Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 54
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
siglingakvæði, enda víða í handrit-
um og prentuð í ljóðasafninu Haf-
rænu, Dansþulur (J.Á. og Ól. Dav.
íslenzkar gáiur etc. III, 370, 376).
Grýlukvæði (ibid. IV, iii ff. og JS
398 4to, 510 8vo, JB 109 8vo,i Lbs.
162 8vo, Lygaraljóð (þýdd á sænsku
af J. Rugmann), Einvaldsóður (49
hdr í Lsb.).
Páll Eggert Ólason virðist ekki
hafa tekið eftir því, að Einvaldsóður
er ekki frumsaminn, heldur þýðing,
en Sigurður Nordal hefur tekið eftir
því, að fyrirmyndin er skozkur ridd-
ari, David Lindatius (sbr. hdr. 851
4to í Lbs.). í bókmenntasögu Sig-
urðar Nordals segir svo meðal ann-
ars um Guðmund Erlendsson: „Hann
yrkir um erlenda atburði eða ís-
lenzkar kvæði um þá, svo sem eyð-
ingu M-borgar og aftöku Karls
konungs Stúarts. Til þeirra kvæða
má og telja eitt af víðfrægustu
kvæðum séra Guðmundar: Einvalds-
óð (hdr. m.a. Lbs. 851 4to). Það er
eins konar yfirlit veraldarsögu frá
Nóaflóði til siðaskipta í 6 bálkum.
Lengstur er síðasti bálkurinn um þá
andlegu eða páfalegu einvaldsstjórn,
er hann fullur af argasta óhróðri um
páfana og kaþólska kirkju og sums
staðar mjög ófimlega að orði kveð-
ið.“
Nafn áðurgreinds riddara minnir
mjög á hið fræga skozka skáld, Sir
David Lindsay (1490—1555), en þó
er hin latneska mynd nafnsins ekki
alveg eins og við mætti búast og
tíðkanlegt var í Skotlandi á dögum
skáldsins. En hvernig sem á þessari
einkennilegu latnesku mynd nafns-
ins stendur, þá eru þó riddarinn og
skáldið efalaust einn og sami mað-
urinn, því að eftir Sir David Lindsay
liggur einmitt kvæði, sem að efni
samsvarar Einvaldsóði séra Guð-
mundar. Hinn eiginlegi titill kvæð-
ins er: Ane Dialog beiwix Exper-
ience and ane Courieour Off ihe
Miserabyll Esiait of ihe World, com-
pylit be Schir David Lindessay of
ye Mont, Knycht, Alias, Lyone Kyng
of Armes; and is devidit in foure
partis, as efter followi's, &c., and im-
prentit at the Command and ex-
pensis off doctor Machabeus, in
Copmanhovin.
Þetta rit var prentað af John
Scott, St. Andrew 1552—54. Safn af
ritum Lindsays, þar með talið áður
greint kvæði, var prentað í Edinborg
1569 og aftur á sama stað árið 1574.
Það er þó merkilegast, að 1591 var
dönsk þýðing prentuð í Kaupmanna-
höfn, og er líklegast, að séra Guð-
mundur hafi gert þýðingu sína eftir
henni.
Um áður greint kvæði eftir Sir
Lindsay hefur Albrecht Lange skrif-
að doktorsritgerð: Lindsay's Mon-
archie und die Chronica Carionis,
Eine Quellenstudie, Halle 1904, og
sýnir ritgerðarhöfundur þar fram á,
að Lindsay hefir haft að uppistöðu í
kvæðinu bók eftir Melanchton:
Chronica Carionis eða „Chronica
durch Magistrum Johan Carion
vleissing zusamen gezogen, menig-
lich nutzlich zu lesen.“ Þessi bók
kom út á þýzku hjá Georg Rhaw í
Wittenberg í ársbyrjun 1532 og
gerðist svo vinsæl, að af henni komu
út um 30 útgáfur. Hún birtist í
latneskri, franskri, spænskri og
ítalskri þýðingu, einnig í enskri
þýðingu (1550), áður en Lindsay orti
kvæði sitt.
Chronica Carionis er stuttorð og