Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 128

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 128
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 100 Púðar, af öllum stærðum og gerðum, hafa gjarnan þótt afbragðs og einföld lausn til að flikka upp á heimilið. Litsterkir og munstr- aðir púðar geta gefið gömlum hús- gögnum nýtt líf og sett skemmtilegan svip á heimilið. Mikið úrval er um þessar mundir af púðum og púðaverum frá íslenskum hönnuðum sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. LAGÐUR eftir Elínu Aradóttur. DÓTTIR & SONUR eftir Tinnu Pétursdóttur og Ingva Þór Guðmundsson. SCINTILLA eftir Lindu Björg Árnadóttur. VARMA MOKKA púði eftir Siggu Heimis. FLIKKAÐU UPP Á HEIMILIÐ MEÐ PÚÐUM FRÁ ÍSLENSKUM HÖNNUÐUM NOTKNOT eftir Ragn- heiði Ösp. GO WITH JAN eftir Guðjón Tryggvason. MYND/KATRÍN BJÖRK „Ilmvatnið er kennt við drottningu íslenskra eldfjalla og unnið úr vatni sem rennur undan Heklurótum í Ytri-Rangá,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir um nýja ilm- vatnið Heklu frá Gyðju. Hekla er þriðja ilmvatnið frá Gyðju og annar dömuilmurinn. Ilmvötn Gyðju eru þróuð og framleidd í borginni Grasse í Frakklandi en vinna við Heklu hófst fyrir ári síðan. Öll ilmvötn úr Gyðju- línunni eru innblásin af íslenskri náttúru, EFJ Eyjafjallajökull og herrailmurinn VJK Vatna- jökull. „Það er flókið ferli að búa til ilmvatn og þar sem við notuðum íslenska náttúru flækti það ferlið töluvert. En við vorum í náinni samvinnu við ilmvatns- hönnuð í Frakklandi sem gjarna er nefndur „nefið“ þar í landi,“ segir Sigrún ánægð með útkomuna. Sigrún segir mikla vinnu liggja að baki umbúðunum sem meðal annars sýna Heklugos og hangir lyklakippa með hraunmola á hverju glasi. Ilm- urinn er væntanlegur í verslanir á næstu dögum. Ilmvatn unnið úr vatni við Heklurætur Nýtt ilmvatn frá Gyðju á markað. ÞRIÐJA ILMVATNIÐ Sigrún Lilja Guðjónsdóttir og Gyðja koma með nýtt ilmvatn sem nefnist Hekla. „Það má segja að dáleiðslan sé djúp slökun og náttúrulegt hugarástand sem allir fara í á hverjum degi án þess að vita af því. Þegar við gerum eitthvað sem tekur athyglina frá okkur þá erum við komin í náttúru- legt dáleiðsluástand,“ útskýrir Yrja Kristinsdóttir sem hlaut nýverið diploma í dáleiðslutækni. Hún segir að með aðstoð dáleiðslutæknis geti fólk meðal annars rifjað upp bæld- ar minningar, bætt sjálfstraust sitt, hætt að reykja eða upplifað djúpa slökun. Yrja hefur lengi haft áhuga á and- legum málefnum og stundar sjálf hugleiðslu. Hún hafði nokkrum sinnum heyrt minnst á námskeið í dáleiðslutækni og fannst tilvalið að bæta því við menntun sína sem félagsráðgjafi. „Með hjálp dáleiðslu er hægt að gera ýmsar breytingar á sjálfum sér. Við hjálpum fólki að komast í samband við undirmeðvitundina og þegar því er náð hefst vinnan. Setji fólk sér ákveðið markmið þá er það oftast meðvitundin sem setur þau. Það er sagt að meðvitundin sé um tíu prósent af huganum en undir- meðvitundin um níutíu prósent. Það þýðir að aðeins lítill hluti hug- ans vinnur að þessum markmiðum og viðhorf okkar og hegðun breyt- ist ekki nema í skamman tíma. Við erum þess vegna fljót að detta aftur í sama farið. Dáleiðslan svo frábær því þannig fáum við tækifæri til að hafa áhrif á hegðun og líðan ein- staklingsins.“ Aðspurð segir Yrja dáleiðslu- tæknina sem hún lærði ekki eiga nokkuð skylt við þá dáleiðslu sem töframaðurinn Sailesh notar. Hún getur því ekki fengið fólk til að lúta sínum vilja með dáleiðslu. „Ég mundi fegin vilja geta fengið fólk til að gera hitt og þetta, en þessi dáleiðsla er ekki eins og sú sem Sai- lesh notar. Ég get heldur ekki dáleitt fólk sem vill ekki láta dáleiða sig. Ef einhver er mjög skeptískur þá virk- ar þetta ekki.“ Yrja er búsett í Kaupmannahöfn en hefur verið með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti fyrst út sem skiptinemi árið 2008 en hreifst svo af borginni að hún ákvað að vera um kyrrt. „Eins og svo margir ílengd- ist ég í Danmörku. Ég fæ þó oft heimþrá og veit að ég mun flytja heim á endanum. Ég vann áður sem flugfreyja hjá Iceland Express en vinn núna við afleysingar á leik- skóla samhliða því að taka fólk í dáleiðslumeðferð. Byrjunin lofar góðu. Þetta er í raun bara eins og sálfræðiaðstoð nema með djúpri slökun og fólki líður mjög vel eftir meðferðina,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is 1 Dáleiðslutæknir er bundinn þagnarheiti gagnvart skjólstæð- ingi sínum. 2 Dáleiðslutæknir skal fara með allar persónulegar upplýsingar, sem snerta skjólstæðinginn, sem trúnaðarmál. 3 Dáleiðslutæknir leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má teljast gagnvart sínu félagi eða skjólstæðingi. 4Dáleiðslutækni ber ekki skylda til að veita hverjum þeim sem til hans leitar meðferð. Siðareglur dáleiðslutækna Dáleiðir ekki þann sem vill það ekki Yrja Kristinsdóttir er dáleiðslutæknir. Dáleiðslutæknin á ekkert skylt við þá sem töframaðurinn Sailesh notar. Hún getur aðeins dáleitt þá sem eru viljugir. STARFAR SEM DÁLEIÐSLU- TÆKNIR Yrja Kristinsdóttir lauk nýverið diploma-námi í dáleiðslutækni og starfar nú sem slíkur í Kaupmannahöfn. MYND/KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR Björninn þakkar öllum sínum 40 keppendum og þjálfurum þeirra fyrir frábæra frammistöðu en við unnum flest verðlaunin á þessu móti eða 6 gull, 6 silfur og 5 brons. Listskautadeild Bjarnarins rekur öflugt unglingastarf fyrir byrjendur og lengra komna. Rúmlega 40 Bjarnarstúlkur hafa náð grunnprófi Skautasambands Íslands sem veitir þátttökurétt á Íslandsmeistara- mótum og á erlendum stórmótum. Bestu skautarar Bjarnarins hafa náð verðlaunasætum í erlendum keppnum og árangur þeirra vakið verðskuldaða athygli. Áfram Björninn! Skautafélagið Björninn óskar nýkrýndum Íslandsmeisturum sínum á listskautum, Agnesi Dís Brynjarsdóttur, Íslandsmeistara stúlkna og Júlíu Grétarsdóttur, Íslandsmeistara unglinga, hjartan- lega til hamingju með árangurinn. Til hamingju Hreysti – Gleði – Vellíðan – Hreyfing – Styrkur – Samhæfing Jóladagatalið kemur á óvart Jóladagatal Norræna hússins fer fram í sjötta sinn. Fjöldi listamanna tekur þátt. Jóladagatal Norræna hússins hefst í dag og er þetta í sjötta sinn sem viðburðurinn fer fram. Daglegir við- burðir verða í Norræna húsinu fram á aðfangadag og einnig verður boðið upp á óáfengt jólaglögg og pipar- kökur. Hugmyndin að baki dagatalinu er sú að bjóða upp á öðruvísi viðburð á aðventunni sem allir geta notið sér að kostnaðarlausu. Gestir vita ekki hvað bíður þeirra á bak við gluggann hvern dag fyrr en gullbjöllunni er klingt klukkan 12.34 og gluggi dagsins opnaður. Meðal þeirra listamanna sem taka þátt í dagatalinu í ár eru Hrafnhildur Arnardóttir betur þekkt sem Shoplifter, Bjartmar Guðlaugsson, Lúsíukórinn, Blágresi og Einar Már Guðmundsson, Rökkurró, Gerður Kristný, Moses Hightower og fjöldi annarra. Nýr listamaður er fenginn til að gera dagatalið ár hvert og í ár er það Hugleikur Dagsson sem skapar mynd fyrir hvern dag fram að aðfangadag. Myndirnar birtast ein í einu á Facebook-síðu Hugleiks og eru hluti af stærri mynd sem hægt verður að púsla saman yfir hátíðirnar. LISTAMAÐUR ÁRSINS Hugleikur Dagsson gerir dagatal norræna hússins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.