Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 142
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | 114
við fylgjum „strákunum oKKar“ aLLa leið á hm
risaslagur Í beiNNi
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
KIEL - ATLETICO MADRID
MONTPELLIER - FLENSBURG
meistaradeildin í handbolta
SUNNUDAG KL. 16.10
SUNNUDAG KL. 17.50
KÖRFUBOLTI LeBron James, leik-
maður meistaraliðs Miami Heat,
er vinsælasti leikmaður NBA-
deildarinnar ef marka má sölu-
tölur á keppnistreyjum frá því í
apríl á þessu ári fram til dagsins í
dag. James var í fjórða sæti á þess-
um lista í apríl en vinsældir hans
hafa aukist eftir að Miami Heat
tryggði sér meistaratitilinn í vor.
Þá var James lykilmaður í banda-
ríska landsliðinu sem tryggði sér
gullverðlaunin á Ólympíuleikun-
um í London. James var ennfremur
kosinn besti leikmaður NBA-deild-
arinnar síðasta vor, í þriðja sinn á
síðustu fjórum leiktíðum .
New York Knicks er „heitasta“
liðið á listanum en keppnistreyjur
liðsins hafa ekki verið í efsta sæti
sölulistans frá árinu 2004.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rus-
sel Westbrook hjá Oklahoma City
Thunder kemst á listann yfir sölu-
hæstu keppnistreyjurnar. Rajon
Rondo og Chris Paul fara báðir upp
um fjögur sæti og Lakers er eina
liðið sem á þrjá leikmenn á topp-
15 listanum.
Derrick Rose var í efsta sæti
listans í apríl. Athygli vekur að
vinsældir Jeremy Lin hafa minnk-
að gríðarlega eftir að hann fór til
Houston. Keppnistreyja Lins var í
2. sæti á þessum lista í apríl þegar
hann var leikmaður NY Knicks en
hann er ekki á topp-15 listanum í
dag. - seth
LeBron James er
kóngurinn í NBA
Jeremy Lin bólan sprungin ef marka sölu á keppnistreyjum NBA-leik-
manna frá apríl fram til dagsins í dag. LeBron James selur nú mest.
➜ Vinsælustu liðin í
NBA-deildinni:
1. New York Knicks
2. Miami Heat
3. Los Angels Lakers
4. Chicago Bulls
5. Boston Celtics
6. Oklahoma City Thunder
7. Brooklyn Nets
8. Los Angeles Clippers
9. San Antonio Spurs
10. Dallas Mavericks
➜ Fimmtán vinsælustu
NBA treyjurnar
1. LeBron James, Miami Heat #6
2. Kevin Durant, Oklahoma #35
3. Kobe Bryant, LA Lakers #24
4. Carmelo Anthony, New York #7
5. Derrick Rose, Chicago Bulls #1
6. Rajon Rondo, Boston #9
7. Dwayne Wade, Miami Heat #3
8. Blake Griffin, LA Clippers #32
9. Dwight Howard, LA Lakers #12
10. Chris Paul, LA Clippers #3
11. Deron Williams, Brooklyn Nets #8
12. Russell Westbrook, Oklahoma #0
13. Steve Nash, LA Lakers #10
14. Paul Pierce, Boston #34
15. Dirk Nowitzki, Dallas #41
KÖRFUBOLTI Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs
í NBA-deildinni, fer sínar eigin leiðir en fékk sterk við-
brögð frá körfuboltaheiminum eftir að hann sendi fjóra
af fimm stigahæstu leikmönnum liðsins heim til Texas
fyrir stórleikinn á móti Miami Heat í fyrrinótt.
Spurs hefur verið á sex leikja útivallartúr á Austur-
ströndinni og Popovich sagði sína leikmenn vera þreytta.
Leikurinn í Miami var ellefti útileikur liðsins í mán-
uðinum.
Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili
og Danny Green fengu allir frí en óþreytt
Miami-lið vann leikinn 105-100. Spurs
var líka án þeirra Stephen Jackson og
Kawhi Leonard sem eru meiddir og
því var liðið aðeins með níu menn
í búning.
David Stern sagði fyrir leikinn að
þetta væri óásættanleg ákvörðun
og að félagið fengi harða refsingu.
Hann bað körfuboltaáhugamenn
einnig
afsökunar.
- óój
Sendi allar stjörnurnar
sínar heim
STÆRSTA STJARNAN Í NBA-DEILD-
INNI Lebron James átti einstakt ár
með Miami Heat og bandaríska lands-
liðinu og er langvinsælasti körfubolta-
maður heims í dag. NORDICPHOTOS/AFP