Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 130
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 102
Stjörnurnar eiga það til að ganga undir dulnefni til að verja einkalíf sitt frá
ágengum aðdáendum. Dulnefnin eru misgóð og þykja sum hreinlega hlægileg.
Hvert er nafn mitt?
TÓNLIST ★★★★ ★
Nóra
Himinbrim
EIGIN ÚTGÁFA
Hljómsveitin Nóra stimplaði sig
inn með plötunni Er einhver að
hlusta? fyrir tveimur árum. Sú
plata var ekkert meistaraverk, en
lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himin-
brim, komin út og það er hægt að
segja það strax að framfarirnar á
milli þessara tveggja platna eru
miklar. Himinbrim er sterkari
á allan hátt. Lagasmíðarnar eru
betri, flutningurinn þéttari og
meira lagt í útsetningar og hljóð-
vinnslu.
Platan hefst á tveimur frá-
bærum lögum, Sporvagnar
og Kolbítur. Í því fyrra er fín
strengjaútsetning og hæg stig-
mögnun, í því seinna er flottur
trommuleikur og skemmtileg
röddun og sömuleiðis flott stig-
mögnun. Eftir þessa öflugu byrjun
kemur rólegra lag, titillagið Him-
inbrim og svo kemur hvert lagið
á fætur öðru. Þau eru miskraft-
mikil og útsetningarnar eru ólík-
ar, en platan heldur alveg dampi.
Hún endar svo á mjög sterku lagi,
hinu átta mínútna langa Hreinsun.
Systkinin Auður og Egill Viðars-
börn skiptast á um að syngja lögin.
Þetta er mjög vel heppnuð
plata. Hljómborðin eru áberandi í
útsetningunum, í nokkrum lögum
eru strengir og svo setja raddút-
setningar oft skemmtilegan svip.
Tónlistin er stemningsfull og blæ-
brigðarík og einkennist af þykkum
útsetningum og spilagleði. Enn ein
íslensk gæðaplatan á árinu 2012.
Trausti Júlíusson
NIÐURSTAÐA: Metnaðarfyllri og
kraftmeiri Nóra.
Miklar framfarir frá fyrri plötunni
SURI CRUISE
Dulnefni: Sara
TOM CRUISE
Dulnefni: Cage Hunt
ANGELINA JOLIE OG BRAD PITT
Dulnefni: Jasmine Pilaf og Bryce Pilaf
JUSTIN TIMBERLAKE
Dulnefni: Herra Woodpond
MILA KUNIS
Dulnefni: Senor Pants
GEORGE CLOONEY
Dulnefni: Arnold Schwarzenegger
JAY-Z
Dulnefni: Frank Sinatra
KRISTEN STEWART
Dulnefni: Chuck Steak
FERGIE ÚR BLACK EYED PEAS
Dulnefni: Penny Lane
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Smáratorgi, Kópavogi • Á milli The Pier og Toys’R’us