Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 150

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 150
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 122 „Það er þannig með þetta leikrit að það er rosalega blóðugt. Það fjallar um svik, morð og dauða og þegar menn eru að takast á við það þá fara menn í tilfinningarnar,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmda- stjóri Þjóðleikhússins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að kastast hafi í kekki milli leikstjóra Makbeðs, Ástral- ans Benedicts Andrews, og aðal- leikarans Björns Thors. Þeir hafi rifist heiftarlega og hurðum hafi verið skellt. Ari vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið en segir eðlilegt í öllum leikritum að menn takist á við æfingarnar. „Ég tel það ekki til tíðinda þó að það renni blóð í mönnum á æfingum. Bæði aðal- leikarinn og leikstjórinn hafa lýst yfir ánægju hvor með annan. Bæði í gær [fimmtudag] og í fyrradag [miðvikudag] kemur leikstjórinn til mín og segist vera óskaplega ánægður og glaður með sinn aðal- leikara í sýningunni.“ Aðeins um fjórar vikur eru í frumsýningu þessarar jólasýning- ar Þjóðleikhússins og því er mikið undir hjá bæði leikurunum og leik- stjóranum. Andrews er afar virtur í sínu fagi og hefur leikstýrt sýn- ingum í þekktum leikhúsum bæði í Ástralíu og Evrópu. Síðasta jóla- sýning hans í Þjóðleikhúsinu, Lér konungur, rakaði einmitt til sín sex Grímuverðlaunum. Macbeth er þekkt fyrir þá meintu bölvun sem hvílir á leik- ritinu og þeim sem setja það upp í hvert sinn. Sem dæmi um þá miklu ógæfu sem virðist tengjast því má nefna að árið 1942 lék John Giel- gud Makbeð í enskri uppfærslu þess. Þrír leikarar létust á sýning- artímanum og leikmyndahönnuð- urinn framdi sjálfsvíg. Aðspurður segist Ari ekki kann- ast við neina bölvun tengda upp- færslu Þjóðleikhússins en til að storka ekki örlögunum bætir hann við tölunum 7, 9, 13. Þvert á móti lofar hann „rosalegri“ sýningu þar sem listræn útfærslan og umfang- ið verður í hæsta gæðaflokki. freyr@frettabladid.is „Það skiptir engu máli hvað við gerum sem svart fólk, það verður alltaf svona. Hvert smáatriði í mínu lífi snýst um kynþátt.“ LEIKARINN JAMIE FOXX ræddi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Django Unchained. Myndin er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino. NOSTALGÍSKT RAUTT NEF Lag dags rauða nefsins í ár, Öll í kór eftir FM Belfast, byrjaði að hljóma í vikunni eins og Fréttablaðið greindi frá. Margir gestasöngvarar koma við sögu í laginu, þar á meðal Diddú sem eyddi löngum stundum í hljóðverinu Hljóðrita á áttunda áratugnum en hafði ekki stigið þar inn fæti síðan 1983. Mun nostalgían hafa heltekið söngkon- una við upptökurnar. Af öðrum gestasöngvurum má nefna diskó-dúett- inn Þú og Ég, Helgu Möller og Jóhann Helgason, sem syngja einmitt hlutann „Þú og ég“ í laginu. - kg 350 ÞÚSUND Á EINU ÁRI Sigur Rós lauk tónleikaferð sinni um heiminn með tónleikum í Kúala Lúmpúr í Malasíu á sunnudaginn. Alls spilaði sveitin á 38 tónleikum í Norður-Ameríku, Japan, Evrópu, Ástralíu, Taívan, Singapúr og Mal- asíu. Bæði spilaði Sigur Rós á eigin tónleikum og á tónlistarhátíðum. Samanlagt spilaði sveitin fyrir rúmlega 350 þúsund manns á árinu. Jónsi og félagar taka svo þráðinn upp aftur á næsta ári og þegar er búið að tilkynna um tónleika í Evrópu, Ameríku og í Japan langt fram á næsta sumar. - fb SIGTRYGGUR TIL MOSKVU Sigtryggur Baldursson, fram- kvæmdastjóri Útón, heldur fyrirlestur í Moskvu í dag um útflutning á ís- lenskri tónlist. Fyrirlesturinn er hluti af hátíðinni Scandinavian Waves þar sem hljómsveitir frá öllum Norður- löndunum spila, þar á meðal hin íslenska múm. Útlendingar eru margir hverjir gátt- aðir á góðum árangri íslenskrar tónlistar úti í heimi og ætlar Sig- tryggur að leiða þá í allan sann- leikann um formúluna á bak við þetta allt saman. - fb Gunnar Hilmarsson fatahönnuður er tekinn við sem yfirhönnuður fatamerkisins E-label. Honum til halds og trausts eru hönnuðirnir Harpa Einarsdóttir, Ýr Þrastardóttir og Una Kristjánsdóttir. „Ég tók við merkinu í sumar. Jón Ólafsson, vatns- bóndi og eigandi E-label, er með ákveðna framtíðar- sýn fyrir merkið sem ég varð mjög skotinn í og þess vegna langaði mig að taka þátt í þessu verk- efni. Hans hugmynd er að gera þetta að gróðrarstöð fyrir unga hönnuði sem vantar ráðgjöf eða aðstoð. En stærsta verkefnið er auðvitað að byggja upp E- label og Evalín merkin hér heima og erlendis,“ segir Gunnar. Hönnun E-label einkenndist áður af svörtum bóm- ullarflíkum en nú hefur orðið breyting þar á. Gunnar og hönnunarteymi hans hafa gert töluverðar breyt- ingar á línunni, sem er einnig stærri og fjölbreyttari en fyrr. „Línan var nokkuð einhæf og fötin voru aðallega svört og úr bómull. Við höfum gert töluverðar breyt- ingar á línunni en erum trú grunnhugmyndinni að baki merkinu, sem er fágað rokk og ról.“ Að sögn Gunnars geta íslenskir hönnuðir verið svolítið spéhræddir varðandi sína hönnun og því er lítið um að hönnuðir vinni að verkefnum saman. Þetta á þó ekki við um E-label-teymið. „Það er gaman að vinna þetta með öðrum hönnuðum, það myndast ákveðin stemning og orka við samvinnuna. Ég stýri verkefninu og ber ábyrgð á því en í raun skiptum við þessu í fjóra hluta. Hver og einn fær ákveðið magn af stílum til að hanna og svo er þeim skilað til mín. Ég fer svo yfir teikningarnar og sé til þess að litavalið, sniðin og hlutföllin passi saman. Í raun gerir hver hönnuður „míní-línu“ innan línunnar.“ Fyrsta línan er þegar komin í verslun E-label á Laugavegi og í Topshop. - sm Skotinn í framtíðarsýn Jóns GOTT TEYMI Gunnar Hilmarsson hefur tekið við sem yfir- hönnuður E-label. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Átök og tilfi nningar við æfi ngar á jólasýningunni Makbeð Framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins segir enga bölvun hvíla á uppfærslunni. BLÓÐIÐ RENNUR Í MÖNNUM Ari Matthíasson segir eðlilegt að blóðið renni í mönnum á æfingum. Benedict Andrews leikstýrir Makbeð og með aðalhlutverkið fer Björn Thors. Hjátrúin segir að ef menn nefna nafn leikritsins, Makbeð, eiga þeir að yfirgefa herbergið, loka hurðinni, segja dónalegt orð eða hrækja á gólfið, banka svo á hurðina og óska eftir því að koma aftur inn í herbergið. Leikritið sem ekki má nefna Ég tel það ekki til tíðinda þó að það renni blóð í mönnum á æf- ingum.“ Ari Matthíasson, framkvæmda- stjóri Þjóðleikhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.