Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 11
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
er síður gert ráð fyrir því að ein-
hver hegðunarmynstur hjá strák
geti verið afleiðing kynferðisofbeld-
is. Staðalmyndin er sú að stúlka er
þolandi.“
Svölu hafa borist símtöl eftir
umfjöllun Fréttablaðsins um málið
í vikunni, þar sem fólk þakkaði
henni fyrir að rannsaka málaflokk-
inn.
„Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi
og frá harmleikum innan fjölskyld-
unnar. Fólk sagðist almennt ekkert
hafa vitað hvað það átti að gera,“
segir hún.
Nauðsynlegt sé að hlúa betur að
málaflokknum og opna umræðuna
á annan hátt, til að aflétta þögg-
uninni sem hefur ríkt alla tíð. Það
hjálpi drengjum að stíga fram og
greina frá ofbeldinu.
„Ef þolendafjöldi í dómum
Hæstaréttar í þessi 90 ár endur-
speglar veruleikann, þyrftum við í
raun ekki að hafa miklar áhyggjur
af kynferðisbrotum gegn drengj-
um. En við vitum öll að það er ekki
satt.“ sunna@frettabladid.is
Kynferðisbrot gegn
börnum eru almennt
þögguð niður, en ég held
að brot gegn drengjum séu
það enn frekar.
Svala Ísfeld Ólafsdóttir,
dósent við lagadeild HR
HYUNDAI i10
VERÐ: 1.950.000 kr.
NETTA SKUTLAN
R mg ður og sparneytinn sm b ll
Hyundai i10 - 1,1 bens n, beinskiptur
Einn d rasti b llinn markaðinum
Eyðsla: 4,4 l / 100 km*
Fr tt stæði
5 ra byrgð, takmarkaður akstur
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES.
www.hyundai.is
Opnunartími Hyundai Kauptúni 1
Öll þjónusta Hyundai er opin frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum.
Þetta á við um sýningarsalinn, viðgerðarþjónustuna, varahlutaverslunina og söludeildir nýrra og notaðra
Hyundai bíla. Í neyðartilfellum er hægt að nýta sér 24ra tíma neyðarþjónustu varahlutaverslunar.
*Miðað við blandaðan akstur
UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI
TAKMARKAÐUR AKSTUR
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf.
Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200
www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is
Opið í dag frá 10–16
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
5
5
0
1
SAMFÉLAGSMÁL Hæstaréttardómar
sem snúa að kynferðisofbeldi gegn
drengjum sýna án efa einungis lítið
brot af þeim sem raunverulega eiga
sér stað í samfélaginu, að mati Svölu
Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við laga-
deild Háskólans í Reykjavík.
Svala hefur rannsakað alla dóma
Hæstaréttar frá árinu 1920 sem
snúa að kynferðisbrotum gegn
drengjum.
„Mín tilfinning er sú að dómarnir
gefi ekki raunhæfa mynd af mála-
flokknum. Til dæmis er fjöldi þol-
enda á þessu langa tímabili óraun-
hæfur. Veruleikinn er án efa allt
annar,“ segir hún. „Stúlkur eru
hljóður hópur þolenda, en drengir
eru þögull hópur. Staðreyndin er
sú að drengir verða líka fyrir kyn-
ferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“
Í rannsókn Svölu, sem Fréttablað-
ið birti á þriðjudag, kemur fram að
stærstur hluti gerenda er ókunn-
ugir karlmenn. Svala telur það ekki
endurspegla veruleikann þegar
kynferðisbrot gegn drengjum eiga
í hlut.
„Ég tel að skýringin sé sú að
brot séu frekar þögguð niður þegar
drengir eiga í hlut og það sé brotið
á þeim af karlmanni sem er í nær-
umhverfi þeirra eða tengdur þeim
á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn
börnum eru almennt þögguð niður,
en ég held að brot gegn drengjum
séu það enn frekar.“
Hún telur þó að málin fái ekki
aðra meðferð innan kerfisins en
þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi
færri strákar sig fram.
„Þeim er líka síður trúað og það
Drengir eru þögull hópur þolenda
Drengir sem verða fyrir kynferðisofbeldi af hendi karla kljást við alvarlegar og oft flóknari afleiðingar þess en stúlkur. Dómar Hæstaréttar
síðustu 90 ár endurspegla á engan hátt veruleikann, að mati dósents við Háskólann í Reykjavík, sem hefur rannsakað dóma frá 1920.
Svala nefnir þrennt sem huga þarf að í umræðunni um kynferðisbrot gegn
drengjum og það sem einkenni brot gegn þeim. Þetta geti stuðlað að því
að þeir loki vandamálin af og segi ekki frá ofbeldinu.
1. Þegar piltar eru misnotaðir getur komið upp angist og kvíði varðandi
það hvort þeir gefi frá sér skilaboð eða líti út fyrir að vera samkynhneigðir
þar sem karlmaður leitaði á þá.
2. Strákar geta fengið þá mynd í hugann að þeir séu orðnir hommar vegna þess
að þeir voru neyddir til þess að taka þátt í kynlífsathöfnum með karlmanni.
3. Umræður rísa reglulega upp um að gerendur séu upp til hópa sjálfir
þolendur kynferðisofbeldis í æsku. Svala segir þó engar rannsóknir styðja
það. „Hvaða veruleika þurfa karlmenn og strákar sem eru þolendur kyn-
ferðisofbeldis í dag að glíma við?,“ spyr hún. „Þeir þurfa að segja frá því
að þeir hafi verið misnotaðir af öðrum karlmanni, sjálfsmynd þeirra bíður
skaða og kynvitund þeirra getur brenglast. Svo er því stundum haldið fram
að drengir sem hafa verið þolendur kynferðisbrota séu mögulegir fram-
tíðargerendur. Þetta er hættuleg umræða sem á ekki við rök að styðjast og
getur unnið gegn því að karlmenn og drengir stígi fram og segi frá ofbeldi.“
Hættuleg umræða um gerendavæðingu
EINUNGIS TOPPURINN Á ÍSJAKANUM Svala segir þolendafjölda í dómum hæstaréttar
er varða kynferðisbrot gegn drengjum ekki endurspegla veruleikann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI