Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 35
Ég er ekki hrifin af boðum og bönnum, ef mann langar svaka-lega mikið í súkkulaði eða annað gott á maður bara að borða það. Það gerist ekkert hræðilegt. Ég held að það sé verra að vera allt- af að neita sér um alla skapaða hluti, ótrú- lega leiðinlegt og fúlt. Betra að fá sér smá en hófsemi er svo sannarlega af hinu góða og það er auðveldara að vera hófsamur þegar maður er ekki alltaf að neita sér um hluti. Það endar oft með ósköpum (óhófi) þegar fólk er alltaf að reyna neita sér um allt skemmtilegt og gott,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, matgæðingur og sérfræðingur í hollmeti, spurð út í hollráð fyrir þá sem vilja ganga hægt um gleð- innar dyr á matarhátíðinni sem aðventan getur verið. Einfalt mál að gera vel við sig Hún segir tiltölulega einfalt mál að gera vel við sig í mat og drykk og leyfa sér reglulega sætindi án þess að ganga fram af líkamanum. „Ég held að það sé miklu meira gaman að leyfa sér eitthvað óhollt, sætindi og annað, ef maður borðar mestmegnis holl- an og hreinan mat. Þá fara sætindin líka miklu betur í mann. Lykilatriðið tel ég líka vera að borða góða, lífsnauðsynlega fitu sem margir borða ekki nóg af. Fita, eins og prótein, temprar blóðsykurinn hjá okkur og heldur honum jöfnum. Ef maður er mettur af hollum mat og næringarrík- um sem og lífsnauðsynlegri góðri fitu – þá sækir maður miklu minna í sætindi. Góða fitan slær á sætindalöngun og fíkn því hún mettar okkur og lætur okkur líða vel. Svo er annað að maður borðar almennt minna þegar maður borðar nær- ingarríkan mat almennt, því þá er líkam- inn mettur af næringu sem líka slær á ofát hefur mér fundist.“ Flestar uppskriftir þola minni sykur Sjálf segist Ebba borða sætindi á líklega hverjum degi. „En ég baka ávallt sjálf eða útbý og nota heilnæmt og hreint hráefni. Það tekur miklu styttri tíma en fólk held- ur, maður er enga stund að skella í brún- tertu eða kókóskúlur sem dæmi og það tekur fjórar mínútur að henda í vöfflur. Maður er sneggri heldur en að sendast út í búð eftir pakkablöndunni.“ Eins og í annarri matseld er galdur- inn við heimabaksturinn gott hráefni og ekki verra ef það er lífrænt, segir Ebba. „Ég nota pálmasykur/kókossykur. Hann er með lægri sykurstuðul en venjulegur sykur og hækkar blóðsykurinn minna, sem er heppilegt. Og svo þarf auðvitað góða fitu í kökurnar, hægt er að nota bæði smjör eða kókosolíu. Þar að auki kaupi ég eingöngu lífrænt mjöl og hamingjusöm egg.“ Að mati Ebbu þola flestar uppskriftir líka að sykurmagnið sé minnkað rækilega án þess að það bitni á bragðinu. „Ég reyni að minnka sykurinn eins mikið og ég get án þess að kakan verði vond. Ef ég væri til dæmis að nota gamla uppskrift frá ömmu myndi ég líklega minnka sykurinn um helming og byrja þar, smakka deigið til og nota stevíu, náttúrulegt sætuefni, ef til þarf að sæta meira. Segjum að við séum með uppskrift sem í eru 200 grömm af hveiti eða spelti, þá myndi ég aldrei nota meira en 100 grömm af sætu, jafnvel minna. Í gamla daga var oftar en en ekki notaður jafn mikill sykur og hveiti, eða meira jafnvel, sem er hreinasti óþarfi og alls ekkert betra. Mátulega sætar kökur eru miklu betri og fara betur í okkur en dísætar kökur. En þegar maður er búinn að borða góðan mat í jólaboði, til dæmis kalkún eða hnetusteik og meðlæti, þá þolir maður alveg að borða smá sætt á eftir, jafnvel eitthvað sætara en maður er vanur því þá er eitthvað hollt undir í maganum sem þýðir að sætindin fara miklu betur í mann heldur en í tóman magann.“ Æfa, æfa, æfa „Ég verð að æfa og æfa og æfa, fæ ekkert helgarfrí. Það gefst yfirleitt voða lítill tími í annað.“ Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta Gísli Ásgeirsson, þýðandi Hleypur hist og her „Ég ætla að hlaupa hist og her, aðallega her, um Stór- Hafnarfjarðarsvæðið, rækta minn innri mann, kenna kettinum að heilsa og vera góður við smælingja.“ Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Föndur, dans og skák „Við byrjum á jólaföndri í Austurbæjarskóla í dag, ég og ættarlaukarnir mínir tveir, höldum svo þaðan út í Viðey og stígum friðardans. 1. desember 2012 LAUGARDAGURHELGIN Mátulega sæt aðventa Aðventan er tími sem margir hugsa um að gera vel við sig í mat og drykk. Til eru þó þeir sem hrýs hugur við tilhugsuninni um allan sykurinn og aðra óhollustu sem er gjarnan fylgifiskur jólaboðanna. Óttist eigi, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hollmeti. Það er vel hægt að njóta góðs og holls matar sem leikur við bragðlaukana yfir hátíðarnar. Gylfi Freeland Sigurðsson, myndlistarm. og trommari Flug og tónleikar „Ég ætla að taka flugið heim frá Akureyri í dag. Kíki svo á tónleika Ghostdigital í kvöld. Kannski fær maður sér svo eins og einn kokkteil. CAFÉ LATTE LANGVINSÆLASTI KAFFIDRYKKURINN Á Kaffi tári í Bankastræti er Café Latte langvinsælasti kaffi drykk- urinn segir Kristín Ingimarsdóttir kaffi barþjónn sem sýndi Fréttablaðinu hvernig setja eigi saman helstu drykki. Hún segir gamaldags uppáhellingu sækja í sig veðrið. Rjómi Mjólkurfroða Mjólkurhattur Flóuð mjólk Tvöfaldur espressoEinf. espresso Tvöfaldur espresso Einf. espresso Heitt súkkulaði Einf. espresso Espresso Latte Macchiato Cappuccino Sviss mokka Stærð bollanna sem drykkirnir eru bornir fram í er mjög mismunandi. ➜ „Ég reyni að minnka sykurinn eins mikið og ég get án þess að kakan verði vond. Ef ég væri til dæmis að nota gamla uppskrift frá ömmu myndi ég líklega minnka sykurinn um helming og byrja þar, smakka deigið til og nota stevíu, nátt- úrulegt sætuefni, ef til þarf að sæta meira. Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.