Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 6
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
ár liðu frá því að fyrst
var tilkynnt um mann
inn og þar til hann var
handtekinn.
7
Óvissustigi
aflýst
1 Mælingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísinda
stofnunar HÍ benda til þess að
jökulhlaupi úr Grímsvötnum sé
lokið. Um minniháttar atburð
var að ræða og vatnsrennsli
ekki meira en að sumar
lagi. Ekkert bendir til frekari
jarðhræringa og því hefur
ríkislögreglustjóri ákveðið í
samráði við lögreglustjórana á
Eskifirði og Hvolsvelli að aflýsa
óvissustigi vegna jökulhlaups úr
Grímsvötnum.
DÓmsmáL Lögreglu barst tilkynn-
ing árið 2003 um brot manns sem
á fimmtudag var dæmdur í sjö
ára fangelsi fyrir barnaníð. Hann
var ekki handtekinn fyrr en sjö
árum síðar.
Þetta kemur fram í dómnum
yfir manninum, sem var fund-
inn sekur um að hafa níðst með
grófum hætti á dreng og stúlku
um árabil. Brotin gegn drengn-
um stóðu meðal annars frá árinu
2006 til 2010.
Í dómnum segir að stúlkan hafi
greint vinkonu sinni frá ofbeld-
inu árið 2003 og hún í kjölfarið
tilkynnt manninn til lögreglu.
„Eftir að hún tilkynnti þetta til
lögreglu kvað hún brotaþola hafa
verið mjög hræddan og ekki haft
við sig samskipti í eitt og hálft
ár,“ segir enn fremur í dómnum.
Önnur vinkona stúlkunnar gaf
skýrslu í dómsmálinu og staðfesti
að leitað hefði verið til lögreglu
á þessum tíma. Lögreglumenn
hefðu tekið ítarlegar skýrslur af
báðum vinkonunum.
Stúlkan sem brotið var á var
spurð um þetta fyrir dómi. Hún
kom af fjöllum og hafði ekki hug-
mynd um að vinkonur hennar
hefðu tilkynnt manninn til lög-
reglu á sínum tíma. - sh
Barnaníðingur sem hlaut sjö ára dóm í vikunni var rannsakaður áður:
Tilkynnt um níðinginn 2003
SKRUDDA
www.skrudda.is
Öll börn þurfa
að kynnast
Grimmsævintýrum
sem fylgt hafa
kynslóðunum
í 200 ár.
E n g i h j a ll a og G r a n d a
Opið frá 11 - 20 alla daga
Meira
fyrir peninginn
Dagatöl
222 kr.
stk.
Súkkulaði
NÝ VERSLUN
á GRANDA FRÉTTAskýRInG
Hver verður formaður
Samfylkingarinnar?
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra beið ekki boðanna
heldur tilkynnti um framboð sitt
til formanns Samfylkingarinnar
daginn eftir að hann hafði sigur
í forvali flokksins í Norðvestur-
kjördæmi. Guðbjartur hlaut góða
kosningu í fyrsta sætið, 76 pró-
sent, en Ólína Þorvarðardóttir
bauð sig fram í fyrsta til annað
sæti.
Framboð Guðbjarts kemur ekki
á óvart. Hann hefur lengi verið í
spilunum sem einn af arftökum
Jóhönnu, þó að þær raddir hafi
lækkað um skeið eftir fíaskó-
ið með launahækkun forstjóra
Landspítalans. Ferill hans þykir
hins vegar að mestu óflekkaður
að öðru leyti.
Guðbjarts bíður að heyja snarpa
kosningabaráttu gegn Árna Páli
Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að
hafa verið í opinberri kosninga-
baráttu í á þriðja mánuð og í raun
má segja að undir búningur for-
mannsframboðs hans hafi hafist
Guðbjartur og Árni
Páll í formannsslag
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér
sem formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason hefur þegar tilkynnt um
framboð sitt. Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kjörinn í janúar.
Öruggt er að krafa komi fram um að formaður verði kjörinn í alls
herjaratkvæðagreiðslu skráðra félaga í flokknum. Krafa að minnsta kosti
150 flokksmanna þarf að koma fram þar um 45 dögum fyrir landsfund.
Fundurinn verður haldinn 1. til 3. febrúar og kosningin fer því fram í
janúar.
Ljóst er að aðventan mun einkennast af formannsslag hjá Samfylkingar
fólki og ekki síst frambjóðendunum tveimur.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
í janúar, eftir brotthvarf hans úr
ríkisstjórn.
Árni Páll hefur verið gríðarlega
duglegur, skrifað greinar í blöð
og sótt fundi víða um land. Hann
hafði betur en Katrín Júlíus dóttir
fjármálaráðherra í prófkjöri í
Suðvesturkjördæmi og ljóst er að
sigling er á Árna. Hann mun njóta
þess að hafa byrjað sitt framboð
mun fyrr en Guðbjartur.
Guðbjartur er hins vegar
ráðherra og mun njóta ýmissa
aðgerða ríkisstjórnarinnar;
hækkunar barnabóta og lenging-
ar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé
tínt til.
Árni Páll hefur yfir sér það
yfirbragð að vera meira til hægri
í flokknum. Á hverju það byggist
er óskilgreint, báðir eiga fram-
bjóðendur uppruna sinn í Alþýðu-
bandalaginu. Áran yfir Árna er
hins vegar meira til hægri og til
vinstri hjá Guðbjarti.
Það gæti haft áhrif á hluta
kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að
flokkurinn fari. Þegar tveir menn
takast á um sama embættið skipt-
ir hins vegar meira máli hvern-
ig kjósendum líst á hvorn um sig
sem formann.
Greinendum hættir til að
ofmeta strategíska hugsun kjós-
enda. Í grunninn mun niðurstað-
an velta á því hvort félagar í Sam-
fylkingunni treysti Árna Páli eða
Guðbjarti betur til að leiða flokk-
inn til sigurs í kosningum. Ekkert
annað. kolbeinn@frettabladid.is
LAnDIð
Frysting hafin
2 Loðnufrysting hófst í uppsjávarfrystihúsi
HB Granda á Vopnafirði í
vikunni og er þetta fyrsta
loðnan sem fer til land
vinnslu á vertíðinni, eins og
segir í frétt frá fyrirtækinu.
Verið er að vinna úr tæplega
600 tonna loðnuafla sem
Ingunn AK kom með til
hafnar. Megnið af aflanum
fer í frystingu til manneldis,
enda er loðnan stór og góð.
Um 65 manns vinna við
frystinguna á vöktum.
60% meiri afköst
3 Promens á Dalvík tók í notkun stækkaða verk
smiðju í október. Með tilkomu
840 fermetra viðbyggingar og
þriðja hverfisteypuofnsins eykst
framleiðslugeta verksmiðjunnar
um 60%. Fyrirtækið er því vel
í stakk búið að mæta aukinni
eftirspurn á komandi árum. Nýi
hverfisteypuofninn, sem ræstur
var í október, er einnig einstakur
á heimsvísu því þetta er í fyrsta
sinn sem ofn af þessari stærð er
knúinn rafmagni í stað olíu eða
gasbrennara.
1
23