Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 39
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er ekki á þeirri skoðun að banna eigi getu-skiptingu á æfingum barna í hóp-íþróttum. Sigurður er yfirmaður fræðslumála hjá Knattspyrnusam-bandi Íslands. „Það eru einhverjir
foreldrar sem hafa gripið þessa umræðu á
lofti og tjáð sig um þetta. Ég hef ekki heyrt
í neinum þjálfara sem vill breyta þessu. Það
eru um 700 knattspyrnuþjálfarar sem eru að
þjálfa um 16.000 leikmenn í yngri flokkum
landsins. Ég er ósammála því að kerfið sem
við erum að nota sé ekki gott,“ segir Sigurður
og bendir á ýmsar tilraunir sem gerðar hafa
verið.
„Þeir sem hafa prófað að getuskipta ekki
hafa séð aðra hlið á þessu. Menn hafa mælt
þann tíma sem krakkarnir voru með boltann
í leik og hve oft þeir snertu boltann þar sem
fimm léku gegn fimm í blönduðum liðum. Það
sem kemur í ljós er að D-liðs leikmaðurinn í
5 mínútna leik var með boltann í 4 sekúndur
en A-liðs leikmaðurinn var með boltann í eina
mínútu. Þeir sem eru slakari fá boltann nán-
ast aldrei og leikurinn fer bara fram hjá þeim.
Þeir eru eins og áhorfendur, sem gæti leitt til
brottfalls. Að mínu mati er betra fyrir þá sem
eru lakari að vera í getuskiptum hópum. Þegar
leikmenn mæta öðrum leikmönnum sem eru á
sama getustigi þá upplifa þeir meiri árangur
og þeirra upplifun er allt önnur, skora mörk,
verja boltann, svo eitthvað sé nefnt.“
Sigurður er einnig ósammála því að getu-
skipting leiði til þess að aðeins bestu leik-
mennirnir fái alla athygli þjálfarans á æfing-
um. „Það er ekki rétt. Flestir þjálfarar sinna
öllum sínum leikmönnum, vissulega eru allt-
af svartir sauðir sem gera það ekki, en ég
fullyrði að það eru aðeins örfáir aðilar. For-
eldrar eiga ekki að sætta sig við að þjálfari
sinni aðeins leikmönnum í A-liðinu. Það þarf
ekki að breyta getuskiptingakerfinu til þess
að laga slíkt. Það á að skipta um þjálfara í
slíkum tilvikum eða senda þá á námskeið til
þess að breyta þeirra hugsun. Við erum að
gera eitthvað rétt. Við erum með 21.000 iðk-
endur og þar af 16.500 sem eru yngri en 16
ára. Þessar tölur væru ekki svona háar ef
við værum ekki á réttri leið og börnin væru
ánægð í fótboltanum. Auðvitað koma alltaf
upp einhver atvik sem eru ekki eins og við
vildum hafa þau í svona stórri hreyfingu.
Það eru ekki góð rök að vilja breyta heilu
kerfi til þess að laga slíka hluti. Það er rosa-
lega mikið af mótum í boði fyrir yngri leik-
menn. Heilt yfir finnst mér að þjálfarar hafi
dregið úr þeim áherslum að leggja allt í söl-
urnar til að vinna leiki hjá þeim yngstu. Og
það hefur einnig dregið úr því að einstaka
leikmenn séu að fá viðurkenningar á slíkum
mótum. Að mínu mati þarf að vera gott jafn-
vægi í hlutfallinu á milli keppni og æfinga.“
Varasamt að leggja áherslu á sigur
Metnaður þjálfara og þeirra sem stýra gangi
mála í yngri flokkum getur oft villt mönnum
sýn að mati Sigurðar.
„Stærsta vandamálið sem við erum að glíma
við er að það eru vel menntaðir þjálfarar sem
eru að þjálfa yngstu leikmennina og þeir hafa
metnað til að færa sig ofar. Þeir vilja fá tæki-
færi til þess að þjálfa eldri flokka. Hættan er
sú er að þessi þjálfarar leggja alla áherslu á A-
liðið og þar með minni fókus á þá sem eru lak-
ari. Það er líka ákveðið vandamál að þeir sem
leggja mat á störf þjálfara í yngri flokkum eru
stjórnarmenn í barna- og unglingaráði. Stund-
um er vinningshlutfall eina viðmiðið sem þar
er notað til þess að meta störf þjálfarans. Það
er ekki góður mælikvarði að mæla árangur
þjálfarans með því að telja sigurleikina. Við
eigum miklu frekar að horfa til þess hvort
það sé gaman á æfingum og fjölgun í iðkenda-
hópnum, hvort færni leikmanna sé að aukast
eða þjálfarinn sé að kenna leikmönnum eitt-
hvað gagnlegt. Þetta eru miklu stærri atriði
en sigur á einhverju krakkamóti. Við þurfum
að koma þessum skilaboðum til þeirra sem eru
að ráða þjálfara,“ segir Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson.
Betra fyrir þá lakari að vera
í getuskiptum hópum
Fyrirlestur sem Vanda Sigurgeirs-dóttir, lektor við íþrótta-, tóm-stunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, hélt sl. þriðju-dag á ráðstefnu um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi vakti athygli.
Umræðuefnið hjá Vöndu var hvort banna
ætti getuskiptingu barna í hópíþróttum.
Mikil umræða hefur verið um þetta málefni
á samskiptasíðum á veraldarvefnum á und-
anförnum dögum. Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son, M.Sc. í íþróttasálfræði og A-landsliðs-
þjálfari kvenna í knattspyrnu, er ósammála
því að hætta eigi að getuskipta á æfingum
barna í hópíþróttum. Fréttablaðið ræddi við
Vöndu og Sigurð þar sem þau lögðu fram sín
rök varðandi þetta mál.
Vanda var á sínum tíma í fremstu röð
sem knattspyrnukona og lék hún fjölmarga
A-landsleiki á árunum 1985-1996. Að henn-
ar mati þarf íþróttahreyfingin og þá sér-
staklega Knattspyrnusambandið að átta sig
á þeim vandamálum sem geta fylgt getu-
skiptingu og hætta að leggja áherslu á mikla
keppni hjá börnum í íþróttum.
„Það sem varð til þess að ég fór af stað
með þetta er að ég hef verið að safna sögum
undanfarin tvö ár frá foreldrum og börnum
um slæma upplifun sem tengist getuskipt-
ingu, þessari flokkun sem á sér stað þegar
við byrjum að skipta börnum upp í A-, B-
og C-lið. Og ég er að tala um börn 10 ára og
yngri í þessu samhengi. Sögurnar ganga út á
mismunun, tár í augum og sár í litlum hjört-
um. Ég hef því töluvert lengi haft áhyggjur af
getuskiptingunni og vildi skapa umræðu um
þau vandamál sem henni fylgja. Þá vildi ég
ekki síður vekja athygli á áhrifum of mikillar
keppni á börn. Ég hef á síðustu dögum heyrt
ýmis rök með getuskiptingu í fótbolta og get
alveg tekið undir sum þeirra, því sannarlega
eru fleiri en ein hlið á þessu máli, eins og
öðrum. Ég vil því ekki banna getuskiptingu
en bendi á að hún er vandmeðfarin, eins og
oft hefur komið fram. Ég er að vekja athygli
á raunverulegu vandamáli og ég tala máli
barna og foreldra, sem hafa upplifað van-
líðan og jafnvel niðurlægingu,“ segir Vanda.
Hætta á að einhver verði út undan
Hún bendir á að getuskipting sé ekki til stað-
ar í barnaíþróttum í fjölmörgum löndum og
að hennar mati hefur það kerfi fleiri kosti en
galla.
„Ég veit að þar sem börn hafa vanist því
að vera ekki í getuskiptum hópum þá er það
ekkert vandamál. Getuskipting getur haft í
för með sér neikvæða hluti og er ein af helstu
ástæðum fyrir því að henni var hafnað varð-
andi skólastarf á Íslandi fyrir 30 árum eða
svo. Ef hópar eru flokkaðir og sorteraðir
er hætta á að einhverjir verði út undan. Við
eigum ekki að vera upptekin af því að sigra í
barnaíþróttum. Það eru fleiri markmið með
íþróttaiðkun barna en bara að búa til afreks-
menn og það er mín skoðun að minni keppni
hjá börnum búi til fleiri afreksmenn. Það eru
til rannsóknir sem sýna fram á að við vitum
ekkert hvort einhver nær langt fyrr en um
eða eftir kynþroska,“ segir Vanda.
Kappsamir þjálfarar
Hún hefur sjálf upplifað að kappsamir
þjálfarar missa oft sjónar á heildarmynd-
inni þegar þeir eru við störf.
„Margir þjálfarar eru kappsamir og þeir
telja að árangur og sigrar séu eina mæli-
stikan. Ég hef upplifað þetta sjálf. Ég byrj-
aði ung að þjálfa og þegar ég var að byrja
að þjálfa sinnti ég meira þeim sem voru
betri. Í dag sé þessa hluti með allt öðrum
augum. Það er von mín að þrátt fyrir það
hafi umræðan náð eyrum einhverra þjálf-
ara, og ekki síður foreldra, og afleiðingin
verði að áhersla á keppni og það að vinna
í íþróttum barna minnki, til hagsbóta fyrir
öll börn, sem samkvæmt rannsóknum eru í
íþróttum til að hafa gaman, læra nýja hluti
og vera með vinum sínum,“ segir Vanda
Sigur geirsdóttir.
Getuskipting er vandmeðfarin
Fyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektors við HÍ, um hvort banna eigi getuskiptingu í hópíþróttum hjá börnum vakti mikla
athygli. Skiptar skoðanir eru um málið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, telur að núverandi kerfi gangi vel.
Vanda telur að of mikil áhersla sé lögð á keppni hjá þeim yngstu. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við Vöndu og Sigurð.
Tala máli barna sem hafa upp-
lifað vanlíðan og niðurlægingu