Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 49
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 ÁLFSNES 70 milljónir plastpoka falla til á ári hverju hér á landi. Langstærstur hluti þessara plastpoka fer í urðun með heimilisúrgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hverju. Rafhlöður innihalda spilliefni sem geta verið skað- leg heilsu og umhverfi, en meðal eitur efna sem finna má í raf- hlöðum eru þungmálmarnir blý, kvikasilfur og kadmíum. Sam- kvæmt ársskýrslu Úrvinnslu- sjóðs fyrir árið 2011 endurvinna Íslendingar aðeins 28% af þeim rafhlöðum og rafgeymum sem til falla á ári hverju. Stefna stjórnvalda í úrgangs- málum byggir að miklu leyti á reglugerðum ESB. Samkvæmt nýrri reglugerð umhverfis- og auðlindaráðherra sem er í sam- ræmi við Evrópureglugerð skal safna að minnsta kosti 25% af öllum úrgangsrafhlöðum og raf- geymum. Íslendingar hafa verið rétt yfir þessum mörkum síðustu tvö ár. Árið 2009 var hlutfallið 26% en var 28% árið 2010. Samkvæmt Landsáætluninni er gert ráð fyrir að hlutfall endur- unninna rafhlaðna og rafgeyma aukist á næstu árum. Frá sept- emberlokum árið 2016 skal hlut- fallið vera að lágmarki 45% en vera komið upp í 65% árið 2020 og 85% árið 2024. Þó svo að Íslendingar séu nú þegar búnir að ná gildandi mark- miðum ESB (25%) er um hugs- unar vert hve lítið skilar sér í raun til endurvinnslunnar. Þá má einn- ig velta því fyrir sér hvort ekki megi ná þeim markmiðum um endurvinnslu fyrr en gert er ráð fyrir í væntanlegri Landsáætlun. Óskiljanleg markmið „Markmiðin í drögum að Lands- áætlun eru mjög lág,“ segir Bjartmar Alexandersson, fram- kvæmdastjóri Grænnar fram- tíðar ehf. sem sérhæfir sig í endur nýtingu á raftækjum. „Það að við séum ánægð með minna en 30% endurheimtu á rafhlöðum er auðvitað fáránlegt því það þýðir að meira en 70% rafhlaðna lenda í óflokkuðu rusli og spilliefnin sem fylgja því eru gríðarleg.“ Þó svo að Íslendingar standi framar en margar þjóðir þegar kemur að endurvinnslu segir Bjartmar að við séum langt á eftir þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. „Þjóð- verjar nálgast 94% endurnýtingu á almennum úrgangi. Þá eru Hol- lendingar að ná um 95% endur- nýtingu.“ Bjartmar segir aðhald ís lensk- ra yfirvalda vera lítið sem ekkert þegar komi að aðstöðu og vinnslu fyrirtækja í endurvinnslu. Fyrir- tækin sjálf séu meira og minna við stjórnvölinn og þar séu hagn- aðarsjónarmiðin í forgrunni. „Það eru þrír aðilar sem stjórna þessum svokallaða ruslamarkaði; Hringrás, Íslenska gámafélagið og Gámaþjónustan. Ef þeir sam- þykkja ekki eitthvað sem lýtur að úrvinnslu raftækja og öðru slíku verður það einfaldlega ekki að veruleika,“ segir Bjartmar. Rafhlöður fluttar út með raftækjum Markmið Grænnar framtíðar er að draga úr því magni rafeinda- búnaðar sem endar á sorp haugum landsins og stuðla að endurnýt- ingu á slíkum búnaði í gegnum innlenda samstarfsaðila. Það sem safnast er svo flutt út til vottaðra endurnýtingarfyrirtækja víða um heim. „Við fáum til okkar farsíma og önnur tæki til að endurnýta og oftar en ekki fylgja rafhlöðurnar með tækjunum,“ segir Bjartmar. „Á tímabili fengum við mikið af fjarstýringum og voru rafhlöð- urnar þá undantekningalaust enn í tækjunum. Þetta gæti verið ein ástæða þess að svo lítið endur- heimtist af rafhlöðum.“ Bjartmar segir að hluti vanda- málsins sé áhugaleysi, bæði hjá almenningi og yfirvöldum. „Yfir- völd nýta kraftana í annað, til dæmis virkjanamál. Vandamálin sem standa okkur nær gleymast.“ Til vitnis um áhugaleysið segist Bjartmar hafa falast eftir samstarfi við umhverfisyfir- völd en þeirri fyrirspurn sé enn ósvarað. Græn framtíð hefur í millitíðinni gert samstarfssamn- inga við ríkisstjórnir Færeyja og Nýfundnalands. Virkilegt vandamál „Endurvinnsla á rafhlöðum er virkilegt vandamál. Lang- stærstur hluti þeirra endar með venjulegu heimilissorpi,“ segir Jóhann Karl Sigurðs- son, rekstrar stjóri spilliefna hjá Hringrás, sem er eitt þeirra fyrir tækja sem sjá um endur- vinnslu á rafhlöðum. Jóhann Karl segir að efla verði vitund almennings og að ríki og sveitar- félög verði að koma að því máli. „Í umhverfismálum er fólk að rífast um virkjanir en mætti kannski líta sér nær,“ segir Jóhann Karl, sem bendir á að fyrirtækin í „ruslgeiranum“ hafi sinnt kynningarmálum, til dæmis í skólum. „Hvorki ríki né sveitar- félög hafa hins vegar sýnt þessu áhuga,“ segir Jóhann Karl. Jóhann Karl segir að endur- skoða þurfi flokkunarkerfi við endurvinnslu hér á landi. Nú séu nokkur fyrirtæki starfandi á markaði sem hvert vinni eftir sinni stefnu. „Umhverfisráðu- neytið verður að taka af skarið í þessum efnum og koma á sam- ræmdu flokkunarkerfi,“ segir Jóhann Karl. Óásættanleg markmið Svandís Svavarsdóttir umhverf- is- og auðlindaráðherra segir markmiðin um endurheimtu raf- hlaðna sem fram koma í Lands- áætluninni ekki ásættanleg. „Að mínu mati er 28% söfnun ekki ásættanleg, einkum með hliðsjón af því að úrvinnslugjald hefur verið lagt á rafhlöður samkvæmt lögum. Þetta hlutfall bendir til þess að úrvinnslu- gjaldið hafi ekki náð nægi legum árangri í þessum vöruflokki, hvað sem veldur. Reynt var að sporna við þessu lága hlutfalli með því að hækka lágmarks- söfnunarmarkmið í þrepum á komandi árum. Farin var sú leið að setja raunhæf markmið þótt ákjósanlegra sé að ná þeim fyrr. Setja á aukinn kraft í að vekja athygli á þessum markmiðum og ber Úrvinnslusjóður ábyrgð á að þeim sé náð,“ segir Svandís. Þegar Svandís er spurð hvort ekki sé nauðsynlegt að fræða almenning um endurvinnslu, þá sérstaklega ef ná eigi tilteknum markmiðum, segir hún það sjálf- sagt. „Sveitarfélög og einkafyrir- tæki í meðhöndlun úrgangs hafa í auknum mæli staðið fyrir fræðslu sem hefur skilað sér í aukinni meðvitund neytenda um mikilvægi endurvinnslu og þannig stuðlað að aukinni flokkun úrgangs. Það liggur fyrir að auka þarf fræðslu enn frekar og ráðuneytið áformar að fela Umhverfisstofnun það hlutverk að einhverju leyti. Þá væri æski- legt að ráðuneytið yki samstarf við menntamálaráðuneytið til að efla fræðslu um endurvinnslu í skólakerfinu.“ Greinin er hluti af samstarfsverkefni Fréttablaðsins og nemenda í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við félags- og mann- vísindadeild Háskóla Íslands. Umsjón: Svavar Hávarðsson, svavar@frettabladid.is Höfundar: Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Sunna Stefánsdóttir, sus5@hi.is Hvar er rafhlöður að finna? ➜ Samkvæmt áðurnefndri reglugerð um endurnýtingu rafhlaðna og raf- geyma ber þeim sem selja og dreifa slíkum vörum „að taka við notuðum rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað gjaldfrjálst og tryggja viðeigandi ráðstöfun“. Í Landsáætluninni koma fram væntingar til þess að aukning verði í söfnun í þessum úrgangsflokki. Þó segir í drögunum að „hálfu ári eftir gildistöku reglugerðarinnar er fátt sem bendir til að ákvæðið sé komið til framkvæmda. Hér þarf að verða breyting á“. ➜ Framleiðendur og innflytjendur bera ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem framleiddir eru hér á landi eða fluttir inn. Þeir greiða svo- kallað úrvinnslugjald sem rennur til Úrvinnslusjóðs en þar með má segja að ábyrgðin færist frá þeim til sjóðsins. Gjaldið á að standa undir þeim kostnaði sem til fellur við að endurvinna vörurnar en Úrvinnslu sjóður semur við verktaka og flutningsaðila um framkvæmdina. Þær rafhlöður sem eru endurnýttar eru flokkaðar hér á landi og sendar til Þýskalands, Englands og Belgíu þar sem þær eru bræddar niður en úr rafhlöðunum fæst sink og stál svo dæmi sé tekið. ➜ Í Landsáætluninni segir að „setja þarf aukinn kraft í söfnun til að ná markmiðunum fyrir árin 2016, 2020 og 2024. Miðað við núverandi endur- nýtingarhlutfall virðist augljóst að stór hluti færanlegra rafhlaðna og rafgeyma endar í óflokkuðum úrgangi. Þar þarf að verða breyting á svo sem með aukinni fræðslu til almennings og bættri aðstöðu til að skila af sér rafhlöðum og rafgeymum í verslunum og í þar til gerð ílát á vinnu- stöðum og heima við“. Hvar liggur ábyrgðin? ➜ Árið 2016 skal hlutfall endurunninna rafhlaðna og rafgeyma vera að lágmarki 45% en vera komið upp í 65% árið 2020 og 85% árið 2024.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.