Harpan


Harpan - 01.12.1937, Síða 20

Harpan - 01.12.1937, Síða 20
H A R prjóna. I síðasta vitnisburði hennar frá skólanum stóð, að hún væri duglegust í sínum bekk að prjóna sokka. Petta stóð nú þar, en hér hehna verðum við ekki vör við þann dugnað“. Meðan á ræðu sokkanna stóð, voru nálarnar að stinga saman nefjum um eitthvað. Og er þeir höfðu lokið máli sínu, tók ein þeirra til máls og sagði: „Einhvern næstu daga á móðir þeirra afmæli, og ég er viss uin, að börnin gera eitt- hvað til að gleðja hana“. Fingurbjörgin hló illgirnis- lega. ,,Já, áreiðanlega muna þau eftir afmælisdegi mömmu sinnar. Pað er ég líka viss um. Pau muna, að þá er hún vön að gefa þeim kökur og annað sælgæti. En að þau taki upp á því, að verða henni til gleði -- nei, það er hreint frá. Til að trúa slíku, verður maður að vera regluleg saum- nál!“ ,,Pá verðum við hin að gera það, sem við getum, fyrir hana“, sögðu hin í kór. Karla hafði hlustað á allar þessar samræður. Hvert orð hafði hún heyrt. Og hún fann, að þetta var allt saman satt. Pað var eins og fallið hefði skýla frá augum hennar. En dýpst af öllu höfðu þó orð 146 P A N fingurbjargarinnar, um útlit móður hennar, snert hana. Var það mögulegt, að hún hefði innfallnar kinnar? Og var það hugsanlegt, að þau væru ef til vill að missa hana? Karla leit angistarlega yfir til mömmu sinnar. Hún svaf. Svo starði Karla á sauma- borðið. En þar var allt kyrrt og hljótt. Allar ákæruraddirn- ar voru þagnaðar. Karla var í einu svitabaði. En hún grúfði sig samt undir sæng- ina og hugsaði um það, er hún hafði heyrt. Petta varð að breytast. Pað skyldi verða allt á annan veg en fingurbjörgin hafði sagt. Pegar móðirin vaknaði morguninn eftir, af djúpum, draumlausum svefni, og leit á klukkuna, sá hún, að hún hafði sofið hálfri stund of lengi. Hún hafði farið svo seint að sofa. Og nú var ef til vill ekki tími til að hita kaffi handa börnunum og bursta skóna þeirra, áður en þau færu í skólann. „Böm, böm“, kallaði hún, meðan hún flýtti sér i fötin. „Börn, þið verðið að flýta ykkur. Mamma hefir sofið yfir sig!“ En hvað börnin sváfu fast. Drengirnir voru þó vanir að vakna um leið og kallað var

x

Harpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.