ (MM IV, 736—8). Maðurinn var Gísli lög- maður Hákonarson, einn hinn mesti gæfu- og glæsimaður á sinni tíð. Eins og af fyrirsögn þessa kafla má ráða, varð Gísli Hákonarson ekki langlífur. Hann var lögmaður í Bræðratungu á árunum 1614—31. Ekki getur Páll þess, hvar hann hafi numið skólalærdóm, en einhvers staðar hefir hann numið enskuna, úr því hann þýðir bænasálminn „Ó herra guð ég hrópa á þig“ (Lbs. 739, 8vo) úr því máli. Ólafur Einarsson (1573—1659) Þó getur Páll Eggert og annars manns, er nokkur kynni hafði af enskum bókmenntum, a.m.k þeim, sem á latínu voru skrifaðar. Sá mað- ur var séra Ólafur Einarsson í Kirkjubæ, sonur hins merka skálds Einars Sigurðssonar, bróðir Odds biskups og faðir séra Stefáns Ólafs- sonar skálds í Vallanesi. Hann var við nám við háskólann í Kaup- mannahöfn árin 1594—98, var í miklu áliti fyrir lærdóm og gerðist mikilvirkara skáld, einkum á sálma, en nokkur annar á hans dögum. Meðal annars snéri hann nokkrum af hinum latínsku Davíðssálmum Georgs Buchanans (1506—1582) hins fræga skozka skálds á íslenzku. Þetta þarf að vísu ekki að merkja, að hann hafi þekkt meira af hinum latínsku ritum hins fræga skozka humanista, og enn síður að hann hafi kunnað ensku. Buchanan reit á latínu, og frægast verka hans er einmitt Psalmorum Davidis Para- phrasis Poetica, er hann setti saman 1547 svo sem til yfirbótar við kirkj- una og til þess dæmdur af portú- gölskum rannsóknarrétti Jesúíta. En þýðingin náði skjótri heims- frægð: „In Buchanan’s own lifetime it was introduced into the schools of Germany, and an edition set to music was published in 1595.“ (Cam- bridge Hisi. of E. Lii., III, 183). Það getur varla leikið á því vafi, að sálmarnir hafi verið kunnir og metn- ir af prófessorum Hafnarháskóla á þeim árum, sem Ólafur var þar: ef til vil'l hefur hann einmitt kynnzt þeim í þessari þýzku útgáfu með söng og öllu saman. Annars segir P.E.Ó. um hann, að þótt kvæði hans séu flest frumort, þá noti hann öðrum skáldum fremur útlenda bragarhætti, þá er fyrst komust inn í landið með hinum fyrstu íslenzku sálmabókum. Nú vill svo til, að meðal kvæða Stefáns sonar ólafs má finna bragarhátt, sem líka hittist í kvæðum skozkra skálda (Alexander Scott) á 16. öldinni, en vafasamt mun þó að draga af því nokkrar ályktanir um það, að þeir feðgar hafi kunnað ensku og lesið kvæði skozkra skálda. Er líklegra, að bragarhátturinn (Björt mey og hrein) hafi verið al- mennur í Evrópu og þeir feðgar fengið hann í Danmörku eða frá Þýzkalandi, enda finnst bragarhátt- urinn og sálmalagið, sem er því nær eins og lagið við Björt mey og hrein í kóralbók Bachs undir lagboðanum Ach Gotí und Herr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.