Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 31
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 30 Í nýrri aðalnámskrá eru jafnrétti, lýðræði, heil- brigði og velferð, ásamt læsi og sköpun, skilgreind sem grunnþættir skóla- starfs á Íslandi. Grunn- þættir. Það sem skipt- ir meginmáli í menntun barna og ungmenna. Samt sem áður berast ítrekað fréttir af starfi sem tengist framhaldsskólum landsins þar sem hópar fólks eru lítil lækkaðir. Má þar nefna nýleg dæmi um busavígslur, auglýsingar, mynd- bönd, nemendablöð, ummæli kenn- ara og lýsingu á íþróttaleik líkt og fjallað hefur verið um í fréttum. Yfirleitt beinist fyrirlitningin að konum. Íslenskar rannsóknir gefa einnig til kynna aukin neikvæð við- horf í garð stúlkna og kvenna. Gegn grunnþáttum Slík kvenfyrirlitning gengur gegn ofangreindum grunnþáttum mennt- unar. Það er með ólíkindum að það sé liðið á sama tíma og mikil vakn- ing hefur orðið um skaðsemi ein- eltis. Einnig má nefna að kynferðis- leg áreitni er skilgreind í lögum sem „kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verð- ur, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin“. Á heimasíðu Jafn- réttisstofu kemur fram að kynferð- isleg áreitni sé ekki eingöngu lík- amleg áreitni, heldur geti t.d. grófir „brandarar“ á kostnað einstaklings eða hóps, eða klámmyndir á veggj- um, talist vera kynferðisleg áreitni. Okkur þykir leitt að beina athygl- inni að þessum hliðum unglingsáranna þegar ljóst er að fáir einstak- lingar bera ábyrgð á þeim atvikum sem um ræðir. Það væri ólíkt skemmti- legra að fjalla um allt það hæfileikaríka og ábyrga unga fólk sem er í fram- haldsskólum landsins, enda fullt tilefni til. Nýlegar rannsóknir sýna að ungt fólk á Íslandi stendur sig sífellt betur, til dæmis hvað varð- ar ábyrga neyslu áfengis. Einnig er vert að benda á að fréttir hafa borist af kvenfyrirlitningu á fleiri skólastigum, svo sem innan veggja háskólanna. En því verður ekki neitað að atburðir síðustu mánaða leiða í ljós að stúlkur verða oft fyrir kynferð- islegri áreitni innan framhalds- skólanna. Ekki verður heldur fram hjá því litið að slíkt á sér oft stað í tengslum við starfsemi nemenda- félaganna. Bregðast þarf hraðar við Enginn getur fríað sig ábyrgð á því að tekið verði á þessum vanda – síst við sem berum ábyrgð á menntun unglinga. Sums staðar hafa verið stigin skref í þá átt. Sem dæmi má nefna verkefnið „Heilsueflandi framhaldsskóli“ þar sem fjallað er um baráttu gegn klámvæðingu. Einnig hafa einstakir framhalds- skólar stigið jákvæð skref til að sporna við klámvæðingu. Þó er ljóst að bregðast þarf mun hraðar og markvissar við – það er óþol- andi að stúlkur þurfi að sitja undir niðurlægjandi orðum, gjörðum og myndum í fjölmörgum skólum. Við skorum á þá sem bera ábyrgð á uppeldi, þjálfun og menntun barna og unglinga að grípa þegar til aðgerða til að sporna við kvenfyrir- litningu, þar með talinn mennta- og menningarmálaráðherra, háskóla- kennarar sem sinna menntun fag- fólks, stjórnendur framhaldsskóla og kennarar og þjálfarar unglinga. Hér eru skref sem hægt er að stíga: • Stjórnendur framhaldsskólanna marki sér tafarlaust stefnu um hvernig megi sporna við aukinni kvenfyrirlitningu og hvers kyns niðurlægingu í garð einstak- linga eða hópa og hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilfelli koma upp. • Hver framhaldsskóli skili mennta- og menningarmála- ráðherra áætlun um hvernig þeir innleiði námskrárákvæði er varðar jafnréttismenntun á skólaárinu 2013-2014. • Skólastjórnendur kynni árlega fyrir skólaráði viðkomandi skóla allar ábendingar um að komið sé fram við nemendur af vanvirð- ingu og hvernig hafi verið brugð- ist við hverju tilfelli. • Stjórnendur og kennarar fram- haldsskóla verði sér út um leið- beiningar og kennsluefni um hvernig megi stuðla að jafnrétti í skólum. Hér má m.a. benda á Kynungabók frá árinu 2010 og Jafnréttishandbók fyrir starfs- fólk skóla frá árinu 2000. • Samsvarandi fræðsla fari fram fyrir aðra sem starfa með ung- mennum, svo sem þjálfara, starfsfólk félagsmiðstöðva og leiðbeinendur í vinnuskólum. • Allir háskólakennarar sem kenna fagfólki á sviði uppeldis, þjálf- unar og menntunar fái leiðbein- ingar og kennsluefni um hvernig megi stuðla að jafnrétti í skólum. • Allir háskólakennarar sem kenna fagfólki á sviði uppeldis, þjálf- unar og menntunar fjalli í nám- skeiðum sínum um rétt nemenda á að líða vel í skólanum, hvernig megi stuðla að því og hvernig eigi að bregðast við ef svo er ekki. • Kennarar í framhaldsskólum sem vinna með nemendafélög- um eða bera ábyrgð á starfi þeirra fái skýrar leiðbeining- ar um ábyrgðina sem fylgir því hlutverki. • Félag framhaldsskólanema láti sig málið varða og stuðli að því að fjallað sé af virðingu um alla nemendur í öllu starfi nemenda- félaganna. Það eru til margar aðrar leiðir en það eina sem gengur ekki, er að gera ekki neitt. Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikur- inn um hinar duldu eign- ir, sem gengið höfðu kaup- um og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reynd- ust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífs- björgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endur- reisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónu- legar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harm- leikurinn um hinar uppblásnu eign- ir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raun- virði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingi- björg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hruns- ins, Íbúðalánasjóður, þurfi að und- irgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opin- berlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum millj- arða þegjandi og hljóða- laust, því ekki má trufla hinn við- kvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjöl- miðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjarg- ar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúru- lega ekki. Ekki nóg með það, for- stjórinn ætlar að kenna þingmönn- um það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á við- skiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi? ➜ Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt … ➜ Enginn getur fríað sig ábyrgð á því að tekið verði á þessum vanda – síst við sem berum ábyrgð á menntun unglinga. Mannfyrirlitning á ekki að líðast Opnað eftir hádegi ÍBÚÐALÁNA- SJÓÐUR Ásmundur Ásmundsson verkfræðingur MENNTAMÁL Steinunn Gestsdóttir Ólafur Páll Jónsson Kristín Jónsdóttir Jóna Ingólfsdóttir kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands VÖTN & VEIÐI Stangveiði á Íslandi 2012 Veiðisögur • Veiðisvæði • Veiðifréttir • Veiðimenn á Í l d i 2012 Fæst á flestum bóksölustöðum JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.