Harpan

Date
  • previous monthDecember 1937next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Issue

Harpan - 01.12.1937, Page 23

Harpan - 01.12.1937, Page 23
H A R það sem veruleika, er það ekki? Bráðum á mamma af- mæli, og þá megum við ekki láta hana gleðja okkur ein- ungis, heldur verðum við líka að gleðja hana með ein- hverju. Við skulum athuga, hve mikið við eigum í spari- baukunum okkar“. En það voru nú engin auð- æfi í sparibaukunum. — Að- eins örfáir aurar á aðra krónu. „Hvað skyldu gleraugu kosta?“ spurði Karla. ,,Ég skal spyrja um það á morgun, þegar ég fer í skól- ann“, sagði Kaj. ,,Og mundu að spyrja um allra beztu og sterkustu gler- augun“. Sem betur fór, fengu þau ekki sterkustu gleraugun, því að þau hefðu ef til vill verið of sterk og skemmt augu móð- ur þeirra. En gleraugnasalinn sagði þeim, að góð gleraugu væru dýr, og að augnlæknir þyrfti að ákveða, hve sterk þau ættu að vera. Pau urðu því að hætta við að kaupa gleraugu. „Pá verðum við áð kaur>a silfraða fingurbjörg“, sagði Karla. „Verulega fallega fingurbjörg, rreð diúnum aug- um, sem slitna seint og svo kaúpum við fakeg blóm fyrir afganginn af peningunum“. Drengirnir voru ekki vel á- P A N nægðir með, að gefa henni bara fingurbjörg. Peim fannst það svo skelfing lítið fyrir svona 1. marga peninga. En það var þó cKarla, sem átti hugmyndina, og hún sat við sinn' keip. Loks rann hátíðisdagurinn upp. Á saumaborðinu stóð spánný skínandi falleg fing- urbjörg, og í kringum hana var raðað krans af rósum. Mamma þeirra gladdist mjög af hugulsemi þeirra. En þegar þau voru búin að borða afmæliskökuna, og drengirnir farnir í skólann, gekk hún til Körlu, horfði í augu hennar og sagði alvarlega: „Pú getur gefið mér aðra afmælisgjöf, Karla. Segðu mér, hvað veldur þessum breytingum, sem gera mig svo óendanlega hamingjusama?“ Karla faldi andlitið við brjóst mörnrnu sinnar, með- an hún sagði henni, það, sem skeð hafði nóttina góðu. „Mamma, hvort heldur þú að þetta hafi verið draumur eða veruleiki?“ „Pað hefur áreiðanlega ver- ið draumur, en heillaríkur draumur, sem við megum öll vera þakklát fyrir“. Upp frá þessu kepptust systkinin um, að hjálpa og gleðja mömmu sína — og hvert annað. Og þau urðu 149

x

Harpan

undertitel:
barna- og unglingablað
Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
2298-2868
Sprog:
Årgange:
1
Eksemplarer:
5
Udgivet:
1937-1937
Tilgængelig indtil :
1937
Udgivelsessted:
Redaktør:
Marteinn Magnússon (1937-1937)
Nøgleord:
Beskrivelse:
barna- og unglingablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue: 9-12. tölublað (01.12.1937)
https://timarit.is/issue/357682

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

9-12. tölublað (01.12.1937)

Actions: