Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 57
Að vakna til nýs dags og vera varla vaknaður áður en
maður skrúfar frá krananum og fær sér sopa og
skvettir tæru vatni framan í sig til að hressa sig við er
kannski eðlilegt og vanalegt á Íslandi. En svo er ekki
víða um heim, t.d. í Malaví þar sem Hjálparstarf
kirkjunnar er með þróunarverkefni í Chikwawa-
héraðinu. Þar vakna margir svangir og þyrstir á
morgnana og hugsa með sér: „hvernig á ég að komast
í gegnum þennan dag?“ Ef vatn er fyrir hendi er það
gruggugt og ólystugt. Stúlkur bera þær skyldur að
sækja vatn, oft langar leiðir í steikjandi hitanum. Svo
þegar þær koma að vatnsstaðnum er það oftar en ekki
hálfgerður pollur með skítugu vatni. En þegar ekkert
annað er í boði er þetta vatn eina úrræðið. Vatns-
skortur er afleiðing af breyttu veðurfari og minni
úrkomu. Rigningar bregðast og uppskeran verður lítil
eða engin. Þegar skortur er á vatni og mat, skiptir
andlitsþvottur engu máli, þá er þetta spurning um líf
eða dauða.
Hreint vatn er lífgjöf
Þá er brunnur sem gefur hreint, tært vatn, lífgjöf sem
breytir öllu og tryggir einnig mat þar sem hægt er að
veita vatni á grænmetisakra og framleiða kjöt, mjólk
og egg með geita- og hænsnarækt. Þetta er hægt
þegar vatnið er fyrir hendi. Þurr harðbýll staður þar
sem lífsafkoman er mjög erfið og lífið á hálfum hraða
vegna vatns- og matarskorts, gjörbreytist með tilkomu
brunns. Hænur spígsporandi, geitur á vappi, græn-
metisakur í blóma, börn á hlaupum og nægur matur,
mjólk og vatn. Þetta er sú breyting sem við sjáum
gerast þegar brunnur er kominn. Þá er grundvöllur
fyrir fólkið að sjá um sig sjálft, sem er það sem það vill
allra helst, sinna akri, geitum og hænsnum sem svo
fjölga sér og gefa enn meira af sér. Þá er hægt að
selja umframafurðir og nota t.d. til að tryggja börnum
menntun. Jákvæð keðjuverkun sem vonandi aldrei
tekur enda. Hreint vatn gerir kraftaverk!
Þú getur gert kraftaverk í dag
En það verður að halda áfram að grafa fleiri brunna á
nýjum stöðum. Mjög víða er enn langt í næsta brunn
eða vatnslind og margir sem líða skort. Þess vegna
verður að halda áfram. Það er hægt með þínum
stuðningi. Þú getur gert kraftaverk í dag með því að
greiða valgreiðslu í heimabankanum þínum. Ef 72
Íslendingar greiða sína valgreiðslu upp á 2.500
krónur, dugar það fjarmagn, 180.000 krónur, fyrir
einum brunni sem gefur mörg hundruð manns á
þurrkasvæði, hreint vatn til margra ára ef ekki
áratuga. Einnig er hægt að að hringja í söfnunarsíma
907 2003 (kr. 2.500), leggja inn á söfnunarreikning:
0334-26-50886, kt. 450670-0499 eða gefa frjálst
framlag á framlag.is. Svo er hægt að gefa sínum
nánustu jólagjöf sem gerir kraftaverk í Afríku með því
að gefa vatn í jólagjöf á gjofsemgefur.is.
Viltu vera með og gera gæfumun frá skorti og
vannæringu til nýs lífs með nægum mat og krafta
til að takast á við nýjan dag? Taktu þá þátt í
jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.
Hreint vatn gerir kraftaverk
Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2O12
Margt smátt ...
GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI JÓLASÖFNUN
HJÁLPARSTARFS
KIRKJUNNAR
Mynd: Paul Jeffrey / ACT Alliance