Harpan


Harpan - 01.12.1937, Síða 56

Harpan - 01.12.1937, Síða 56
H A R O’n af háum vegg í dag hann datt! Drottinn minn! Og stutta nefið það varð alveg flatt, eins og pönnukaka. Er það satt? ójá, því er ver og miður, þetta var svo bratt. Nú er Gutta nefið snuið, nú má hafa það á tröll. Nú er kvæðið næstum búið. — Nú er sagan öll. Stefán Jónsson kennari. Hve margar rófur hefir köttur- inn? Spurðu félaga þinn um, hve margar rófur kötturinn hafi. Hann sennilega hlær að þér og segir, að hann hafi aðeins eina. En þú skalt staðhæfa, að hann hafi t. d. þrjár, — og sannar það á þennan hátt: — Enginn köttur hefir tvær róf- ur. Einn köttur hefir einni rófu fleira en enginn köttur, svo að einn köttur hefir þá þrjár rófur. Jakob og Inger hafa verið gef- in epli, sem þau eiga að skipta á milli sín. Jakob segir: — Eigum við að leika Adam og Evu? Pú gefur mér epli, og ég skal borða það. Kennarinn: Hvað er það á manninum, sem samsvarar klauf- unum á nautinu? Lærisveinninn: Skóhlífarnar. P A N BÆKUR Barnablaðið Æskan hefir á und- anförnum árum gefið út talsvert af barna- og unglingabókum og vandað val þeirra og frágang hið bezta. Nú eru komnar út Bíbí fer í langferð. Segir hún frá æfintýrum, sem Bíbí ratar í á langferðalagi, og þau eru hvorki fá né smá. Kem- ur mér eigi á óvart, þótt marg- ur eigi erfitt með að leggja hana frá sér, þegar hann er byrjaður að lesa, því að Bíbí og æfintýrin hennar taka hug manns fanginn. Einnig er kominn út ,,Fífldjarfi drengurinn“, sem allir drengir hafa, eins og skiljanlegt er, gam- an af að lesa, og sem ég býst við, að mörgum langi að líkjast. Enn má fá flestar eldri bækur Æskunnar, svo sem Landnema, Davíð Copperfield, Hetjuna ungu, Söguna af honum Lubba o. fl. Allt eru þetta ágætar barna- og unglingabækur, nýjar þeim, sem ekki hafa lesið þær — og jafn skemmtilegar, þótt svertan sé löngu þornuð. M. M. — Pabbi, Kalli hefir 28 tennur, en ég hefi bara 25. Faðirinn, utan við sig: Truflið mig ekki krakkar. Skiptið jafnt á milli ykkar.

x

Harpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.