Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 122
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 94 BÆKUR ★★★ ★★ Húsið Stefán Máni JPV-ÚTGÁFA Hörður Grímsson, lögreglumaðurinn í forgrunni nýjustu sagna Stefáns Mána, er einn magnaðasti lögreglumaður í íslenskum krimma- heimi. Tröll vexti, rauð- hærður, síðhærður, með sægræn augu, klæddur síðum leðurfrakka er hann eins og stokkinn þráð- beint út úr teiknimyndasögu um ofurhetju. Og þegar ofan á bætist að hann er skyggn er myndin fullkomnuð. Hann á inni fyrir frasanum sem hann hreytir í yfirmann sinn sem kallar hann Harry Hole (eftir söguhetju Jo Nesbø): „Harry Hole er kelling!“ Hörður á þó ekki sjö dagana sæla í nýjustu bókinni, Húsinu. Glímir við morðmál sem ekki virðist vera morð, á í vand- ræðum með drykkjuna, kon- una og yfirmanninn og er í ofaná- lag að kafna úr flensu. En lætur það að sjálfsögðu ekki buga sig og leysir málið á óvæntan hátt. Glæpamálið í sögunni er stórt og flókið og teygir anga sína aftur í aldir. Krimminn Theódór er alveg jafn flókin og vel skrifuð persóna og Hörður, vondur í gegn en á sér málsbætur sem gera það að verkum að lesandinn finnur til með honum, þrátt fyrir alla illskuna, skilur hann að vissu leyti og finnst næst- um að ofbeldi hans sé réttlætanlegt alveg fram í síðustu kaflana þegar málin skýrast og hið sanna eðli hans kemur í ljós. Stefán Máni skrifar eins og í gegnum myndavélarlinsu, öllu er lýst í smáatriðum, andlitum fólks, klæðnaði, umhverfi, litum og lýs- ingu. Í fyrstu er þetta skemmtilegt og óvenjulegt, en verður heldur mikið af því góða þegar til lengd- ar lætur. Engu að síður skapar þetta Stefáni Mána sérstöðu meðal íslenskra glæpasagnaritara og gerir væntanlega sögur hans þeim mun betur til kvikmyndunar fallnar. Bygging sögunnar er geysivel unnin og allir þræðir faglega flétt- aðir saman. Lengi vel grunar les- andann ekki einu sinni hvernig í pottinn er búið en skyggni Harðar kemur upp um það aðeins of snemma. Lokakaflinn er algjörlega magnaður, meira að segja fyrir fólk sem trúir ekki á drauga, en endirinn kannski full snubbóttur. Í heild er Húsið hin ánægjuleg- asta lesning bæði sem glæpasaga og sálfræðitryllir og vekur lesand- ann til meiri umhugsunar um eðli og aðstæður glæpamanna en ég minnist að hafa upplifað við lestur íslenskrar glæpasögu fyrr. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Fín og vel fléttuð saga, flottur glæpon og enn flottari lögga gera Húsið að einni bestu íslen- sku glæpasögu þessa árs. „Harry Hole er kelling!“ Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson eru báðir tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs fyrir hönd Íslands. Tilnefningarnar voru tilkynntar í Gunnarshúsi í gær. Hallgrímur er tilnefndur fyrir bókina Konan við 1000º – Herbjörg María Björnsson segir frá en Guð- mundur Andri er tilnefndur fyrir bókina Valeyrar- valsinn. Báðar komu þær út fyrir jól í fyrra. Aðrir höfundar sem hlutu tilnefningu voru Josefine Klougart og Kim Leine fyrir Danmörku, Rosa Liksom og Ulla-Lena Lundberg fyrir Finnland; Nils-Øivind Haagensen og Ole Robert Sunde fyrir Noreg; Lars Norén og Johannes Anyuru fyrir Svíþjóð; Jóanes Niel- sen fyrir Færeyjar; Mariane Petersen fyrir Græn- land; Sollaug Sárgon fyrir samíska málsvæðið; og Ulla-Lena Lundberg fyrir Álandseyjar. Dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs velur verðlaunahafann og hann verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Ósló í lok október á næsta ári. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum eða um sjö milljónum íslenskra króna. Tilnefndir til Norðurlandaverðlauna Konan við 1000° og Valeyrarvalsinn tilnefndar til verðlauna Norðurlandaráðs. SKÁL Hallgrímur og Guðmundur Andri fagna tilnefningunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Hver er ég er vinsælasta bók sem hefur komið út í Þýskalandi frá stríðslokum. Hún vakti gríð- arlegt umtal þegar hún kom út og það er búið að gefa hana út á yfir þrjátíu tungumálum,“ segir Arthúr Björgvin um bókina sem hann hefur setið við að þýða og komin er út hjá Ormstungu. Höf- undur er Richard David Precht, einn af vinsælustu fyrirlesurum Þjóðverja. Arthúr Björgin segir okkar tungu ekki þá auðveldustu þegar kemur að því að þýða á hana heimspeki- texta. „Bæði vantar okkur oft hugtök sem eru landlæg í öðrum Evrópumálum og íslensk heim- speki er líka svo ung þannig að hver þýðing af þessu tagi er nýsköpun. En það er bara spenn- andi,“ segir hann og bætir við að texti Prechts sé aðgengileg- ur miðað við heimspekitexta almennt og það sé lykillinn að vinsældum bókarinnar. „Höfund- urinn fjallar um sígildar spurn- ingar heimspekinnar; hvað get ég vitað? hvernig ber mér að breyta? og hvað má ég vona? á nútíma- legan hátt. Hann mátar kenning- ar heimspekinnar við gallharð- ar niðurstöður úr rannsóknum á heilanum og taugalíffræði og gerir það með lifandi og skemmti- legum hætti. Svo tekur hann fyrir ýmsar spurningar sem brenna á fólki í dag, svo sem um líknar- morð, fóstureyðingar og náttúru- vernd, notar þar heimspekikenn- ingar sínar til að rýna í þær en áttar sig á að leiðin að markinu er mikilvægust í þessum málum og lætur lesandanum eftir að draga lokaniðurstöðurnar. Precht er nefnilega mannhyggjumaður, frjálslyndur og opinn hugsuður. Hann er með fastan þátt í sjón- varpinu einu sinni í mánuði. Þar hefur hann meðal annars tekið stjórnmálamenn á beinið.“ gun@frettabladid.is Heimspekin sett fram á nútímahátt Hver er ég – og ef svo er, hve margir? er bók sem Arthúr Björgvin Bollason hefur þýtt úr þýsku. Hún hefur verið metsölubók í Þýskalandi í mörg ár. ÞÝÐANDINN „Bókin Hver er ég – og ef svo er hve margir? vakti gríðarlegt umtal þegar hún kom út og það er búið að gefa hana út á yfir þrjátíu tungumálum,“ segir Arthúr Björgvin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bæði vantar okkur oft hugtök sem eru landlæg í öðrum Evrópumálum og ís- lensk heimspeki er líka svo ung þannig að hver þýðing af þessu tagi er nýsköpun. Rannsóknaþjónusta NÁMSKEIÐ Í GERÐ LEONARDO UMSÓKNA UM YFIRFÆRSLU-, MANNASKIPTA- OG SAMSTARFSVERKEFNI FIMMTUDAGINN 6. DESEMBER 2012 Í NÁMU, SAL ENDURMENNTUNAR HÍ, DUNHAGA 7 KL. 10:00 - 12:00 YFIRFÆRSLUVERKEFNI KL. 13:00 - 15:00 MANNASKIPTA- OG SAMSTARFSVERKEFNI Næstu umsóknarfrestir Leonardo verkefna eru: Yfirfærsluverkefni 31. janúar 2013 Mannaskiptaverkefni 1. febrúar 2013 Samstarfsverkefni 21. febrúar 2013 Dæmi um verkefni: að senda nemanda, leiðbeinanda eða starfsmann erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun að nemendur í starfsnámi taki hluta starfsþjálfunar í öðru Evrópulandi samstarfsverkefni við aðrar evrópskar stofnanir um þróun í starfsmenntun samstarf um þróun nýrra kennsluhátta eða aðferða við mat í starfsmenntun Námskeiðið er án endurgjalds og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900 eða með tölvupósti á lme@hi.is Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað símenntunarstöðva á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að finna á www.leonardo.is og heimasíðu Menntaáætlunar ESB www.lme.is LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB www.lme.is Leonardo: Dunhaga 5 107 Reykjavík | Sími: 525 4900 STYRKIR TIL STARFSMENNTUNAR Í EVRÓPU LEONARDO STARFSMENNTUN UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.