Harpan - 01.12.1937, Qupperneq 16
H A R
nafni. Rödd með hörðum
málmhljóm sagði:
„Nei; mér virðist ekki að
neinn geti borið í bætifláka
fyrir jafn latt og slæmt barn
eins og Karla er, og nú vitið
þið mína skoðun.“
Ha! — Hvað í ösköpunum
var þetta? Gat það verið, að
fingurbjörg mömmu hennar
væri búin að fá mál? Pað leit
út fyrir það. Hún hafði klifr-
að upp á langa stoppnál í
sauinapúðanum og horfði það-
an yfir ýmsa aðra hluti á
saumaborðinu, sem allir virt-
ust vera sprell-lifandi. — Pað
sýndist Körlu að minsta kosti.
„Pú hefðir heldur átt að
segja hugsunarlaus en vond,“
skutu gleraugu mömmu henn-
ar inn í. „Karla er ekki vont
barn; hún hefir bara ekki
hugsun á því, sem liggur henni
næst — að hjálpa mömmu
sinni. I gegnum glerin mín er
ég réttsýnni en þið hin. Hún
er vel gefin, en löt og hirðu-
laus. En vond. — Nei, það
er Karla ekki.“
Fingurbjörgin hristi sig
gremjulega, svo að söng í; er
hún slóst í nálina.
„Jæja; svo að hún er ekki
vond?“ sagði hún hæðnis-
lega. „En mætti ég biðja
hæstvirt gleraugun að minnast
þess, að hversu skarpa sjón
sem þau kunna að hafa, er
tunglsgeislarnir leika um þau,
142
P A N
þá hafa þau þó ekki nema
tvö augu. En ég hefi afíur á
móti óteljandi augu og get séð
allt miklu betur en þið. Og ég
stend við þá staðhæfingu
mína, að Karla er vond stúlka.
Hvernig gæti hún öðru vísi
horft á það, að móðir hennar
þrælar frá morgni fram á nótt?
Væri það ekki sánngjarnt, að
þessi stóra stelpa færi á fætur
á morgnana og hitaði kaffið
handa mömmu sinni, sem er
rétt almennilega sofnuð, þegar
hún verður að rísa úr rekkju
aftur til að þræla. Og hvað
væri eðlilegra, en að Karla
hjálpaði bræðrum sínum til að
klæðast, áður en þeir fara í
skólann, í stað þess að liggja
sjálf í bælinu fram á síðasta
augnablik og láta mömmu
sína, dauðþreytta, dekra við
sig eins og prinsessu. Á
mamma hennar að gera allt
ein? Ef þessi stóra, lata stelpa
hjálpaði henni á daginn, gæti
hún setið meir við saumana
og þyrfti ekki að vinna líka
um nætur. Og sjáið þið ekki,
hve föl og veikluleg móðirin
er? Það er áreiðanlegt, að
hún kembir ekki hærurnar. —
Og hvað verður um börnin,
þegar hún er fallin frá?“
Fingurbjörgin var nú búin
að tala sig heita og varð að
stanza, en þá tóku skærin til
máls.
„Heiðraða fingurbjörg; þú