Harpan - 01.12.1937, Page 14

Harpan - 01.12.1937, Page 14
H A R P A N Sigvaldi Kaldalóns Á meðal vinsælustu tónskálda þessa lands, er áreiðanlega Sigv. Kaldalóns. Lögin hans hafa flog- ið léttum vængjum út um lands- byggðina, jafnóðum og þau hafa komið út. Þau hafa átt yfirleitt miklum vinsældum að fagna, og fjöldi þeirra er svo að segja á hvers manns vörum. Kaldalóns túlkar oft unaðslega í tónverkum sínum hina töfrandi íslenzku nátt- úru. Hann hefir hlustað eftir 2. Lifnar við ljósið liljur og rósir í sinni og sál, í hjartanu friður, forsælukliður og fagnaðarmál. 3. Kristur er borinn, kærleika vorið komið í heim, köld lijörtu glæðir, kærleikinn bræðir klakann úr þeim. 4. Sólheima börnum sindrar af stjörnum hinn suðlægi kross;1) lífsins hans lýsi og leiðina vísi innra hjá oiss. 1) Suðurkrossinn, stjörnumerki í Suðurheimi. 140 fuglakvaki/ og| lækjarniði,u5báru- hjali og brimi, hrifizt af form- um, línum ;og litum. Og æinmitt eru það þessar hrifhræringar tónskáldsins, sem lögin bergmála svo vel, — innst inn að hjarta- rótum hinnar íslenzku þjóðar, og gera mörg tónverkin óviðjafnan- lega vinsæl og hugþekk. Sigvaldi Kaldalóns er fæddur 13. jan. 1881. Hann stundaði nám í Latínuskólanum' í Reykjavík, ogi háskóla las hann læknisfræði. Nú á hann heimaj í Grindavík, og er héraðslæknir þar. Samhliða Latínuskólalexíunum og læknisfræðináminu, nam Sig- valdi Kaldalóns orgelspil og hljómfræði, og alla tíð síðan hafa hans frístundir, frá umfangs- miklum læknisstörfum, verið helg- aðar músikkinni. Hann hefir samið ið fjöldamörg tónverk, sólólög og kórlög. Mörg þeirra hafa verið gefin út, ýmist sérstæð, eða í heftum. Meðal sönglaga, sem kunnust eru, og hugþekkust al- menningi, má til dæmis nefna: Alfaðir ræður, Erla, góða Erla, Svanasöngur á heiði, Ég lít í anda liðna tíð og karlakórinn Ave Mar- ía, þróttmikið lag og fagurt. Tón- skáldið hefir sent Hörpu tvö lög, sem birtast nú í fyrsta sinni. Harpa þakkar, og óskar tónskáld- inu allra heilla og gleðilegra jóla. J<5n IsleHsson

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.