Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 51
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50 Steve Jobs Höfundur Walter Isaacson Þýðandi Helga Soffía Birgisdóttir Útgáfa Sena Fjöldi síðna 620 Chrisann Brennan Þegar líða tók að lokum síðasta misseris Jobs í Homestead, á vordögum 1972, fór hann að eiga vingott við stúlku sem hét Chrisann Brennan, sem var jafnaldri hans en á fyrsta ári í skólanum. Hún var afar lagleg með ljósbrúna lokka, græn augu, há kinnbein og fínlegt yfirbragð. Hún var einnig að ganga í gegnum skilnað foreldra sinna og það gerði hana berskjaldaðri en ella. „Við unnum saman að hreyfimynd og byrjuðum síðan saman og hún var fyrsta alvöru kærastan mín,“ sagði Jobs. Brennan sagði síðar: „Steve var svolítið klikkaður. Þess vegna varð ég skotin í honum.“ Klikkun Steves var af því tagi sem maður ræktar með sér. Hann var þá þegar byrjaður á tilraunum með áráttukennt mataræði og át aðeins grænmeti og ávexti enda var hann mjög grannur og spengilegur. Hann hafði tamið sér að stara á fólk án þess að depla augum og hafði náð fullkomnum tökum á því að þegja löngum stundum og rjúfa svo þagn- irnar með skyndilegum orðaflaumi. Þessi einkennilega blanda af ákafa og fálæti, í bland við axlasítt hárið og tjásulegt skegg, léði honum yfirbragð sturlaðs seiðmanns. Hann sveiflaðist á milli þess að vera sjarm- erandi og óþægilegur. „Hann þvældist um og leit út fyrir að vera hálfbilaður,“ sagði Brennan. „Hann var haldinn miklum kvíða. Það var eins og hann væri umluktur gríðar- legu myrkri.“ Jobs var farinn að taka sýru og hann kom Brennan upp á það líka, á hveitiakri rétt utan við Sunnyvale. „Það var frábært,“ sagði hann. „Ég hafði verið að hlusta mikið á Bach. Allt í einu fór hveitiakurinn að spila Bach. Þetta var stórkostlegasta tilfinning sem ég hafði upplifað fram að þessu. Mér leið eins og hljómsveitarstjóra í sinfóníu Bachs sem ómaði í hveitigrasinu.“ ●●● Reed College Sautján árum áður höfðu foreldrar Jobs strengt heit um leið og þau ættleiddu hann: Hann færi í háskóla. Þau höfðu því lagt hart að sér og sparað samviskusamlega í háskóla- sjóð, sem var ekki stór en dugði þó til þegar hann útskrifaðist úr framhaldsskóla. En Jobs, sem sífellt varð þrjóskari, gerði þeim ekki auðvelt að efna loforðið. Í fyrstu velti hann því fyrir sér að sleppa alveg háskóla- námi. „Ég hugsa að ég hefði líkast til farið til New York ef ég hefði ekki farið í háskóla,“ sagði hann þegar hann velti því fyrir sér hversu ólíkt líf hans – og kannski okkar allra – hefði verið ef hann hefði valið þá leið. Þegar foreldrar hans lögðu hart að honum að fara í háskóla brást hann við með yfirvegaðri frekju. Hann tók ekki í mál að fara í ríkisskóla eins og Berkeley, þar sem Woz var, þrátt fyrir að skólagjöldin væru mun viðráðan- legri. Hann vildi heldur ekki skoða Stanford, sem var í næsta nágrenni og myndi líklega bjóða honum skólastyrk. „Krakkarnir sem stunduðu nám í Stanford vissu strax hvað þeir vildu verða,“ sagði hann. „Þeir voru í raun ekkert listrænir. Mig langaði að vera í skóla sem væri meira listrænn og spenn- andi.“ Þess í stað heimtaði hann að sækja aðeins um inngöngu í Reed College, einka rekinn listaskóla í Portland í Oregon, sem var einn af dýrustu skólum landsins. Hann var í heimsókn hjá Woz í Berkeley þegar faðir hans hringdi til að láta hann vita að honum hefði borist bréf frá Reed þar sem honum var boðið pláss. Hann reyndi að fá hann ofan af því að þiggja það. Það gerði móðir hans líka. Þau sögðust ekki ráða við skólagjöldin. En sonur þeirra svaraði með afarkostum: Ef hann kæmist ekki í Reed þá færi hann ekki í háskóla. Þau gáfu sig, eins og venjulega. Það voru einungis eitt þúsund nemendur í Reed, helmingi færri en í Homestead High. Skólinn var þekktur fyrir frjálslyndan hippalífsstíl, sem fór svolítið einkennilega saman við miklar akademískar kröfur og stífan kjarna námsefnis. Fimm árum áður hafði Timothy Leary, helsti lærimeistari í speki skynörvandi uppljómunar, setið með krosslagðar lappirnar í matsalnum í Reed á háskólafyrirlestraferðinni sinni League for Spiritual Discovery (LSD) og messað yfir lýðnum: „Eins og allar stórar trúarhreyf- ingar sögunnar leitum við að guð dómnum hið innra … Þessi fornu markmið skil- greinum við í myndhverfingu samtímans – kveikja á, stilla inn, hverfa frá.“ Margir í Reed tóku öll þrjú boðin alvarlega, meira en þriðjungur nemenda skólans á áttunda ára- tugnum hvarf frá námi. Þegar kom að því að Jobs skyldi innritast um haustið 1972 óku foreldrar hans honum til Portland, en í enn einni uppreisninni vildi hann ekki leyfa þeim að koma með sér inn á lóðina. Reyndar sleppti hann því meira að segja að kveðja þau og þakka fyrir sig. Hann rifjaði þetta upp síðar með sjaldséðri eftirsjá: Þetta er eitt af því sem ég virkilega skammast mín fyrir í lífinu. Ég var ekki mjög tillitssamur og ég særði tilfinningar þeirra. Ég hefði ekki átt að gera það. Þau höfðu lagt svo mikið á sig til að koma mér þangað, en ég vildi bara ekki að þau væru þarna. Ég vildi ekki að neinn vissi að ég ætti foreldra. Ég vildi vera eins og munaðarleys- ingi sem hefði flækst um landið með lestum og bara allt í einu birst þarna, með engar rætur, engin tengsl, engan bakgrunn. Seint um árið 1972 varð grundvallarhugar- farsbreyting innan bandarískra háskóla. Áhugi þjóðarinnar á Víetnamstríðinu og her- kvaðningunni sem því fylgdi fór minnkandi. Pólitísk aðgerðastefna í háskólum dvínaði og margar samræður á síðkvöldum sner- ust í stað hennar um leit að leiðum til sjálfs- ræktar. Jobs varð fyrir miklum áhrifum af ýmiss konar bókum um andleg málefni og uppljómun, ber þar sérstaklega að nefna Be Here Now, sem var leiðarvísir um hug- leiðslu og undraheim ofskynjunar- lyfja eftir Baba Ram Dass, sem áður hét Richard Alpert. „Hún var stór- brotin,“ sagði Jobs. „Hún breytti mér og mörgum vinum mínum.“ Nánasti vinur hans á þessum tíma var annar nýnemi með jafn- rytjulegan skeggvöxt, Daniel Kottke, sem hafði hitt Jobs viku eftir að þeir hófu nám í Reed og deildi áhuga hans á zen, Dylan og sýru. Kottke var úr fínu úthverfi í New York, hann var klár en lág- stemmdur, blómabarn að háttalagi sem virkaði enn mýkri týpa vegna áhuga hans á búddisma. Sú andlega leit hafði leitt hann til þess að hafna veraldlegum eigum en honum fannst engu að síður mikið til segulbands- spilara Jobs koma. „Steve átti TEAC-græjur með tveimur spólum og svakalegt magn af Dylan-bútleggum,“ sagði Kottke síðar. „Hann var bæði mjög svalur og hátæknilegur.“ ●●● Þeir Kottke höfðu gaman af þýsku skákafbrigði frá nítjándu öld sem kallast Kriegspiel, þar sem menn sitja bak í bak, hvor með sitt taflborðið og tafl- menn, svo þeir sjá ekki taflborð og taflmenn andstæðingsins. Dóm- ari lætur vita hvort leik- ur sem leikmaður vill leika er leyfilegur eða ekki og leikmenn verða að reyna að átta sig á því hvar taflmenn andstæð- ingsins eru. „Klikk- aðasta skák sem ég fór í með þeim var í slengjandi slagveðri við arineld,“ sagði Hol- mes, sem gegndi hlut- verki dómara. „Þeir voru á sýrutrippi. Þeir tefldu svo hratt að ég átti í mesta basli við að halda í við þá.“ Önnur bók sem hafði gríðarleg áhrif á Jobs þetta fyrsta ár í háskóla var Diet for a Small Planet eftir Frances Moore Lappé, sem fjallaði um þann ávinning sem hljóta má af grænmetisfæði, bæði persónulegan og plánetunnar vegna. „Þá hætti ég eigin lega alveg að leggja mér kjöt til munns,“ sagði hann. En bókin ýtti einnig undir tilhneigingu hans til að leggjast í mjög öfgakennda matar kúra, sem fólu í sér úthreinsun, föstur eða að éta eingöngu eina eða tvær fæðutegundir, svo sem gulrætur og epli, vikum saman. Jobs og Kottke gerðust grænmetisætur af fullri alvöru fyrsta árið í Reed. „Steve tók það enn alvarlegar en ég,“ sagði Kottke. „Hann lifði á Roman Meal morgunkorni.“ Þeir versluðu hjá kaupfélagi bænda þar sem Jobs keypti kassa af morgunkorn- inu, sem entist honum út vikuna, og stór- ar pakkningar af heilsufæði. „Hann keypti stóra kassa af döðlum og hnetum og haug af gulrótum, síðan fékk hann sér Champion- safapressu og við bjuggum til gulrótarsafa og gulrótarsalöt. Það gekk einu sinni sú saga að Steve hefði einu sinni orðið appelsínu- gulur á litinn af öllu þessu gulrótaráti og það er nokkuð til í því.“ Vinir hans muna eftir því að hafa séð hann stundum með app- elsínugulan blæ yfir sér. ●●● … hverfa frá Jobs varð fljótlega leiður á háskólanum. Honum fannst gaman að vera í Reed, bara ekki gaman að sitja skyldunámskeiðin. Í raun varð hann undrandi yfir að komast að því að þrátt fyrir allan hippablæinn á skól- anum giltu mjög strangar kröfur um nám- skeið. Þegar Wozniak kom í heimsókn veif- aði Jobs stundatöflunni framan í hann og sagði: „Þeir láta mig taka alla þessa kúrsa.“ Woz svaraði: „Já, það er það sem þeir gera í háskóla.“ Jobs neitaði að sækja þá tíma sem hann var skráður í og fór þess í stað í þá sem hann langaði til að mæta í, eins og danstíma þar sem hann gat bæði leyft sköpunar- kraftinum að njóta sín og hitt stelpur. „Ég hefði aldrei neitað að taka skyldukúrsana, þar er munur á persónu- leikum okkar,“ sagði Wozniak kíminn. Jobs sagði síðar að hann hefði einnig verið kominn með samviskubit yfir því að eyða svo miklu af sparifé foreldra sinna í nám sem honum fa n nst ek k i þess virði. „Allt sparifé foreldra minna fór í að greiða háskólagjöld fyrir mig,“ sagði hann í frægri ræðu til útskriftarnema í Stanford. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi gera í lífinu og enga hugmynd um hvernig háskólinn átti að hjálpa mér að komast að því. Og ég var að eyða öllu því fé sem for- eldrar mínir höfðu safnað um ævina. Svo ég ákvað að hverfa frá námi og treysta á að þetta myndi allt einhvern veginn reddast.“ Hann langaði í rauninni ekki til að fara frá Reed, hann vildi bara hætta að greiða skólagjöldin og sitja námskeið sem hann hafði engan áhuga á. Það merkilega er að Reed leyfði þessu að viðgangast. „Hann var ákaflega fróðleiksfús og það var mjög heillandi,“ sagði deildarforseti yfir mál- efnum stúdenta, Jack Dudman. „Hann neitaði að gangast umhugsunarlaust inn á viðtekin sannindi og hann langaði til að skoða allar hliðar á sjálfum sér.“ Dudman leyfði Jobs að sækja tíma og gista hjá vinum á stúdentagörðunum eftir að hann hætti að greiða skólagjöldin. „Um leið og ég hætti í skólanum gat ég sleppt því að taka skyldunámskeiðin sem mér leiddust og farið að sækja tíma í þeim sem vöktu áhuga minn,“ sagði hann. Þar á meðal var kúrs í skrautritun sem hann fékk áhuga á eftir að hafa séð auglýsinga- spjöld í skólanum sem voru listilega hand- skrifuð. „Ég lærði um serif og sans serif, um hvernig breyta má bili á milli mismun- andi bókstafasamsetninga, um hvað það er sem gerir góða prentlist góða. Þetta var fal- legt, sagnfræðilegt, listilega hárfínt á hátt sem vísindin geta ekki fangað og mér fannst þetta heillandi.“ Þetta var enn eitt dæmið um hvernig Jobs staðsetti sig meðvitað á mótum lista og tækni. Í öllum framleiðsluvörum hans var þess gætt að tæknin færi listavel saman við frábæra hönnun, fágun, mannlega þætti og jafnvel rómantík. Hann var í fararbroddi þeirra sem stuðluðu að graf ískum og not- endavænum viðmótum. Skrautritunar námið átti eftir gegna stóru hlutverki að því leyti. „Ef ég hefði aldrei litið inn í þennan ákveðna tíma í háskóla hefði Makkinn aldrei haft fjölbreytt úrval leturgerða eða samræmt bil á milli fonta. Og þar sem Windows hermdi einfaldlega eftir Makkanum er líklegt að engin einkatölva hefði búið yfir þessu.“ Jobs skrimti í sínum bóhemíska lífs- stíl á jöðrum háskólasamfélagsins. Hann gekk oftast berfættur en klæddist sand- ölum þegar snjóaði. Elizabeth Holmes útbjó máltíðir fyrir hann og reyndi að halda í við áráttur hans varðandi mataræði. Hann safnaði gosflöskum til að fá skila- gjaldið, hélt áfram að mæta í Hare Krishna- hofið á sunnudögum til að fá ókeypis máltíð og klæddist dúnúlpu í ókynta bíl skúrnum sem hann leigði fyrir 20 doll- ara á mánuði. Þegar hann vantaði peninga tók hann að sér að dytta að rafeindabún- aði fyrir rannsóknarstofu sálfræðideildarinnar sem notaður var í til raunum á dýrahegðun. Chris- ann Brennan kom annað slagið í heimsókn. Sam- band þeirra hökti stefnu- laust áfram. En oftast nær sinnti hann hrær- ingum í eigin sálarkim- um og persónulegri leit sinni að uppljómun. „Ég óx úr grasi á töfrandi tímum,“ sagði hann síðar. „Meðvit- und okkar var hafin upp af zen og líka með LSD.“ Hann hélt því enn fram síðar á lífsleiðinni að ofskynjunarlyf hefðu átt sinn þátt í að færa sig nær því að öðl- ast uppljómun. „Það var mögnuð upp lifun að taka LSD, ein af þeim mikilvægustu á ævi minni. LSD sýnir manni að það er til önnur hlið á peningnum og maður man hana ekki þegar áhrifin dvína, en maður veit af henni. Það styrkti mig í trúnni á hvað skiptir máli – að skapa stórkostlega hluti í stað þess að búa til peninga, að veita hlutum aftur út í straum sögunnar og mannlegrar samvitundar að eins miklu marki og mér var unnt.“ Mögnuð upplifun að taka LSD Skömmu eftir að stofnandi og aðalhugmyndasmiður Apple, Steve Jobs, lést í október á síðasta ári kom ævisaga hans út en hún var samin að undirlagi Jobs sem hafði þó engin afskipti af endanlegri gerð verksins. Hér er gripið niður í 3. kafla bókar- innar sem nýkomin er út í íslenskri þýðingu. Þar segir af háskólaárum Jobs, mataráráttu, innhverfri íhugun og LSD-neyslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.