Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 41
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Ég veit ekki hvort ég er á réttri hillu. Held að grúsk-blaðamennska og frétta-flutningur af í mesta lagi kartöfluuppskeru í Þykkvabænum ættu mun betur við mig. En þegar búið var að senda mig einu sinni inn í stríðsátök var ég greinilega búinn að fá stimpil sem stríðsfréttaritari. Það er mis- skilningur. Ég er sjálfstætt starf- andi kvikmyndatökumaður og ljós- myndari og þetta er einungis hluti af verkefnunum, sem betur fer.“ Hvernig byrjaði þetta? „Eftir nám í kvikmyndagerð í London var ég í þrjú ár hjá Sjónvarpinu en varð að hætta vegna þess hversu matur- inn hjá Kristjáni í mötuneytinu þar var hættulega góður. Síðan hefur hvergi verið hægt að hafa mig í fastri vinnu. Ég svara bara beiðnum sem berast. Er eiginlega mella með myndavél – með fullri virðingu fyrir þeim.“ Ekki stríðsfíkill Þú hefur unnið fyrir nánast allar sjónvarpsstöðvar sem skipta máli, hvernig virkar þetta? Ferð þú af stað með myndavélina á eigin vegum og selur síðan efnið eða hringir einhver sjónvarpsstöðin í þig og biður þig að fara? „Menn sjá fyrir sér að ég þurfi að stunda einhverja sölumennsku en það er ekki þannig, ég gæti ekki selt vatn í Sahara. Ég er bara eins og leigu- bílstjóri. Menn hoppa upp í bílinn og segja mér hvert á að fara. Það er ekki svo stór hópur sem stendur í þessu þannig að ég á orðið góð tengsl við flesta. Ég sækist ekkert eftir byssukjöftum en hafna þó heldur ekki slíkri áhættu eins og margir aðrir sem taka ekki í mál að fara á styrjaldarsvæði. Því endar það oft með því að leitað er til mín.“ Staðalímynd stríðsfréttaritara er sú að hann sæki í spennuna og adrenalínkikkið sem stríði fylgir. Þú vilt ekki kannast við það? „Ég er ekki stríðsfíkill, ef þú átt við það. Til þess þyrfti að fylgja þessu eitt- hvert adrenalínkikk. Ég fæ það bara ekki. Sennilega vantar í mig adr- enalínið nema það hafi týnst ein- hvers staðar á leiðinni. Ég þekki að minnsta kosti ekki þetta kikk. Er upptekinn við annað á meðan lætin ganga yfir og yfirleitt bara að pæla í því að koma efninu frá mér og halda græjunum gangandi. Ég er til dæmis með gervihnatta- sendi sem gengur fyrir batteríum og þarf að hlaða, sem er auðvitað ekki auðvelt í rafmagnsleysi sem yfirleitt fylgir svona ástandi. Oft erum við ansi berskjaldaðir, bæði þegar við erum að mynda og ekki síður þegar við erum að leita að góðu gervihnattarsambandi til að skjóta merkinu upp. Í Trípólí í fyrra var það til dæmis hvergi hægt nema beint fyrir framan hótelið, sem var engan veginn góður staður að vera á í miðri skothríðinni. Ég reyndi þá bara að skríða í skjól rétt á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir og græjurnar voru að senda efnið. Ég man ekki eftir að hafa átt neitt erfitt með að festa svefn á eftir.“ Verðurðu aldrei hræddur? „Nei, eiginlega ekki. Eða, jú, loftárásir skelfa mig, ég viðurkenni það. Þú heyrir hvininn þegar sprengjurnar koma en veist aldrei hvar þær lenda. En þá hugga ég mig við að sprengjan sem grandar þér sé sprengjan sem þú heyrir aldrei springa. Þannig að það er ákveðinn léttir þegar ég heyri sprenginguna, þótt það komi fyrir, nú síðast í Sýrlandi, að þrýst- ingurinn sé það nálægur að hann nái að fella mig í götuna.“ „Þessi maður er brjálaður“ Kemur þessi skortur á ótta þér aldrei í ógöngur? „Nei, ég get ekki sagt það. En það er stundum svolítið skrítið að upplifa óttann í gegnum aðra. Í styrjöldinni í Líbanon 2006 var ég við Litani-ána með ljósmynd- ara sem ég vinn oft með. Ísraelski flugherinn var nýbúinn að sprengja upp brúna yfir ána og nú voru menn að stelast til að dæla bensíni yfir ána í slöngu sem dregin hafði verið á milli tveggja olíubíla sem stóðu hvor á sínum bakkanum. Ég leitaði að góðum útsýnispunkti og fann í vanhugsun ekki annan betri en að standa uppi á öðrum drekkhlöðnum olíubílnum. Svona eftir á að hyggja var það ekki sérlega gáfulegt því ísraelsku herþoturnar sveimuðu yfir og voru farnar að skjóta aðvör- unarskotum. Ljósmyndaranum brá svo við að sjá mig uppi á bílnum við þessar aðstæður að hann lét ferja sig í snatri yfir ána og alla leið úr landi. Það síðasta sem ég heyrði var: „Þessi maður er brjálaður“ og hann er enn að tala um þetta skelfingar- augnablik í lífi sínu.“ En þú hefur lent í því að vera bar- inn og tekinn til fanga oftar en einu sinni. Vekur það engan ótta? „Ég er búinn að leita að vondu köllunum í öll þessi ár, þessum ill mennum sem alltaf er verið að tala um, en get vart sagt að ég hafi fundið þá enn þá. Jafnvel þótt þeir séu að berja mig í augnablikinu ímynda ég mér að þeir hljóti að vera yndislegir inn við beinið og vafalaust mjög góðir við börnin sín. Stundum þegar heitt verður í kolunum, við handteknir og búið að taka af okkur vélarnar, þá segi ég til að róa félaga mína: „Sanniði til. Þetta er bara æsingur augnabliksins. Á morgun þegar allir eru búnir að jafna sig verðum við Enn að leita að vondu köllunum Jón Björgvinsson hefur heimsótt stríðsátakasvæði um allan heim til að flytja þaðan fréttir og myndir fyrir ýmsar sjónvarps- stöðvar og hjálparsamtök. Reglulega sjáum við hann á skjánum í fréttum RÚV, flytjandi fréttir af stríði. Hann segist ekki vera stríðsfíkill, þótt slík átök tilheyri vinnunni. Hann er ekki einu sinni viss um að þetta starf henti honum sérlega vel. STUND MILLI STRÍÐA Með aðdáanda í Búrkína Fasó 2012. STRÍÐSFRÉTTARITARINN Jón Björgvinsson flytur fréttir af átökum í Syrte í Líbíu 2011. „Við vorum búnir að bíða vikum saman í Peshawar í Pakistan þegar Kabúl í Afganistan féll árið 2001. Þegar við fréttum að búið væri að hrekja talíbana út úr Kabúl rukum við yfir landamærin í gegnum Khyber-skarðið og komumst til Jalalabad í Afganistan. Þar voru menn hikandi við að halda lengra eftir erfiðum vegi til Kabúl en við riðum á vaðið. Allt gekk vel en við stoppuðum einu sinni á leiðinni til að setja upp gervihnattasíma og hringja. Við komumst til Kabúl en næstu tveir bílar komust aldrei í gegn. Það var ráðist á þá og fjórir fréttamenn í þeim skotnir til bana, nákvæmlega á þeim stað sem við höfðum stoppað á. Kannski hafði viðdvöl okkar stuttu áður kveikt athygli talíbana eða hreinlega bófa í þessu villta vestri. Þetta var mikið áfall og lokaði vitanlega leiðinni í kjölfar okkar. Sendibúnaðurinn sem ég þurfti kom því ekki fyrr en rúmri viku síðar. Þarna vorum við í hringiðu heimsviðburðanna einangraðir í Kabúl og komum ekki frá okkur efni nema í dropatali í borg sem erfitt var að komast um vegna vegatálma og útgöngubanns. Eftir fleiri daga svefnleysi og basl hét ég sjálfum mér að fara aldrei af stað aftur við svona kringumstæður nema með eigin klippi- og sendibúnað. Sem betur fer hefur tækninni fleygt það mikið fram að nú er það orðið mun auðveldara.“ Mesta dramað „Ég flutti upphaflega úr landi vegna mikilla og oft fyrirvaralítilla ferðalaga til að mynda eldgos. Ég varð hreinlega að búa miðsvæðis í Evrópu og stutt frá alþjóðaflugvelli. Ég hafði hitt franskan heimildarmyndaframleiðanda sem taldi fullvíst að ég kynni að taka myndir af eldgosum úr því að ég væri kvikmyndatökumaður og frá Íslandi. Það var vitanlega alrangt en þetta ævintýri stóð svo í sex ár og endaði fyrir mig í Heklugosi. Ég varð eftir á Íslandi til að kynna og stýra nokkrum þáttum í Sjónvarpinu en hin fóru öll og aldrei þessu vant án mín til Japans að mynda gos í Unzen-fjalli. Þau komu aldrei aftur úr þeirri ferð, fórust tíu talsins ásamt þrjátíu öðrum. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því hvaða hættu við værum oft að leggja okkur í við þessar eldfjallamyndatökur. Maurice Krafft eldfjallafræðingur, sem var framleiðandinn, lét mig einu sinni kenna sér fyrstu línurnar úr íslenska þjóðsöng- num. Sagði við mig: „Jón, hverjar eru líkurnar á að franskur eldfjallafræðingur, syngjandi íslenska þjóðsönginn, verði fyrir glóandi eldskýi eða hraundranga á framandi eldfjalli?“ „Mjög litlar,“ svaraði ég. Ég ímynda mér að hann hafi gleymt að söngla Ó, guð vors lands á leiðinni upp Unzen.“ Íslenski þjóðsöngurinn verndarmantra Friðrika Benónýsdóttir friðrikab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.