Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 47
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Þrátt fyrir að Íslend-ingar hafi náð umtals-verðum árangri við endurvinnslu úrgangs á síðustu árum stöndum við þeim þjóðum langt að baki sem við berum okkur gjarnan saman við. Þeir sem best þekkja til vilja að fræðsla um endurvinnslu og umhverfismál verði stóraukin. Margt bendir til að almenningur sinni endur- vinnslu lítt nema þegar af henni er beinn fjárhagslegur ávinn- ingur. 500 plastpokar á mann á ári Notkun einnota plastpoka hefur aukist gríðarlega á síðustu ára- tugum. Árið 2008 voru fram- leiddar 3,4 milljónir tonna af burðarpokum í Evrópu, en það samsvarar þyngd tveggja millj- óna fólksbíla, að því er segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Hver einstaklingur innan Evr- ópusambandsins notar því um 500 plastpoka að meðaltali á ári. Umhverfisáhrif plastpokanna eru mikil. Stærstur hluti þeirra er urðaður með venjulegu heimil- issorpi en töluvert magn sleppur út í umhverfið með einum eða öðrum hætti. Plastið brotn- ar niður á mjög löngum tíma en eyðist aldrei að fullu. Það safnast saman í umhverfinu eins og þekkt er á stórum svæðum í Atlantshafi og Kyrrahafi þar sem myndast hafa „eyjar“ úr plasti sem fara stöðugt stækkandi. Árlega drepst fjöldi landdýra, sjófugla og sjávarspendýra vegna plastmengunar og spilliefni geta loðað við plastagnirnar sem ber- ast inn í fæðukeðjuna þegar það brotnar niður. Áætlað er að um 70 milljónir plastpoka falli til á ári hverju hér á landi. Það eru um 1.120 tonn af plasti. Langstærstur hluti þessara plastpoka fer í urðun með öðrum heimilisúrgangi en á urðunarstöðunum tekur niður- brot pokanna nokkrar aldir, jafn- vel hátt í þúsund ár. Töluvert af pokum sleppur út í náttúruna og velkist þar um í langan tíma og getur haft mikil áhrif á líf ríkið. Þetta kemur fram í drögum að Landsáætlun um með höndlun úrgangs 2013-2024 (Lands- áætlun) sem nú er í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu. Brugðist við vandanum Mörg ríki eru þegar byrjuð að bregðast við mengunar- vandanum. Kínverjar hafa til að mynda bannað ákveðna þyngd af plastpokum, nokkur ríki í Banda- ríkjunum hafa bannað eða lagt á þá gjald og hjá Evrópusam- bandinu (ESB), hvert Íslending- ar sækja flestar sínar reglugerð- ir í umhverfismálum, hefur verið rætt um að banna alfarið notkun á haldapokum í verslunum. Lík- legra er þó talið að hag rænum stjórntækjum verði beitt til að draga úr pokanotkun. Í því felst að bannað verði að afhenda ókeypis plastpoka í verslunum, sérstakt gjald verði síðan lagt á þá og álögur svo hækkaðar í áföngum. Samkvæmt Lands- áætluninni tækju þessar aðgerðir gildi í byrjun árs 2015. Tapaðar auðlindir „Plastpokar eru mikið vanda- mál. Þeim fylgir ekki bara sóða- skapur heldur glatast mikið af auð lindum við að búa þá til,“ segir Stefán Gíslason umhverfis- stjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice. „Það þarf um tvö kíló af olíu til að búa til eitt kíló af plastpokum og eitt kíló af plastpokum hefur álíka orku- gildi og eitt kíló af olíu. Myndum við henda svo miklu af olíu? Við Heilu skýjakljúfarnir af rusli Gríðarlegt magn af plastpokum og rafhlöðum er urðað með hefðbundnu heimilissorpi á hverju ári. Stjórnvöld eru sögð skeytingarlaus um starfshætti endurvinnslufyrirtækja. Fræðsla um endurvinnslu og umhverfismál virðist lykilorð breytinga. flytjum inn eldsneyti dýrum dómum svo það er eitthvað mjög vitlaust við þetta dæmi.“ Til að bregðast við þeim vanda- málum sem fylgja plastpokunum segir Stefán að besta leiðin sé sennilega að skattleggja plast- poka og banna að afhenda einnota plastpoka án gjalds. Tekjurnar væri síðan hægt að nota til að hreinsa upp þá poka sem til falla. „Plastpokarnir eru víðast hvar seldir nú þegar en það hefur að ég held ekki haft mikil áhrif á notk- unina. Í gegnum skattlagningu er hægt að stýra neyslunni eitthvað. Kannski eru 15-20 krónur of lítið. Fólk myndi hugsa sig tvisvar um ef þeir væru dýrari.“ Horfa þarf framar í ferlið Stefán segir erfitt að fá fólk til að endurvinna pokana enda sé enginn sérstakur hvati til þess eins og kerfið er nú. Nauðsyn- legt sé að horfa framar í ferlið að hans mati; það er að draga úr neyslunni og fræða fólk um mikil vægi endurvinnslu. „Fólk verður að átta sig á því að plastpoki er ekki bara meng- unarvandi framtíðar. Þegar við fleygjum einum plastpoka erum við að fleygja um tuttugu grömmum af olíu. Ef við marg- földum það með nokkrum tugum milljóna plastpoka sem til falla á hverju ári er þetta orðin ansi há upphæð sem við höfum ekki efni á að sóa,“ segir Stefán og bætir við að mikil mengun fylgi einnig olíuvinnslunni við framleiðslu plastpokana. „Það þarf að leggja meiri áherslu á að mennta fólk svo það skilji allt ferlið og hvaða þýðingu það hefur að fleygja plastpokum. Pokarnir eru bara ekki eitthvað sem fýkur burt og næsti bæjarstarfsmaður tekur upp og urðar.“ Urðunarhaugur á vindasömu svæði Ragna Halldórsdóttir, deildar- stjóri á umhverfis- og fræðslu- sviði Sorpu, segist ekki líta á plastpokana sem vandamál. Þeir komi oftast á sorpvinnslustöðvar með venjulegu heimilissorpi þar sem þeir eru baggaðir og síðan fluttir í Álfsnes til urðunar. Þar hafi ekki orðið vart við mengun af þeirra völdum þrátt fyrir að þeir séu unnir úr olíu. Ragna segir hins vegar að til mikils sé að vinna við að minnka notkun plastpoka. „Við þurfum að ala upp betri umhverfisvitund hjá neytendum. Það hefur ekki verið lögð mikil áhersla á kynn- ingar sem slíkar heldur frekar á að flokka, skila og endurvinna. Upphafspunkturinn er alltaf hjá neytendum,“ segir Ragna. Hún viðurkennir þó fúslega að plastið fjúki stundum af svæðinu og af þeim sökum þurfi að taka tillit til veðurfars. „Álfsnesið er vindasamt svæði og við þurfum til dæmis að loka svæðinu í um tuttugu daga á ári vegna veðurs. Plastið getur fokið og borist þannig út í umhverfið. Það er vissulega vandamál.“ Milljónir rafhlaðna í ruslið Íslendingar fleygja hátt í tveimur milljónum rafhlaðna með hefð- bundnu heimilisrusli á ári ➜ Ætla má að um 214 milljónum króna sé fleygt beint í ruslið á ári hverju í formi skilagjaldsskyldra umbúða. Samkvæmt drögum að Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir árin 2013–2024 sem nú er í vinnslu hjá um- hverfisráðuneytinu er um sextán milljónum áldósa, plast- og glerumbúða hent með venjulegu heimilissorpi en ekki skilað í endurvinnslu. ➜ Samkvæmt niðurstöðu árlegra kannana Sorpu bs. á innihaldi heimilisúr- gangs leynast um fimm milljónir skilagjaldsskyldra áldósa í óflokkuðum heimilisúrgangi á höfuðborgarsvæðinu á ári hverju. ➜ Í drögum að Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs segir að á landsvísu megi áætla að um átta milljónum dósa á landinu öllu sé hent. Miðað við að hver dós sé um fimmtán grömm að þyngd vega átta milljón dósir sam- tals um 120 tonn. ➜ Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, efast um að tölurnar sem nefndar eru í drögum að landsáætlun séu réttar enda flókið að finna nákvæmar tölur. Hann telur að dósirnar sem falla til með venjulegu heim- ilissorpi séu nær sex milljónum. Hann bendir jafnframt á að Íslendingar standi mjög framarlega þegar komi að endurvinnslu á skilagjaldsskyldum plast- og glerumbúðum. Umbúðir fyrir 214 milljónir í ruslið Leggjast gegn gjaldtöku ➜ Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðar- ins leggjast gegn frekari gjaldtöku á plastpoka. Í sameiginlegri umsögn um Landsáætlunina segir að ekki séu færð sannfærandi rök fyrir álagningunni né hvernig gjaldinu verði ráðstafað. Verði hún samþykkt sé einfaldlega um að ræða enn frekari álögur á verslun og þjónustu sem og á neytendur. ➜ Samtökin benda á hlutverk Pokasjóðs en í hann rennur gjald vegna plastpoka. Hlutverk gjaldtökunnar sé að draga úr pokanotkun og um leið sé sjóðurinn nýttur til að styrkja verkefni sem heyra undir almannaheill; umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál. Samtökin leggja til að starf Pokasjóðs verði eflt og benda á rannsókn Denkstatt AG austurrískar sérfræðistofnunar sem árið 2009 rannsakaði afleiðingar þess ef engar plastumbúðir væru nýttar á mörkuðum í Evrópu. „Helstu niðurstöður voru meðal annars að án plasts myndi magn sorps 3,7 faldast (370%), losun gróðurhúsalofttegunda aukast um 61% og orkunotkun tengd plastefnunum á líftíma þeirra ykist um 57%. Því er mikilvægt að horfa á áhrif plastefna á umhverfið heildrænt en ekki horfa eingöngu til hugsanlegrar skammtímalausnar,“ segir í umsögninni. 2.000.000 fólksbílar. Plastpokar framleidd- ir í Evrópu vega jafn mikið og Þegar 15 senta skattur var lagður á plastpoka á Írlandi dróst notkun þeirra saman um 90%. 70.000.000 plastpoka falla til árlega á Íslandi eða 1.120 tonn. Um 100 þúsund sjávardýr finnast dauð á ári hverju vegna plasts. Þá eru ótalin þau dýr sem ekki finnast. 2.156 með þeim plastpokum sem til falla á ári hverju á Íslandi væri hægt að hylja 2.156 turna á Smáratorgi. Turninn er um 75 metra hár. Um 1.000.000 sjófugla deyr á ári hverju vegna plasts. 100.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.