Harpan


Harpan - 01.12.1937, Síða 55

Harpan - 01.12.1937, Síða 55
H A A N slíkum dugnaði, að vakið hefir athygli, og allra virðingu, er til þekkja. í framkomu allri er hann þekktur að prúðmennsku og drengskap. Og nemendum sínum er Lárus meira en kennari — hann er einlægur vinur þeirra. Velferð þeirra og gengi er hon- um brennandi áhugamál. Pað er því engin furða, þótt Lárus eigi hug sinna nemenda. Hefi ég eng- an hitt, sem ekki minnist hans með hlýju. Og ég efast um, að sá sé nokkur hans nemenda, yngri eða eldri, sem ekki vildi skrifa undir skeytið, sem nem- endur hans í Akureyrarskóla sendu honum eitt sinn: Heill þér, höldur snjalli, hróður þér vér bjóðum. Þiggðu þakkir okkar, þinnar fræðaiðju. Ef svo hlýddu æva allir sínu starfi, væri á landi voru von um dyggva sonu. íslenzkri æsku get ég einskis betra óskað en að eignast sem flesta leiðtoga Lárusi líka. Heldur ekki get ég óskað íslenzkri kenn- arastétt annars betra. Að síðustu óska ég þess, að Lárus Bjarnason megi enn lengi verjast brögðum Elli — og að. íslenzk æska fái sem lengst notið ágæta hans. M. M. GUTTI Lag: Fyrst ég annars hjarta hræri. Sögu vil ég segja stutta, sem að ég hef nýskeð frétt. Reyndar þekkið þið hann Gutta, það er alveg rétt. Óþekkur er ætíð anginn sá, út um götu stekkur hann og skoppar til og frá, mömmu sinni unir aldrei hjá, ekki heldur pabba sínum. Nei, nei, það er frá. Allan daginn út um bæinn, einlægt heyrast köll í þeim: Gutti, Gutti, Gutti, Gutti, Gutti, komdu heim! Andlitið er á þeim stutta, oft sem rennblautt moldarflag. Mædd er orðin mamma’ hans Gutta, mælir oft á dag: Hvað varst þú að gera, Gutti minn? Geturðu ekki skammast þín, að koma svona inn? Réttast væri að flengja ræfilinn.. Reifstu svona buxurnar og nýja jakkann þinn? Þú skalt ekki þræta, Gutti, það er ekki nokkur vörn. Almáttugur, en sú mæða, að eiga svona börn! Gutti aldrei gegnir þessu, grettir sig og bara hlær. Orðinn nærri að einni klessu undir bíl í gær. 181!

x

Harpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.