Harpan - 01.12.1937, Page 54
H
A
A
N
R
ekki er hann neinn andlegur öld-
ungur. Hann er nútímamaður,
þótt mörg ár séu að baki. Lárus
hefir verið gæddur óvenju miklu
vaxtarmagni. Hann hefir haldið
áfram að vaxa, og vaxið upp úr
þeirri kynslóð, sem hann var bor-
inn. Honum brennur enn eldur
æskunnar í brjósti, þeirrar æsku;
sem hann starfar fyrir og starf-
ar með.
Lárus Bjarnason er hvorki bor-
inn til auðs né valda. Hans saga
er saga þess, sem byrja verður á
byrjuninni og berjast verður af
eigin ramleik gegnum hverskonar
örðugleika — duga eða drepast —
Á skólabekkinn sezt hann hálf-
þrítugur að aldri. Áður, og með-
an á námi stóð, vann hann það,
sem fyrir kom á sjó og landi, og
18Q
P
var, að sögn, talinn allt að tveggja
maki til verka. Námið sækir hann
með sama dugnaðinum, sömu
karlmennskunni.
Frá Möðruvöllum fór hann með
1. eink. og einnig frá kennara-
deild þess skóla, er nú stjórnar
hann. Pá gerist hann kennari
nokkur ár, siglir síðan til kenn-
araháskólans í Höfn, til tveggja
ára náms. Hefi ég það eftir góð-
um heimildum, að forstöðumaður
skólans lét eitt senn svo um mælt
við Boga Melsteð sagnfr., að L.
B. hefði komið þangað illa undir
búinn, en með iðni og atorku unn-
ið sig upp( í fremstu röð.
Hvarf hann svo aftur heim, og
gerðist kennari við barnaskóla
Hafnarfjarðar og tekur litlu síðar
við stjórn hans. Eigi löngu síðar
er hann orðinn kennari við Flens-
bargarskólann, og 1Q18 er hann
settur kennari við Gagnfræða-
skóla Akureyrar og veitt staðan
tveim árum síðar. Meðan hann er
þar, siglir hann þrisvar sinnum
til frekara náms — og enn hefir
hann utanför í huga.
1930 hverfur hann aftur að
Flensborg. Séra Sveinbj. Högna-
son tókson tók þá við skólanum,
en með því skilyrði, að L. B.
fengist sem kennari. Ári síðar tók
L. B. við stjórn skólans.
Lárus ann starfi sínu og er þar
allur. Hann hefir ekki tranað sér
fram. Störf sín hefir hann unnið
í kyrþey, með allt að því ofmik-
illi hæversku, en svo vel og með