Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 69
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum
um starf umsjónarmanns á verkstæði. Um er
að ræða 50% starf á verkstæðum hönnunar-
og arkitektúrdeildar og myndlistar deildar.
Verkstæðin eru staðsett í húsnæði deildanna
í Laugarnesi og Þverholti.
Starfið felur í sér umsjón og viðhald tækja,
kennslu og aðstoð við nemendur og kennara.
Menntun og hæfniskröfur:
- Menntun í hönnun, listum eða iðngrein
sem nýtist í starfi.
- Kunnátta á tré- og málmsmíðavélar.
- Reynsla af sambærilegu starfi og áhugi
á hönnun og myndlist.
- Hæfni til að miðla kunnáttu sinni.
Leitað er að fjölhæfum einstaklingi sem er lipur
í samskiptum og á auðvelt með að starfa með
öðrum. Starfið krefst þess að viðkomandi geti starf-
að sjálfstætt, tekið frumkvæði en jafnframt verið
opinn fyrir ólíkum leiðum í úrlausn verkefna.
Gert er ráð fyrir að ráðningin taki gildi í janúar
2013. Upplýsingar um starfið veitir forstöðu-
maður verkstæða, Jóhann Torfason, joi@lhi.is
eða í síma 864 9822.
Umsókn skal fylgja yfirlit um námsferil og störf
umsækjanda, afrit af prófskírteinum, ásamt nöfnum
og símanúmerum tveggja meðmælenda. Umsókn
skal skila ásamt fylgigögnum á háskólaskrifstofu
Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík,
eigi síðar en mánudaginn 10. desember.
UMSJÓNARMAÐUR
Á VERKSTÆÐI
Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að taka
þátt í áframhaldandi uppbyggingu öflugrar viðskiptadeildar. Deildarforseti ber ábyrgð á
rekstri deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar. Deildarforseti heyrir undir rektor og
situr í framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík.
LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI MEÐ:
Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
Doktorspróf á sviði viðskiptafræði eða skyldra greina.
Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
Reynslu af rannsóknum og kennslu á háskólastigi.
Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.
Innan viðskiptadeildar er fengist við kennslu og rannsóknir í viðskiptafræði og sálfræði. Boðið er upp á nám á
BSc, MSc og PhD stigi. Deildin er sú eina sem hefur alþjóðlegar gæðavottanir á viðskiptanámi á Íslandi og er
í fremstu röð í rannsóknum. Um 800 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn tæplega
40 talsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Kristinn Jónsson, rektor (ari@hr.is), sími 599 6200.
Umsóknum skal skilað til Háskólans í Reykjavík, skrifstofu rektors, á netfangið appl@ru.is, fyrir 31. janúar
2013. Fylgigögn má senda til Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, merkt „Starf deildarforseta“.
Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir
einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Akademískar deildir skólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild.
Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð
er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.
Nemendur háskólans eru um 3200 í fjórum deildum og starfa rúmlega 200 fastir starfsmenn við skólann auk
fjölda stundakennara.
FORSETI VIÐSKIPTADEILDAR
www.hr.is