Harpan - 01.12.1937, Page 57

Harpan - 01.12.1937, Page 57
H A R P A N Jólaengillinn Á aðfangadag jóla kallaði guð á jólaengilinn. „Hvað á ég að gera?“ spurði engillinn. „Þú átt að fara ofan á jörðina", sagði guð, „og koma þar til allra barna. „Og hvað á ég að segja þeim, eða hvað á ég að gera fyrir þau?“ sagði engillinn. „Þú átt að haga því eftir ástæð- unum“, svaraði guð. Þar sem þú sérð barn, sem hefir verið að gráta, áttu að þurrka af því tár- in. Þar sem þú sérð barn, sem er svangt, áttu að hafa áhrif á ein- hvern, svo að hann gefi því að borða. Þar sem þú sérð barn, sem illa er til fara, áttu að láta ein- hvern gefa því ný föt. Þar sem þú sérð barn, sem er óþægt, áttu að gera það gott og glatt um jól- in og skapa því löngun til að verða gott barn áfram. Hvar sem þú sérð að eitthvað er að, áttu að bæta það“. „Ég skal gera mitt bezta“, sagði engillinn og lagði af stað. Hann kom niður á jörðina á aðfangadaginn. Það var kalt úti. — Engillinn kom að litlu húsi, Fyrir utan það flögruðu fuglar til og frá og leituðu ætis. Þeim var auðsjáanlega kalt, og þeir voru svangir, en þeir fundu ekk- Brt. Engillin leit inn um gluggann, og sá, hvar lítil stúlka lék sér að brúðu og allskonar gullum. Hann horfði fast á hana, og eftir litla stund stóð hún upp, fór til mömmu sinnar og sagði: „Mamma, mér finnst endilega, að úti séu fuglar, sem ekkerthafaað borða. En það má öllum til að líða vel á jólunum. Ég ætla að fara út og vita“.. „Hvaða vitleysa, barn!“ sagði mamma hennar. „Þú deyrð úr kulda, ef þú ferð út í þetta veður“. „Ég ætla þá bara að fleygja út dálitlu af haframjöli handa fugl- unum, því að ég er viss um, að það eru fuglar úti“. „Þú mátt það, Anna mín“, sagði móðir hennar. Og svo fleygði Anna litla nokkrum hand- fyllum af haframjöli út í snjóinn —■ og fuglarnir þyrptust að og tíndu. Þá fór engillinn að öðru húsi, stóru og fínu, og leit þar inn um alla glugga. Prúðbúin börn léku sér í einni stofunni að allskonar dýrindis gullum. í annari stofu var fullorðna fólkið við gleði og glaum að útbúa fallegt jólatré, en uppi í þakherbergi lá gömul kona, sem var veik og hrum. Hún var alein, og myrkur í kring- um hana. Það var ekkert ljós lát- 133

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.