Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 60
Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar er fjölbreytt, nefna má einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, stuðning til náms, lyfjaaðstoð, stuðning vegna skólagöngu og tómstundaiðju barna, sjálfstyrkingarnámskeið, fataúthlutun, fjármálaráðgjöf og mataraðstoð. Eftir fyrsta heila starfsárið þar sem eingöngu voru notuð inneignarkort í matvöruverslunum í stað matar úr matarbúri, er óhætt að segja að reynslan hafi verið mjög góð. Það styður rannsókn sem gerð var meðal skjólstæðinga. Ekki síst varð það breyting gagnvart börnum sem sjá nú foreldra sína kaupa í matinn eins og aðra. Með umsókn um inneignarkort þurfa að fylgja gögn um tekjur og gjöld. Þar sem afgangsfé er undir viðmiðunarmörkum er aðstoð veitt. Vegna takmarkaðs fjármagns miðast kortin við barnafólk á höfuðborgar- svæðinu en öðrum er vísað á önnur samtök sem starfa á svæðinu. Þar sem öðrum samtökum er ekki til að dreifa geta allir, líka barnlausir, sótt um kortin. Áfram stendur öllum til boða lyfjaaðstoð, menntunarstyrkir og fleira og allir hvattir til að þiggja ráðgjöf. Hana veita félags- ráðgjafar Hjálparstarfsins og félags- og sálfræðingar Félagsþjónustu kirkjunnar, ókeypis, eftir þörfum. Fjármálaráðgjöf með lífsleikniívafi er mjög vel sótt. Ungmennum sem fá styrk úr Framtíðarsjóði til að ljúka starfsréttindum eða komast í lánshæft nám fjölgar enn. Um allt land Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð um allt land í gegnum presta, félagsráðgjafa og námsráðgjafa. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að sækja um aðstoð á skrifstofu Hjálparstarfsins, að Háaleitisbraut 66. Jólaaðstoð Hjálparstarfsins 2012 Tekið er við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfsins, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, frá kl. 11–15 eftir- farandi daga: 5., 6., 12. og 13. desember. Utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að sækja um hjá prestum um allt land í síðasta lagi 10. desember. Gögn um tekjur og gjöld þurfa að fylgja umsóknum. Korthafar geta sótt um á netinu Þeir sem þegar hafa farið í gegnum umsóknarferli Hjálparstarfsins og eru með virkt inneignarkort geta sótt um jólaaðstoð á netinu á vefnum www.help.is. Undir liðnum, Aðstoð innanlands, er valinn hnappur- inn, Sótt um aðstoð og umsókn fyllt út. Síðasti umsóknardagur er 15. desember. Úthlutað verður 18., 19. og 20. desember kl. 11–15. Inneignarkort hafa reynst vel Friðarljós Þegar hátíð ljóss og friðar nálgast er sannarlega við hæfi að kveikja á Friðarljósum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta eru útikerti sem þekkt eru fyrir gæði og að loga lengi. Þau eru búin til í Heimaey, vernduðum vinnustað í Vestmannaeyjum. Þegar veislu halda skal, þegar lýsa á upp leiði ástvina, þegar lýsa þarf upp myrkur úti við, eru Friðarljósin lausnin. Um leið er stutt við fjölbreytt starf Hjálparstarfs kirkjunnar og verndaðan vinnustað. Þeir sem vilja selja Friðarljós Hjálparstarfsins í fjáröflunarskyni geta haft samband við skrifstofuna í síma 528 4400. 4 – Margt smátt ... Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Birgir Á sgeirsson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum og fulltrúum Hjálparstarfs kirkjunnar. Mótettukór Hallg ír mskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti: B jörn Steinar Sólberg. Gjöfum t il Hjálparstarfs kirkjunnar veitt móttaka. fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember kl. 11 Mynd: Þorkell Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.