Harpan


Harpan - 01.12.1937, Síða 29

Harpan - 01.12.1937, Síða 29
H A P A N R Síðan hún koni heim, hefir hún haft á hendi kennslu og skólastjórn. Eftir að hafa aflað sér óvenju fjölpættrar og viðtækrar kunnáttu, vill hún veita sem flestum kynsystrum sínum hlut- deild í henni. Nú rekur hún sinn eigin skóla, sem [iví miður getur aðeins veitt móttöku 12 námsmeyjuinj í senn. Við erum undrandi yfir, að henni skuli ekki veitt betri aðstaða. — En sleppum pví. — Þarna úti í horni er orgel með bunka af nótnabókum. Kunni einhver að spila, er hann vel peginn að orgelinu, og vitanlega syrgja allir, er sungið geta, ef Árný má ráða, pví að prátt fyrir allar annir hefir hún gefið sér tíma til að unna söng og hljóðfæraslætti. Hún getur alls staðar verið með og sameinar undravel fé- lagann og stjórnandaTin. Er hrókur alls fagnaðar og lífið og sálin í starfinu. En nú erum við búin að skoða margt og skemmta okkur vel og hugs- um til heimferðar, pótt meyjarnar vilji helzt verða eftir í kvennaskólanum og nema á einum stað pað, er ungfrú Árný aflaði í víking erlendis — á mörgum stöðum. Við pökkum alla risnu og kveðjum ungfrúna með peirri ósk, að hún hljóti pau laun erfiðis síns og áhuga — að geta bráðlega veitt móttöku í skóla sinn — ekki tólf, heldur tólf sinnurn tólf meyjum. Slíkt væri áreiðanlega mikill fengur verðandi húsmæðrum. Að pessu sinni höfum við ekki tíma til að ganga á fjöllin í kring. En næst er við komum í Hveragerði, verðum við vel skóuð og gefum okkur tíma til að njóta pess unaðar og hressingar, sem í fjallgöngum er fólginn. Mart. Magnússon. Ef ég væri konungur. Ég myndi ekki leggja þungan skatt á alnnigann, en kýla á stór- bokkunum. Ég myndi ekki gefa yfirgangsseggjum eftir, ef því væri að skipta. Ég myndi gera þrjá að ráðgjöfum mínum, þá Öl- laf, Villa og Bjarna. Svo myndi ég láta hýða Axel fyrir þvaður og pína Björgvin og Kristínu til að giftast. Ég myndi láta hýða Qest fyrir það, að hann hlýðir ekki skipunum mínum. Svo myndi ég leggia mikirin skatt á embætt- ismanninn Helga Ólafsson og konu hans. Gunnar Jónsson ætla ég að gera að hershöfðingja, en Halldór að h ermanni, Sigmund að kamarhreinsara og Axel að fjósamanni. Svo er ég að hugsa um, að fá hjónin Björgvin og Kristínu fyrir ræðumenn, af því, að þau eru svo mælsk. Eggert Ólafsson, 13 ára. Skeiðaskóla, Árnessýslu. Þegar ég las þessa glettnislegu ritgerð, ♦skellihló ég „innan í mér“, eins og strákurinn sagði —- og ég býst við, að fleiri en mér muni stökkva bros. Stenzt ég ekki þá freistingu, að birta hana, og vænti þess, að hún skemmti hlutaðeigendum ekki hvað sízt. M. M. 155

x

Harpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.